Þeir eru sagðir hafa komið höndum yfir skilaboð varðandi viðræður við bandaríki Bretlands.
Hakkararnir eru einnig sagðir hafa komið höndum yfir skilaboð milli Truss og Kwasi Kwarteng, sem var einnig ráðherra. Á þessum tíma var Truss utanríkisráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson en sá er sagður hafa þaggað málið niður.
Yfirvöld í Bretlandi hafa ekki tjáð sig um málið enn, samkvæmt frétt Sky News, að öðru leyti en segja að ríkisstjórnin notist við öflugar tölvuvarnir. Aðrir fjölmiðlar Bretlands hafa ekki getað sannreynt fregnirnar.
Stjórnarandstaða Bretlands hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað og reynist það rétt að síminn hafi verið hakkaður, verði opinberað af hverju og á hvaða grundvelli ekki var sagt frá þessu á sínum tíma.