Færeyingar eiga líkt og Grænlendingar tvo fulltrúa á danska þinginu þar sem alls sitja 179 þingmenn.
Í frétt DR er í dag fjallað sérstaklega um þá staðreynd að frá árinu 1953 hafi Færeyingar hafi einungis einu sinni kosið konu til setu til danska þingsins, árið 2001. Skoðanakannanir benda til að líklegt þyki að tveir karlmenn verði kosnir að þessu sinni.
Hallbera West, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskólann í Færeyjum, segir að sama mynstur sé í kosningum til þingsins í Færeyjum. Þar séu einungis 24 prósent þingmanna konur. Hæst hafi hlutfallið farið í 30 prósent, en að það hafði síðast farið niður í 24 prósent.
Sé litið til þeirra sex flokka sem bjóði fram til danska þingsins í Færeyjum eru 24 frambjóðendur konur og 36 karlar. Á lista Fólkaflokksins, sem er stærsti flokkurinn á færeyska þinginu, eru átta karlar og einugis ein kona.
Skoðanakannanir benda til að Sambandsflokkurinn og Jafnaðarmannaflokkurinn séu líklegastir til að hreppa sitt hvort sætið til danska þingsins í kosningunum í dag.