Svandís segir Íslendinga geta gert betur í dýravelferð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2022 13:01 Svandís óskar eftir svörum frá MAST um framkvæmd á eftirliti með dýravelferð. vísir/vilhelm Matvælaráðherra segir ástæðu til að ætla að Íslendingar geti gert betur í dýravelferð. Hún hefur kallað eftir svörum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. Á liðnu ári hafa nokkur mál komið upp sem hafa vakið upp spurningar um eftirlit Matvælastofnunar með dýravelferð. Nýverið lýstu Samtök um dýravelferð á Íslandi yfir miklum efasemdum um hæfni MAST til að sinna eftirlitinu vegna máls er varðar vanrækslu hrossa í Borgarfirði. Ítrekuð erindi höfðu verið send til stofnunarinnar áður en gripið var til aðgerða. Fyrir rúmri viku voru hrossin tekin af eiganda vegna vanfóðrunar og vanhirðu en við skoðun MAST á þeim tíma kom í ljós að ástand þrettán hrossa var það slæmt að þau voru aflífuð samdægurs. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra óskaði í vikunni eftir upplysingum frá MAST um framkvæmd eftirlitsins. Hún segir gríðarlega mikilvægt að dýravelferðarlöggjöf sé virt. „Og að þau sem eru að halda dýr geri það af virðingu við dýrin og í samræmi við löggjöfina. Þegar ég sé að það er verið að ganga mögulega á svig við þessa löggjöf spyr ég mína eftirlitsstofnun hvernig eftirlitinu sé háttað. Og ekki síst hvernig upplýsingamiðlun til almennings sé háttað á meðan verið er að sinna eftirlitinu,“ segir Svandís um ástæður þess að hún hefur óskað eftir skýringum. Í grein sem formaður Dýraverndarsambandsins skrifaði og birti á Vísi í gær er lýst yfir áhyggjum af fleiri alvarlegum málum sem tengjast búfénaði. Hrossamálið er sagt hafa endað á óviðunandi hátt og sambandið krefst þess að öðrum dýrum verði komið í örugga umsjá á meðan mál þeirra séu til meðferðar. Ríkisendurskoðun hefur að eigin frumkvæði ákveðið að ráðast í úttekt á dýravelferðarmálum í landinu og Svandís segist fagna því. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fá þennan hlutlausa aðila til þess að horfa á þetta eftirlit og þetta utanumhald; lagasetninguna, hvernig framkvæmdin er að eiga sér stað og svo framvegis. Virðing fyrir dýrum er sem betur fer eitthvað sem er vaxandi í umræðunni, að dýrin eigi sjálfstæðan rétt á því að borin sé virðing fyrir þeim og ég hef ástæðu til að ætla að við getum gert betur þarna,“ segir Svandís. Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Sjá meira
Á liðnu ári hafa nokkur mál komið upp sem hafa vakið upp spurningar um eftirlit Matvælastofnunar með dýravelferð. Nýverið lýstu Samtök um dýravelferð á Íslandi yfir miklum efasemdum um hæfni MAST til að sinna eftirlitinu vegna máls er varðar vanrækslu hrossa í Borgarfirði. Ítrekuð erindi höfðu verið send til stofnunarinnar áður en gripið var til aðgerða. Fyrir rúmri viku voru hrossin tekin af eiganda vegna vanfóðrunar og vanhirðu en við skoðun MAST á þeim tíma kom í ljós að ástand þrettán hrossa var það slæmt að þau voru aflífuð samdægurs. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra óskaði í vikunni eftir upplysingum frá MAST um framkvæmd eftirlitsins. Hún segir gríðarlega mikilvægt að dýravelferðarlöggjöf sé virt. „Og að þau sem eru að halda dýr geri það af virðingu við dýrin og í samræmi við löggjöfina. Þegar ég sé að það er verið að ganga mögulega á svig við þessa löggjöf spyr ég mína eftirlitsstofnun hvernig eftirlitinu sé háttað. Og ekki síst hvernig upplýsingamiðlun til almennings sé háttað á meðan verið er að sinna eftirlitinu,“ segir Svandís um ástæður þess að hún hefur óskað eftir skýringum. Í grein sem formaður Dýraverndarsambandsins skrifaði og birti á Vísi í gær er lýst yfir áhyggjum af fleiri alvarlegum málum sem tengjast búfénaði. Hrossamálið er sagt hafa endað á óviðunandi hátt og sambandið krefst þess að öðrum dýrum verði komið í örugga umsjá á meðan mál þeirra séu til meðferðar. Ríkisendurskoðun hefur að eigin frumkvæði ákveðið að ráðast í úttekt á dýravelferðarmálum í landinu og Svandís segist fagna því. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fá þennan hlutlausa aðila til þess að horfa á þetta eftirlit og þetta utanumhald; lagasetninguna, hvernig framkvæmdin er að eiga sér stað og svo framvegis. Virðing fyrir dýrum er sem betur fer eitthvað sem er vaxandi í umræðunni, að dýrin eigi sjálfstæðan rétt á því að borin sé virðing fyrir þeim og ég hef ástæðu til að ætla að við getum gert betur þarna,“ segir Svandís.
Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Sjá meira