Svandís segir Íslendinga geta gert betur í dýravelferð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2022 13:01 Svandís óskar eftir svörum frá MAST um framkvæmd á eftirliti með dýravelferð. vísir/vilhelm Matvælaráðherra segir ástæðu til að ætla að Íslendingar geti gert betur í dýravelferð. Hún hefur kallað eftir svörum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. Á liðnu ári hafa nokkur mál komið upp sem hafa vakið upp spurningar um eftirlit Matvælastofnunar með dýravelferð. Nýverið lýstu Samtök um dýravelferð á Íslandi yfir miklum efasemdum um hæfni MAST til að sinna eftirlitinu vegna máls er varðar vanrækslu hrossa í Borgarfirði. Ítrekuð erindi höfðu verið send til stofnunarinnar áður en gripið var til aðgerða. Fyrir rúmri viku voru hrossin tekin af eiganda vegna vanfóðrunar og vanhirðu en við skoðun MAST á þeim tíma kom í ljós að ástand þrettán hrossa var það slæmt að þau voru aflífuð samdægurs. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra óskaði í vikunni eftir upplysingum frá MAST um framkvæmd eftirlitsins. Hún segir gríðarlega mikilvægt að dýravelferðarlöggjöf sé virt. „Og að þau sem eru að halda dýr geri það af virðingu við dýrin og í samræmi við löggjöfina. Þegar ég sé að það er verið að ganga mögulega á svig við þessa löggjöf spyr ég mína eftirlitsstofnun hvernig eftirlitinu sé háttað. Og ekki síst hvernig upplýsingamiðlun til almennings sé háttað á meðan verið er að sinna eftirlitinu,“ segir Svandís um ástæður þess að hún hefur óskað eftir skýringum. Í grein sem formaður Dýraverndarsambandsins skrifaði og birti á Vísi í gær er lýst yfir áhyggjum af fleiri alvarlegum málum sem tengjast búfénaði. Hrossamálið er sagt hafa endað á óviðunandi hátt og sambandið krefst þess að öðrum dýrum verði komið í örugga umsjá á meðan mál þeirra séu til meðferðar. Ríkisendurskoðun hefur að eigin frumkvæði ákveðið að ráðast í úttekt á dýravelferðarmálum í landinu og Svandís segist fagna því. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fá þennan hlutlausa aðila til þess að horfa á þetta eftirlit og þetta utanumhald; lagasetninguna, hvernig framkvæmdin er að eiga sér stað og svo framvegis. Virðing fyrir dýrum er sem betur fer eitthvað sem er vaxandi í umræðunni, að dýrin eigi sjálfstæðan rétt á því að borin sé virðing fyrir þeim og ég hef ástæðu til að ætla að við getum gert betur þarna,“ segir Svandís. Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Á liðnu ári hafa nokkur mál komið upp sem hafa vakið upp spurningar um eftirlit Matvælastofnunar með dýravelferð. Nýverið lýstu Samtök um dýravelferð á Íslandi yfir miklum efasemdum um hæfni MAST til að sinna eftirlitinu vegna máls er varðar vanrækslu hrossa í Borgarfirði. Ítrekuð erindi höfðu verið send til stofnunarinnar áður en gripið var til aðgerða. Fyrir rúmri viku voru hrossin tekin af eiganda vegna vanfóðrunar og vanhirðu en við skoðun MAST á þeim tíma kom í ljós að ástand þrettán hrossa var það slæmt að þau voru aflífuð samdægurs. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra óskaði í vikunni eftir upplysingum frá MAST um framkvæmd eftirlitsins. Hún segir gríðarlega mikilvægt að dýravelferðarlöggjöf sé virt. „Og að þau sem eru að halda dýr geri það af virðingu við dýrin og í samræmi við löggjöfina. Þegar ég sé að það er verið að ganga mögulega á svig við þessa löggjöf spyr ég mína eftirlitsstofnun hvernig eftirlitinu sé háttað. Og ekki síst hvernig upplýsingamiðlun til almennings sé háttað á meðan verið er að sinna eftirlitinu,“ segir Svandís um ástæður þess að hún hefur óskað eftir skýringum. Í grein sem formaður Dýraverndarsambandsins skrifaði og birti á Vísi í gær er lýst yfir áhyggjum af fleiri alvarlegum málum sem tengjast búfénaði. Hrossamálið er sagt hafa endað á óviðunandi hátt og sambandið krefst þess að öðrum dýrum verði komið í örugga umsjá á meðan mál þeirra séu til meðferðar. Ríkisendurskoðun hefur að eigin frumkvæði ákveðið að ráðast í úttekt á dýravelferðarmálum í landinu og Svandís segist fagna því. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fá þennan hlutlausa aðila til þess að horfa á þetta eftirlit og þetta utanumhald; lagasetninguna, hvernig framkvæmdin er að eiga sér stað og svo framvegis. Virðing fyrir dýrum er sem betur fer eitthvað sem er vaxandi í umræðunni, að dýrin eigi sjálfstæðan rétt á því að borin sé virðing fyrir þeim og ég hef ástæðu til að ætla að við getum gert betur þarna,“ segir Svandís.
Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira