Dauðhrædd um börnin sín á Háaleitisbraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2022 21:01 Litlu mátti muna að illa færi á dögunum þegar þetta barn fór yfir Háaleitisbraut skammt frá Efstaleiti. Þar, á milli tveggja strætóskýla, virðist gert ráð fyrir að vegfarendur þveri götuna - og þeir gera það óspart. Göngu- og hjólastígar liggja upp að götunni og stígur er lagður yfir umferðareyjuna á milli. En ökumenn aka afar hratt þarna um, eins og sést í spilaranum hér fyrir neðan. Móðir í Háaleitishverfi segir umferðaröryggismálum við Háaleitisbraut alvarlega ábótavant. Hún þorir ekki að senda barn sitt eitt yfir götuna og kallar eftir heildarendurskoðun á gatnamótum. Litlu mátti muna að illa færi þegar barn hjólaði yfir götuna á dögunum. Háaleitisbrautin sker heilt skólahverfi í tvennt. Rétt austan megin götuna er Hvassaleitisskóli og leikskólinn Austurborg er steinsnar frá, vestan megin. Mikil umferð barna er því um götuna. Eva Kristín Dal, móðir barna í báðum skólum, hefur þungar áhyggjur af; einkum á gatnamótunum við Austurver. „Það eru engin ljós þar sem gangandi vegfarendum er algjörlega veittur forgangur. Það er alltaf hætta á því að beygjuumferðin komi og einhvern veginn með þessi birtuskilyrði sem eru hérna, þetta er bara alltof hár hraði og margir sem keyra alltof hratt. Það er hálfgerð blindhæð hérna þegar þú kemur frá Bústaðaveginum,“ segir Eva. Ögn neðar í götunni við Efstaleiti er einnig mikil umferð gangandi vegfarenda. Þar virðist gert ráð fyrir hálfgerðu gangbrautarígildi á milli tveggja strætóskýla; hjóla- og göngustígar liggja þar að götunni báðum megin og göngustígur er einnig á staðnum yfir umferðareyjuna. En ökumenn virðast ítrekað virða þetta að vettugi og hætta getur skapast, eins og sést á myndefninu sem fylgir fréttinni hér fyrir ofan. Til dæmis mátti litlu muna að illa færi á dögunum þegar barn hjólaði yfir götuna á þessum sama stað. Atvikið er einnig sýnt í fréttinni. Eva Kristín Dal, móðir í Háaleitishverfi, vill stórbæta umferðaröryggi við Háaleitisbraut.Skjáskot „Svo hafa ýmsir bent á að kannski væru undirgöng málið. En ég vil bara taka öll þessi gatnamót á Háaleitisbrautinni til gagngerrar endurskoðunar,“ segir Eva. Ertu hrædd um þín börn hérna? „Mjög hrædd. Minn sjö ára fær ekki að fara einn yfir og ég veit ekki alveg hvenær ég mun treysta ökumönnum til að taka tillit til hans.“ Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. 27. október 2022 16:31 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Háaleitisbrautin sker heilt skólahverfi í tvennt. Rétt austan megin götuna er Hvassaleitisskóli og leikskólinn Austurborg er steinsnar frá, vestan megin. Mikil umferð barna er því um götuna. Eva Kristín Dal, móðir barna í báðum skólum, hefur þungar áhyggjur af; einkum á gatnamótunum við Austurver. „Það eru engin ljós þar sem gangandi vegfarendum er algjörlega veittur forgangur. Það er alltaf hætta á því að beygjuumferðin komi og einhvern veginn með þessi birtuskilyrði sem eru hérna, þetta er bara alltof hár hraði og margir sem keyra alltof hratt. Það er hálfgerð blindhæð hérna þegar þú kemur frá Bústaðaveginum,“ segir Eva. Ögn neðar í götunni við Efstaleiti er einnig mikil umferð gangandi vegfarenda. Þar virðist gert ráð fyrir hálfgerðu gangbrautarígildi á milli tveggja strætóskýla; hjóla- og göngustígar liggja þar að götunni báðum megin og göngustígur er einnig á staðnum yfir umferðareyjuna. En ökumenn virðast ítrekað virða þetta að vettugi og hætta getur skapast, eins og sést á myndefninu sem fylgir fréttinni hér fyrir ofan. Til dæmis mátti litlu muna að illa færi á dögunum þegar barn hjólaði yfir götuna á þessum sama stað. Atvikið er einnig sýnt í fréttinni. Eva Kristín Dal, móðir í Háaleitishverfi, vill stórbæta umferðaröryggi við Háaleitisbraut.Skjáskot „Svo hafa ýmsir bent á að kannski væru undirgöng málið. En ég vil bara taka öll þessi gatnamót á Háaleitisbrautinni til gagngerrar endurskoðunar,“ segir Eva. Ertu hrædd um þín börn hérna? „Mjög hrædd. Minn sjö ára fær ekki að fara einn yfir og ég veit ekki alveg hvenær ég mun treysta ökumönnum til að taka tillit til hans.“
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. 27. október 2022 16:31 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. 27. október 2022 16:31