María aftur með eftir versta símtal ævinnar Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2022 17:31 María Þórisdóttir lék með Noregi á EM í sumar en olli vonbrigðum líkt og allt norska liðið. Getty/Christopher Lee María Þórisdóttir er komin aftur inn í norska landsliðið í fótbolta eftir að hafa ekki verið valin í fyrstu landsleikina undir stjórn nýja þjálfarans Hege Riise, sem tók við liðinu eftir vonbrigðin á EM í sumar. María fór ekki leynt með vonbrigði sín eftir að Riise valdi hana ekki í landsliðið í haust. „Það er ekkert launungarmál að þetta er versta símtal sem ég hef átt,“ sagði María á þeim tíma við TV 2 og bætti við: „Ég er ótrúlega svekkt og þetta er afskaplega sárt. Það hefur ofboðslega mikla þýðingu fyrir mig að spila fyrir Noreg og ég vil meina að ég hafi eitthvað fram að færa fyrir landsliðið.“ Riise er greinilega sammála því að María hafi eitthvað fram að færa því María og Emilie Haavi koma nú inn í norska hópinn og verða með á Spáni í nóvember. Þar mætir Noregur Frakklandi og Noregi í vináttulandsleikjum, til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið næsta sumar. „Hún [María] hefur spilað síðustu leiki fyrir Manchester United. Haavi hefur skilað sínu fyrir Roma um nokkurt skeið,“ sagði Riise þegar hún útskýrði valið sitt. María hefur verið í byrjunarliði United í síðustu þremur leikjum og liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki. María var ekki valin í leiki gegn Belgíu og Albaníu í undankeppni HM í byrjun september, né heldur í vináttulandsleikina við Brasilíu og Holland í október, þegar Noregur tapaði 4-1 gegn Brasilíu en vann góðan sigur gegn Hollandi, 2-0. Fyrirliðinn Maren Mjelde, Ada Hegerberg og Caroline Graham Hansen eru ekki í norska hópnum en þær glíma allar við meiðsli auk þess sem Hansen hefur tekið sér hlé frá landsliðinu vegna hjartavandamála. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira
María fór ekki leynt með vonbrigði sín eftir að Riise valdi hana ekki í landsliðið í haust. „Það er ekkert launungarmál að þetta er versta símtal sem ég hef átt,“ sagði María á þeim tíma við TV 2 og bætti við: „Ég er ótrúlega svekkt og þetta er afskaplega sárt. Það hefur ofboðslega mikla þýðingu fyrir mig að spila fyrir Noreg og ég vil meina að ég hafi eitthvað fram að færa fyrir landsliðið.“ Riise er greinilega sammála því að María hafi eitthvað fram að færa því María og Emilie Haavi koma nú inn í norska hópinn og verða með á Spáni í nóvember. Þar mætir Noregur Frakklandi og Noregi í vináttulandsleikjum, til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið næsta sumar. „Hún [María] hefur spilað síðustu leiki fyrir Manchester United. Haavi hefur skilað sínu fyrir Roma um nokkurt skeið,“ sagði Riise þegar hún útskýrði valið sitt. María hefur verið í byrjunarliði United í síðustu þremur leikjum og liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki. María var ekki valin í leiki gegn Belgíu og Albaníu í undankeppni HM í byrjun september, né heldur í vináttulandsleikina við Brasilíu og Holland í október, þegar Noregur tapaði 4-1 gegn Brasilíu en vann góðan sigur gegn Hollandi, 2-0. Fyrirliðinn Maren Mjelde, Ada Hegerberg og Caroline Graham Hansen eru ekki í norska hópnum en þær glíma allar við meiðsli auk þess sem Hansen hefur tekið sér hlé frá landsliðinu vegna hjartavandamála.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira