Vonast eftir góðum gjöfum í tilefni af 50 ára afmæli flokksins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. október 2022 14:30 Erna Ómarsdóttir er listdansstjóri Íslenska dansflokksins. Saga Sig Íslenski dansflokkurinn fagnar 50 ára afmæli sínu í apríl á næsta ári og það má með sanni segja að það sé viðburðaríkur dansvetur framundan. Blaðamaður tók púlsinn á Ernu Ómarsdóttur, listdansstjóra flokksins, og fékk smá innsýn í danslífið í dag. Fjölbreytni ræður ríkjum í dagskrá vetrarins og má þar meðal annars nefna sýningarnar Ball eftir Alexander Roberts og Ásrúnu Magnúsdóttur og Geigengest eftir Gígju Jónsdóttir & Pétur Eggertsson, sem frumsýnd verður 11. nóvember næstkomandi. Hér má finna nánari upplýsingar um dagskrána. Úr verkinu Geigengeist sem verður frumsýnt 11. nóvember.Anna Maggý Hvað myndirðu segja að einkenni dansárið í vetur? Það sem einkennir það er sagan á bak við flokkinn og hvað það þýðir að eiga afmæli, sem stofnun. Hvernig eldist og þroskast stofnun til dæmis í samanburði við manneskjuna? Hvað þýðir það fyrir líkamana og fólkið sem eru í stofnuninni að eldast? Þá koma eðlilega til manns hugmyndir um umbreytingar, endurvinnslu, endurnýtingu, ýmis konar breytingaskeið og hvernig tíminn sér um að breyta hlutum lötur hægt eða allt of hratt. Sýningin Ball snýst meðal annars um upplifun fólks á að dansa saman.Hörður Sveinsson Einnig hvernig tíminn virðist stundum standa í stað en svo líka hringrásin og svona áþreifanlegir umbreytingartímar eins og eru að eiga sér stað núna í umhverfinu með loftslagsbreytingum. Auk þess eru það umbreytingar sem kvenlíkaminn upplifir svo ansi oft þegar getnaður á sér stað. Fæðing barns, frjósemi og rotnun, hringrás náttúrunnar, hringrásin í dansi. Allt fer í hringi, allt er dans, hormóna dans eða efnaskiptadans. Sumt virðist ferðast línulaga og virðist bara ferðast áfram í eina átt en annað fer í hringi. Hvað gerist þegar techno tónlist, barokkbúningar, fiðlur og hugleiðsla koma saman og endurtaka sig en þó í nýrri mynd? View this post on Instagram A post shared by Iceland Dance Company (@icelanddancecompany) Sérðu breytingu á dansheiminum hérlendis eftir Covid? Hefur faraldurinn haft áhrif á danssköpunina? Já, það má segja það, sum verkefnin fengu lengri tíma til að gerjast og meltast og dafna og ganga í gegnum öll höftin sem Covid bauð upp á. Það hafði bein og óbein áhrif á verkefnin sjálf en líka á okkur sem danslistafólk og listafólk. Alls konar hlutir komu upp, eins og óvissan og nándin. Við lærðum að meta hluti á annan máta og finna nýjar öðruvísi leiðir til að halda áfram að dansa og skapa í skrítnum aðstæðum. Það var lærdómsríkt. Svo var svo ótrúlega mikils virði og gaman og fallegt að geta safnað í sarpinn og sýnt margar ólíkar sýningar á stuttum tíma að geta confront-að áhorfendur með ólíkum hlutum. Að fá að deila þessari uppsöfnuðu dansorku og sköpunarkrafti með áhorfendum var rosa mikil hátíð. Fyrir okkur en líka fyrir áhorfendur. Við vöndumst því líka að fá að dansa og finna sköpunargleðinni og dansinum pláss heima hjá okkur og úti undir berum himni. Að dansa við tré og ljósastaura og alls konar. Við eigum því mikið inni, því margar af sýningunum áttu inni meiri líftíma. Við erum enn þá að sýna og vinna þær sýningar sem áttu að vera og vinna úr þeim óteljandi flækjum sem upp komu. Þótt margt virðist vera að komast í eðlilegt far þá er maður smá traumatized líka. View this post on Instagram A post shared by Iceland Dance Company (@icelanddancecompany) Næstkomandi apríl fagnar Íslenski Dansflokkurinn 50 árum með afmælishátíð, geturðu sagt mér frá því? Sagan, saga dansflokksins og dansins á íslandi, fortíð, núið og framtíð er áberandi. Spurningar sem kvikna eru hvar erum við núna og hvert erum við að fara, hvernig byrjaði þetta allt saman, hvernig þróaðist stofnunin og er það sem hún er í dag og enn og aftur hvað það þýðir að eiga afmæli sem stofnun? Hvað þýðir það fyrir fólkið sem gerði stofnunina að því sem hún nú er? View this post on Instagram A post shared by Iceland Dance Company (@icelanddancecompany) Eftir að hafa dansað, skapað, komið saman og látið úr verða, þá koma eðlilega til manns aftur hugmyndir um umbreytingar og hvernig hlutir breytast og þróast eða og fara í hringi. Þær koma aftur en í annarri mynd eða allt öðru ljósi. Þannig að þá erum við auðvitað líka að skoða hvaða áhrif tíðarandinn er að hafa á dansinn og listsköpun og svo öfugt, sem er allt saman mjög áhugavert. Við ætlum svo auðvitað að fagna afmælinu og bjóða í veislu og erum að vonast eftir góðum gjöfum, eins og til dæmis betri aðstöðu, að geta stækkað þannig að fleiri dansstöður verði til og svo framvegis. Dans Menning Leikhús Tengdar fréttir Ólíkir dansarar frá tólf ára upp í áttrætt sameinast í einu dansverki Danshöfundarnir Alexander Roberts og Ásrún Magnúsdóttir frumsýna sýninguna Ball næstkomandi föstudag, 6. maí, fyrir Íslenska dansflokkinn og níu gesta dansara. Sýningin fer fram á Nýja sviði í Borgarleikhúsinu. Þar sameinast dansarar á öllum aldri með gjörólíkan bakgrunn og er dansgleðin í forgrunni. Blaðamaður hafði samband við Alexander og Ásrúnu og fékk að heyra nánar frá sýningunni. 2. maí 2022 20:01 „Samfélagsleg tabú virðast ekki eiga við í þessari sköpun“ Íslenski dansflokkurinn frumsýndi um helgina verkið Rhythm of Poison. 3. mars 2020 09:30 Erna og Halla tilnefndar til FAUST-verðlauna Danshöfundarnir Erna Ómarsdóttir og Halla Ólafsdóttir hafa verið tilnefndar til FAUST-verðlaunna í flokknum danshöfundar ársins. 12. september 2019 19:30 Heimsfrumsýning á íslenska dans- og tónverkinu Aiõn Dans- og tónverkið Aiõn eftir Ernu Ómarsdóttur danshöfund og Önnu Thorvaldsdóttur tónskáld verður heimsfrumsýnt á Point-tónlistarhátíðinni í Gautaborg á morgun, 24. maí. 23. maí 2019 08:00 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Fjölbreytni ræður ríkjum í dagskrá vetrarins og má þar meðal annars nefna sýningarnar Ball eftir Alexander Roberts og Ásrúnu Magnúsdóttur og Geigengest eftir Gígju Jónsdóttir & Pétur Eggertsson, sem frumsýnd verður 11. nóvember næstkomandi. Hér má finna nánari upplýsingar um dagskrána. Úr verkinu Geigengeist sem verður frumsýnt 11. nóvember.Anna Maggý Hvað myndirðu segja að einkenni dansárið í vetur? Það sem einkennir það er sagan á bak við flokkinn og hvað það þýðir að eiga afmæli, sem stofnun. Hvernig eldist og þroskast stofnun til dæmis í samanburði við manneskjuna? Hvað þýðir það fyrir líkamana og fólkið sem eru í stofnuninni að eldast? Þá koma eðlilega til manns hugmyndir um umbreytingar, endurvinnslu, endurnýtingu, ýmis konar breytingaskeið og hvernig tíminn sér um að breyta hlutum lötur hægt eða allt of hratt. Sýningin Ball snýst meðal annars um upplifun fólks á að dansa saman.Hörður Sveinsson Einnig hvernig tíminn virðist stundum standa í stað en svo líka hringrásin og svona áþreifanlegir umbreytingartímar eins og eru að eiga sér stað núna í umhverfinu með loftslagsbreytingum. Auk þess eru það umbreytingar sem kvenlíkaminn upplifir svo ansi oft þegar getnaður á sér stað. Fæðing barns, frjósemi og rotnun, hringrás náttúrunnar, hringrásin í dansi. Allt fer í hringi, allt er dans, hormóna dans eða efnaskiptadans. Sumt virðist ferðast línulaga og virðist bara ferðast áfram í eina átt en annað fer í hringi. Hvað gerist þegar techno tónlist, barokkbúningar, fiðlur og hugleiðsla koma saman og endurtaka sig en þó í nýrri mynd? View this post on Instagram A post shared by Iceland Dance Company (@icelanddancecompany) Sérðu breytingu á dansheiminum hérlendis eftir Covid? Hefur faraldurinn haft áhrif á danssköpunina? Já, það má segja það, sum verkefnin fengu lengri tíma til að gerjast og meltast og dafna og ganga í gegnum öll höftin sem Covid bauð upp á. Það hafði bein og óbein áhrif á verkefnin sjálf en líka á okkur sem danslistafólk og listafólk. Alls konar hlutir komu upp, eins og óvissan og nándin. Við lærðum að meta hluti á annan máta og finna nýjar öðruvísi leiðir til að halda áfram að dansa og skapa í skrítnum aðstæðum. Það var lærdómsríkt. Svo var svo ótrúlega mikils virði og gaman og fallegt að geta safnað í sarpinn og sýnt margar ólíkar sýningar á stuttum tíma að geta confront-að áhorfendur með ólíkum hlutum. Að fá að deila þessari uppsöfnuðu dansorku og sköpunarkrafti með áhorfendum var rosa mikil hátíð. Fyrir okkur en líka fyrir áhorfendur. Við vöndumst því líka að fá að dansa og finna sköpunargleðinni og dansinum pláss heima hjá okkur og úti undir berum himni. Að dansa við tré og ljósastaura og alls konar. Við eigum því mikið inni, því margar af sýningunum áttu inni meiri líftíma. Við erum enn þá að sýna og vinna þær sýningar sem áttu að vera og vinna úr þeim óteljandi flækjum sem upp komu. Þótt margt virðist vera að komast í eðlilegt far þá er maður smá traumatized líka. View this post on Instagram A post shared by Iceland Dance Company (@icelanddancecompany) Næstkomandi apríl fagnar Íslenski Dansflokkurinn 50 árum með afmælishátíð, geturðu sagt mér frá því? Sagan, saga dansflokksins og dansins á íslandi, fortíð, núið og framtíð er áberandi. Spurningar sem kvikna eru hvar erum við núna og hvert erum við að fara, hvernig byrjaði þetta allt saman, hvernig þróaðist stofnunin og er það sem hún er í dag og enn og aftur hvað það þýðir að eiga afmæli sem stofnun? Hvað þýðir það fyrir fólkið sem gerði stofnunina að því sem hún nú er? View this post on Instagram A post shared by Iceland Dance Company (@icelanddancecompany) Eftir að hafa dansað, skapað, komið saman og látið úr verða, þá koma eðlilega til manns aftur hugmyndir um umbreytingar og hvernig hlutir breytast og þróast eða og fara í hringi. Þær koma aftur en í annarri mynd eða allt öðru ljósi. Þannig að þá erum við auðvitað líka að skoða hvaða áhrif tíðarandinn er að hafa á dansinn og listsköpun og svo öfugt, sem er allt saman mjög áhugavert. Við ætlum svo auðvitað að fagna afmælinu og bjóða í veislu og erum að vonast eftir góðum gjöfum, eins og til dæmis betri aðstöðu, að geta stækkað þannig að fleiri dansstöður verði til og svo framvegis.
Dans Menning Leikhús Tengdar fréttir Ólíkir dansarar frá tólf ára upp í áttrætt sameinast í einu dansverki Danshöfundarnir Alexander Roberts og Ásrún Magnúsdóttir frumsýna sýninguna Ball næstkomandi föstudag, 6. maí, fyrir Íslenska dansflokkinn og níu gesta dansara. Sýningin fer fram á Nýja sviði í Borgarleikhúsinu. Þar sameinast dansarar á öllum aldri með gjörólíkan bakgrunn og er dansgleðin í forgrunni. Blaðamaður hafði samband við Alexander og Ásrúnu og fékk að heyra nánar frá sýningunni. 2. maí 2022 20:01 „Samfélagsleg tabú virðast ekki eiga við í þessari sköpun“ Íslenski dansflokkurinn frumsýndi um helgina verkið Rhythm of Poison. 3. mars 2020 09:30 Erna og Halla tilnefndar til FAUST-verðlauna Danshöfundarnir Erna Ómarsdóttir og Halla Ólafsdóttir hafa verið tilnefndar til FAUST-verðlaunna í flokknum danshöfundar ársins. 12. september 2019 19:30 Heimsfrumsýning á íslenska dans- og tónverkinu Aiõn Dans- og tónverkið Aiõn eftir Ernu Ómarsdóttur danshöfund og Önnu Thorvaldsdóttur tónskáld verður heimsfrumsýnt á Point-tónlistarhátíðinni í Gautaborg á morgun, 24. maí. 23. maí 2019 08:00 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Ólíkir dansarar frá tólf ára upp í áttrætt sameinast í einu dansverki Danshöfundarnir Alexander Roberts og Ásrún Magnúsdóttir frumsýna sýninguna Ball næstkomandi föstudag, 6. maí, fyrir Íslenska dansflokkinn og níu gesta dansara. Sýningin fer fram á Nýja sviði í Borgarleikhúsinu. Þar sameinast dansarar á öllum aldri með gjörólíkan bakgrunn og er dansgleðin í forgrunni. Blaðamaður hafði samband við Alexander og Ásrúnu og fékk að heyra nánar frá sýningunni. 2. maí 2022 20:01
„Samfélagsleg tabú virðast ekki eiga við í þessari sköpun“ Íslenski dansflokkurinn frumsýndi um helgina verkið Rhythm of Poison. 3. mars 2020 09:30
Erna og Halla tilnefndar til FAUST-verðlauna Danshöfundarnir Erna Ómarsdóttir og Halla Ólafsdóttir hafa verið tilnefndar til FAUST-verðlaunna í flokknum danshöfundar ársins. 12. september 2019 19:30
Heimsfrumsýning á íslenska dans- og tónverkinu Aiõn Dans- og tónverkið Aiõn eftir Ernu Ómarsdóttur danshöfund og Önnu Thorvaldsdóttur tónskáld verður heimsfrumsýnt á Point-tónlistarhátíðinni í Gautaborg á morgun, 24. maí. 23. maí 2019 08:00