Innlent

Tilkynnir á morgun hvort hann taki slaginn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson fundaði með fjölmennum hópi stuðningsmanna sinna í Grafarvogi fyrir helgi.
Guðlaugur Þór Þórðarson fundaði með fjölmennum hópi stuðningsmanna sinna í Grafarvogi fyrir helgi. Vísir/ArnarHalldórs

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra mun tilkynna á morgun hvort hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Guðlaugur hefur legið undir feldi frá því hann fundaði með stuðningsmönnum sínum um hugsanlegt formannsframboð gegn Bjarna Benediktssyni fyrir helgi. Sá fyrrnefndi hefur gefið út að það verði einmitt Bjarni sjálfur sem fyrstur fái að vita af framboði, verði af því.

Fyrsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins í fjögur ár vegna faraldursins fer fram frá föstudegi til sunnudags í næstu viku. Bjarni hefur verið formaður flokksins síðan 2009.


Tengdar fréttir

Guðlaugur Þór segir Bjarna fyrstum allra ef hann býður sig fram

Guðlaugur Þór Þórðarson segir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins frétta það fyrstan allra ákveði hann að bjóða sig fram gegn honum á landsfundi í næstu viku. Formaðurinn hlakkar til að leggja árangur flokksins í ríkisstjórn fyrir landsfundarfulltrúa.

Bjarni segir allt forystufólk bera ábyrgð á stöðu Sjálfstæðisflokksins

Guðlaugur Þór Þórðarson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund flokksins í næstu viku enda væri flokkurinn í alvarlegri stöðu fylgislega séð. Bjarni Benediktsson segir fylgi flokksins á ábyrgð allra frambjóðenda sem hver um sig þurfi að horfa á útkomuna í sínu kjördæmi.

Guð­laugur Þór spyrji sig hvernig hafi gengið að afla fylgis

Það er sameiginlegt verkefni allra sjálfstæðismanna að hífa fylgið flokksins upp aftur, ekki bara formannsins, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ráðleggur Guðlaugi Þór Þórðarsyni að líta í eigin barm og spyrja sig hvernig honum hafi gengið að afla flokknum fylgis í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×