Innflæði í hlutabréfasjóði í fyrsta sinn í fimm mánuði
![Mikill órói einkenndi hlutabréfamarkaði í síðasta mánuði og lækkaði Úrvalsvísitalan um tæplega 9 prósent.](https://www.visir.is/i/15D61F759A7D8B341E6DB6C76DAF1E7DFB7E68727441FCC0EBCE3A96183A92B7_713x0.jpg)
Þrátt fyrir að hlutabréfaverð hafi tekið mikla dýfu í liðnum mánuði þá reyndist vera hreint innflæði í innlenda hlutabréfasjóði upp á tæplega hálfan milljarð króna í september. Er þetta í fyrsta sinn frá því í apríl á þessu ári þar sem sala á nýjum hlutdeildarskírteinum í slíka sjóði er meiri en sem innlausnum fjárfesta.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/78EF39416A9C70E92DF524EC75F5AC00EEA52099558A3898A8DABCED7CB997CF_308x200.jpg)
Hægir á innlausnum fjárfesta úr innlendum hlutabréfasjóðum
Fjórða mánuðinn í röð dró lítillega úr innlausnum fjárfesta úr íslenskum hlutabréfasjóðum en stöðugt útflæði hefur verið úr slíkum sjóðum, rétt eins og í öðrum verðbréfasjóðum, samtímis miklum óróa og verðlækkunum á mörkuðum á síðustu mánuðum. Frá því í lok febrúar, þegar innrás Rússa hófst í Úkraínu, nemur nettó útflæði úr verðbréfasjóðum samanlagt um 23 milljörðum.
![](https://www.visir.is/i/76C52D968E160A8CE80067FCFAE02EDBE090787E0507495C15A7708DAEFCEAEB_308x200.jpg)
Innlausnir í hlutabréfasjóðum drifnar áfram af útflæði fjárfesta hjá Akta
Meirihluti stærstu hlutabréfasjóða landsins hafa horft upp á hreint útflæði fjármagns á árinu samhliða því að fjárfestar flýja áhættusamari eignir á tímum þegar óvissa og miklar verðlækkanir hafa einkennt hlutabréfamarkaði. Úttekt Innherja leiðir í ljós að innlausnir á fyrri árshelmingi voru einkum drifnar áfram af sölu hlutabréfafjárfesta hjá stærsta sjóðnum í stýringu Akta.