Sér eftir að hafa klínt sniglinum á Spán Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2022 13:42 Ekki skal tala um spánarsnigil heldur vargsnigil héðan í frá. Vísir/Getty Erling Ólafsson skordýrafræðingur segist ósáttur með sjálfan sig fyrir að hafa tengt Spán við tegund snigla sem eru Spáni óviðkomandi. Spánarsnigilinn skal nú kalla vargsnigil. Erling ræðir þessa nafngift sína á Facebook-síðunni Heimur smádýranna. Hann segir að tengsl snigilsins við Spán og Íberíuskaga hafi orðið til vegna misskilnings sem leiðréttur var fyrir alllöngu. „Gekk hann undir fræðiheitinu Arion lusitanicus og var kenndur við Íberíuskaga. Fékk snigillinn alþýðuheiti á ýmsum þjóðtungum í samræmi við meintan uppruna, sbr. Spanish slug og spansk skogssnigel. Síðar komu mistök í ljós. Tegundin reyndist önnur en fyrst var talið og var þá fræðiheiti réttrar tegundar tekið upp, Arion vulgaris (vulgaris merkir hinn algengi),“ skrifar Erling. Hann segir snigilinn jú finnast á Spáni, en einnig víðar um Suður-Evrópu. Því sé ósanngjarnt að kenna „alræmda kvikindið“ eingöngu við Spán. Þegar Erling frétti af misskilningnum varð hann afar ósáttur með að hafa á sínum tíma hermt eftir nágrannaþjóðum og kennt snigilinn við Spán. Þá fór hann að huga að nýju heiti en það að úrelta heitið hafi fest sig í sessi í málinu aftraði hann frá því að viðra tillöguna. „Læt ég nú slag standa, framvegis mun ég nota heitið vargsnigill í umfjöllunum mínum. Hvernig því verður tekið er undir hverjum og einum komið. Vargsnigill þykir mér hæfa lífsháttunum,“ skrifar Erling. Vargsnigillinn, áður spánarsnigillinn, er alæta sem étur nánast allt sem verður á vegi hans, svo sem plöntur, hundaskít og aðra snigla. Vargsnigillinn skemmir gróður og sóðar út með slímslóð sinni en útrýmir einnig öðrum sniglum þar sem hann nær fótfestu. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur gengið svo langt að kalla vargsnigilinn óboðinn gráðugan gest. Dýr Skordýr Tengdar fréttir Best að drepa hann með því að skera af honum hausinn Mikilvægt að sporna gegn útbreiðslu Spánarsnigils. 8. júlí 2016 10:15 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Erling ræðir þessa nafngift sína á Facebook-síðunni Heimur smádýranna. Hann segir að tengsl snigilsins við Spán og Íberíuskaga hafi orðið til vegna misskilnings sem leiðréttur var fyrir alllöngu. „Gekk hann undir fræðiheitinu Arion lusitanicus og var kenndur við Íberíuskaga. Fékk snigillinn alþýðuheiti á ýmsum þjóðtungum í samræmi við meintan uppruna, sbr. Spanish slug og spansk skogssnigel. Síðar komu mistök í ljós. Tegundin reyndist önnur en fyrst var talið og var þá fræðiheiti réttrar tegundar tekið upp, Arion vulgaris (vulgaris merkir hinn algengi),“ skrifar Erling. Hann segir snigilinn jú finnast á Spáni, en einnig víðar um Suður-Evrópu. Því sé ósanngjarnt að kenna „alræmda kvikindið“ eingöngu við Spán. Þegar Erling frétti af misskilningnum varð hann afar ósáttur með að hafa á sínum tíma hermt eftir nágrannaþjóðum og kennt snigilinn við Spán. Þá fór hann að huga að nýju heiti en það að úrelta heitið hafi fest sig í sessi í málinu aftraði hann frá því að viðra tillöguna. „Læt ég nú slag standa, framvegis mun ég nota heitið vargsnigill í umfjöllunum mínum. Hvernig því verður tekið er undir hverjum og einum komið. Vargsnigill þykir mér hæfa lífsháttunum,“ skrifar Erling. Vargsnigillinn, áður spánarsnigillinn, er alæta sem étur nánast allt sem verður á vegi hans, svo sem plöntur, hundaskít og aðra snigla. Vargsnigillinn skemmir gróður og sóðar út með slímslóð sinni en útrýmir einnig öðrum sniglum þar sem hann nær fótfestu. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur gengið svo langt að kalla vargsnigilinn óboðinn gráðugan gest.
Dýr Skordýr Tengdar fréttir Best að drepa hann með því að skera af honum hausinn Mikilvægt að sporna gegn útbreiðslu Spánarsnigils. 8. júlí 2016 10:15 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Best að drepa hann með því að skera af honum hausinn Mikilvægt að sporna gegn útbreiðslu Spánarsnigils. 8. júlí 2016 10:15