Við segjum einnig frá harmleiknum í Seúl í Suður-Kóreu en tala látinna og slasaðra hefur farið stöðugt hækkandi. Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir.
Við ræðum einnig við áhyggjufulla móður sem segir umferðaröryggi við Háaleitisbraut alvarlega ábótavant. Myndefni sýnir hættulegar aðstæður sem skapast reglulega þegar vegfarendur þvera götuna. Litlu mátti muna að illa færi þegar barn hjólaði þar yfir á dögunum.
Við ræðum einnig við ferðamenn um Strætó. Þeir höfðu fæstir nýtt sér þjónustuna en þeir sem það höfðu gert voru ósáttir.
Þá fjöllum við um humarveiðibann, sem kemur til með að hafa áhrif á jólamatinn hjá fjölda landsmanna þetta árið. Þeir þurfa að sætta sig við innfluttan humar og kílóið kostar allt að þrjátíu þúsund krónur. Þetta og fleira í kvöldfréttum klukkan 18:30.