Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi að þessu sinni, spurði Matthías Orra Sigurðarson fyrst hvort Valsmenn myndu – og þyrftu – að ná sér í Kana.
„Ef þeir ætla að vinna þá held ég að þeir þurfi að gera það en þeir geta lifað langt inn í tímabilið án þess,“ sagði Matthías Orri. Hörður brást við með að lengja spurninguna og bæta við hana áður en hann spurði Teit Örlygsson. Þá var hún svo hljóðandi:
Þurfa Valsmenn að ná sér í Kana til að vinna titil? Ef já, hvernig týpu?
„Ég veit það ekki, ég var byrjaður að hugsa svarið áður,“ sagði Teitur og hló. Svar Teits má sjá í spilaranum hér að neðan.
Önnur umræðuefni voru:
- Er komin pressa á Krókinn?
- Getur Njarðvík orðið Íslandsmeistari?
- Hvaða lið falla?
- Hvaða leikmann myndir þú vilja með þú spila með?