Anníe Mist frábær á Rogue en „hefur ekki hugmynd“ hvað hún gerir á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2022 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir fagnar á verðlaunapallinum á Rogue Invitational mótinu í Texas í gær. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir keppti aftur sem einstaklingur á Rogue Invitational stórmótinu um helgina og sýndi frábæra frammistöðu sem skilaði henni á verðlaunapallinn. Anníe Mist keppti í liðakeppni á heimsleikunum í ár en fékk boð um að koma á Rogue Invitational sem fór fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Anníe sýndi heldur betur að hún er enn í hópi þeirra bestu í CrossFit heiminum og þótt að hún hafi ekki ráðið við hina frábæru Lauru Horvath frá Ungverjalandi þá tók hún silfurverðlaunin með sannfærandi hætti. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þetta er annað árið í röð sem Anníe nær silfurverðlaunum á þessu móti en bæði mótin komu eftir að hún eignaðist dóttur sína sem er rétt rúmlega tveggja ára. Laura Horvath endaði með 760 stig og 55 stigum meira en Anníe Mist. Okkar kona fékk 705 stig og var því 36 stigum á undan þeim Emmu Lawson og Ellie Turner sem urðu í þriðja og fjórða sæti. Horvath vann meðal annars fjórar greinar í röð og var komin með öruggt forskot eftir það. Youtube Anníe var inn á topp tíu í níu af tíu greinum mótsins og enn fremur sjö sinnum meðal sjö hæstu. Anníe náði ekki að vinna grein en endaði einu sinni í öðru sæti. Björgvin Karl Guðmundsson tók þátt í karlakeppninni og endaði í sjötta sæti. Hann endaði með 620 stig, 70 stigum frá fimmta sætinu (Roman Khrennikov) og 115 stigum á eftir Justin Medeiros sem vann mótið. Medeiros endaði með fimmtán stigum meira en Chandler Smith og þriðji var síðan Jeffrey Adler. Anníe Mist var spurð um framhaldið hjá sér milli greina á mótinu en vildi ekki gefa neitt upp. „Ég hef ekki hugmynd um það hvað ég ætla að gera á næsta ári, hvort ég keppi sem einstaklingur eða í liðakeppninni aftur. Ég hef ekkert ákveðið enn þá. Ég get sagt að ég naut þess að keppa með liðinu mínu en núna var liðið heilt ár síðan ég keppti sem einstaklingur eða síðan var hér síðast á Rogue Invitational. Ég var svo spennt fyrir því að keppa aftur,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í viðtali eftir áttundu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Anníe Mist keppti í liðakeppni á heimsleikunum í ár en fékk boð um að koma á Rogue Invitational sem fór fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Anníe sýndi heldur betur að hún er enn í hópi þeirra bestu í CrossFit heiminum og þótt að hún hafi ekki ráðið við hina frábæru Lauru Horvath frá Ungverjalandi þá tók hún silfurverðlaunin með sannfærandi hætti. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þetta er annað árið í röð sem Anníe nær silfurverðlaunum á þessu móti en bæði mótin komu eftir að hún eignaðist dóttur sína sem er rétt rúmlega tveggja ára. Laura Horvath endaði með 760 stig og 55 stigum meira en Anníe Mist. Okkar kona fékk 705 stig og var því 36 stigum á undan þeim Emmu Lawson og Ellie Turner sem urðu í þriðja og fjórða sæti. Horvath vann meðal annars fjórar greinar í röð og var komin með öruggt forskot eftir það. Youtube Anníe var inn á topp tíu í níu af tíu greinum mótsins og enn fremur sjö sinnum meðal sjö hæstu. Anníe náði ekki að vinna grein en endaði einu sinni í öðru sæti. Björgvin Karl Guðmundsson tók þátt í karlakeppninni og endaði í sjötta sæti. Hann endaði með 620 stig, 70 stigum frá fimmta sætinu (Roman Khrennikov) og 115 stigum á eftir Justin Medeiros sem vann mótið. Medeiros endaði með fimmtán stigum meira en Chandler Smith og þriðji var síðan Jeffrey Adler. Anníe Mist var spurð um framhaldið hjá sér milli greina á mótinu en vildi ekki gefa neitt upp. „Ég hef ekki hugmynd um það hvað ég ætla að gera á næsta ári, hvort ég keppi sem einstaklingur eða í liðakeppninni aftur. Ég hef ekkert ákveðið enn þá. Ég get sagt að ég naut þess að keppa með liðinu mínu en núna var liðið heilt ár síðan ég keppti sem einstaklingur eða síðan var hér síðast á Rogue Invitational. Ég var svo spennt fyrir því að keppa aftur,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í viðtali eftir áttundu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira