Körfubolti

„Ef þeir ætla að vinna þá held ég að þeir þurfi að gera það“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valsmenn eru vel mannaðir en sérfræðingar Körfuboltakvölds telja þá þó þurfa að bæta við sig Kana þegar líður á tímabilið.
Valsmenn eru vel mannaðir en sérfræðingar Körfuboltakvölds telja þá þó þurfa að bæta við sig Kana þegar líður á tímabilið. Vísir/Hulda Margrét

Að venju voru fastir liðir á sínum stað er Körfuboltakvöld fór yfir síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Í Framlengingunni að þessu sinni var farið yfir hvort Valur þyrfti og ætti að fá sér Kana, hvort það væri komin pressa á Króknum

Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi að þessu sinni, spurði Matthías Orra Sigurðarson fyrst hvort Valsmenn myndu – og þyrftu – að ná sér í Kana.

„Ef þeir ætla að vinna þá held ég að þeir þurfi að gera það en þeir geta lifað langt inn í tímabilið án þess,“ sagði Matthías Orri. Hörður brást við með að lengja spurninguna og bæta við hana áður en hann spurði Teit Örlygsson. Þá var hún svo hljóðandi:

Þurfa Valsmenn að ná sér í Kana til að vinna titil? Ef já, hvernig týpu?

„Ég veit það ekki, ég var byrjaður að hugsa svarið áður,“ sagði Teitur og hló. Svar Teits má sjá í spilaranum hér að neðan.

Önnur umræðuefni voru:

  • Er komin pressa á Krókinn?
  • Getur Njarðvík orðið Íslandsmeistari?
  • Hvaða lið falla?
  • Hvaða leikmann myndir þú vilja með þú spila með?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×