Anníe Mist frábær á Rogue en „hefur ekki hugmynd“ hvað hún gerir á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2022 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir fagnar á verðlaunapallinum á Rogue Invitational mótinu í Texas í gær. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir keppti aftur sem einstaklingur á Rogue Invitational stórmótinu um helgina og sýndi frábæra frammistöðu sem skilaði henni á verðlaunapallinn. Anníe Mist keppti í liðakeppni á heimsleikunum í ár en fékk boð um að koma á Rogue Invitational sem fór fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Anníe sýndi heldur betur að hún er enn í hópi þeirra bestu í CrossFit heiminum og þótt að hún hafi ekki ráðið við hina frábæru Lauru Horvath frá Ungverjalandi þá tók hún silfurverðlaunin með sannfærandi hætti. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þetta er annað árið í röð sem Anníe nær silfurverðlaunum á þessu móti en bæði mótin komu eftir að hún eignaðist dóttur sína sem er rétt rúmlega tveggja ára. Laura Horvath endaði með 760 stig og 55 stigum meira en Anníe Mist. Okkar kona fékk 705 stig og var því 36 stigum á undan þeim Emmu Lawson og Ellie Turner sem urðu í þriðja og fjórða sæti. Horvath vann meðal annars fjórar greinar í röð og var komin með öruggt forskot eftir það. Youtube Anníe var inn á topp tíu í níu af tíu greinum mótsins og enn fremur sjö sinnum meðal sjö hæstu. Anníe náði ekki að vinna grein en endaði einu sinni í öðru sæti. Björgvin Karl Guðmundsson tók þátt í karlakeppninni og endaði í sjötta sæti. Hann endaði með 620 stig, 70 stigum frá fimmta sætinu (Roman Khrennikov) og 115 stigum á eftir Justin Medeiros sem vann mótið. Medeiros endaði með fimmtán stigum meira en Chandler Smith og þriðji var síðan Jeffrey Adler. Anníe Mist var spurð um framhaldið hjá sér milli greina á mótinu en vildi ekki gefa neitt upp. „Ég hef ekki hugmynd um það hvað ég ætla að gera á næsta ári, hvort ég keppi sem einstaklingur eða í liðakeppninni aftur. Ég hef ekkert ákveðið enn þá. Ég get sagt að ég naut þess að keppa með liðinu mínu en núna var liðið heilt ár síðan ég keppti sem einstaklingur eða síðan var hér síðast á Rogue Invitational. Ég var svo spennt fyrir því að keppa aftur,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í viðtali eftir áttundu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira
Anníe Mist keppti í liðakeppni á heimsleikunum í ár en fékk boð um að koma á Rogue Invitational sem fór fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Anníe sýndi heldur betur að hún er enn í hópi þeirra bestu í CrossFit heiminum og þótt að hún hafi ekki ráðið við hina frábæru Lauru Horvath frá Ungverjalandi þá tók hún silfurverðlaunin með sannfærandi hætti. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þetta er annað árið í röð sem Anníe nær silfurverðlaunum á þessu móti en bæði mótin komu eftir að hún eignaðist dóttur sína sem er rétt rúmlega tveggja ára. Laura Horvath endaði með 760 stig og 55 stigum meira en Anníe Mist. Okkar kona fékk 705 stig og var því 36 stigum á undan þeim Emmu Lawson og Ellie Turner sem urðu í þriðja og fjórða sæti. Horvath vann meðal annars fjórar greinar í röð og var komin með öruggt forskot eftir það. Youtube Anníe var inn á topp tíu í níu af tíu greinum mótsins og enn fremur sjö sinnum meðal sjö hæstu. Anníe náði ekki að vinna grein en endaði einu sinni í öðru sæti. Björgvin Karl Guðmundsson tók þátt í karlakeppninni og endaði í sjötta sæti. Hann endaði með 620 stig, 70 stigum frá fimmta sætinu (Roman Khrennikov) og 115 stigum á eftir Justin Medeiros sem vann mótið. Medeiros endaði með fimmtán stigum meira en Chandler Smith og þriðji var síðan Jeffrey Adler. Anníe Mist var spurð um framhaldið hjá sér milli greina á mótinu en vildi ekki gefa neitt upp. „Ég hef ekki hugmynd um það hvað ég ætla að gera á næsta ári, hvort ég keppi sem einstaklingur eða í liðakeppninni aftur. Ég hef ekkert ákveðið enn þá. Ég get sagt að ég naut þess að keppa með liðinu mínu en núna var liðið heilt ár síðan ég keppti sem einstaklingur eða síðan var hér síðast á Rogue Invitational. Ég var svo spennt fyrir því að keppa aftur,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í viðtali eftir áttundu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira