Samblanda af fínum varnarleik hjá okkur og að þeir hafi aðeins misst hausinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2022 22:47 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga. Vísir/Vilhelm Njarðvíkingar tóku Stjörnumenn í kennslustund í Garðabænum í Subway-deild karla í kvöld, í leik sem endaði 67-88 og sigur gestanna í raun aldrei í neinni hættu. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga sagði að varnarleikur hans manna hefði lagt grunninn að sigrinum, í bland við vont kvöld Stjörnumanna. „Við vorum að leggja okkur virkilega vel fram í vörn. Við vorum að reyna að hafa hemil á Turner, vorum að skipta svolítið á mönnum og reyna að stoppa boltaflæðið. En ég held að Stjarnan hafi nú átt algjöran „off“ dag þennan föstudaginn svo að við getum ekki tekið allt kredit fyrir þetta.“ Stjarnan virtist ætla að reyna að sækja körfur í teignum í upphafi leiks, enda með nokkuð meiri vigt í teignum en Njarðvík. Það gekk þó brösulega og ekki batnaði það þegar Julius Jucikas missteig sig eftir rúmlega tveggja mínútna leik, var það einhver vendipunktur í leiknum? „Já þeir missa hann náttúrulega þarna strax í byrjun og við vorum búnir að eyða hellings tíma í það hvernig við ætluðum að eiga við hann. Maður er eiginlega bara pínu svekktur að vera búinn að eyða allskyns vinnu í ekki neitt. Góður leikmaður auðvitað, en ég held að það hafi farið svolítið í höfuðið á Stjörnumönnum þegar þeir mæta hérna og sjá að Haukur og Logi eru ekki með. Maður sér oft svona hluti á vítanýtingu og öðru, sem maður hefur lent í sjálfur. Ég held að þetta sé svona samblanda af fínum varnarleik hjá okkur og að þeir hafi aðeins misst hausinn þegar þeir sáu að það vantaði lykilmenn hjá okkur.“ Oddur Ingi Kristjánsson er kominn aftur af stað eftir tæplega fjögurra ára bann vegna brots á lögum ÍSÍ um lyfjamál. Hann setti 5 þrista í kvöld í 9 tilraunum og virðist engu hafa gleymt. „Oddur er bara búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og „fittar“ bara þvílíkt vel inn. Þegar þú ert ekki búinn að fá að spila leikinn sem þú elskar í mörg ár, þá er þetta bara uppsafnað. Hvílík ástríða og hann er bara að njóta sín og gera það sem hann elskar og hafa gaman. Það skilar sér alltaf þegar þú ert líka með svona hæfileika.“ Það virtist litlu máli skipta hver kom inná fyrir Njarðvík í kvöld, allir að skila sínu og fjarvera Hauks og Loga virtist í raun frekar hafa áhrif á Stjörnuna ef eitthvað. Benedikt var helsáttur með breiddina í sínu liði, en það reyndi töluvert á hana á köflum. „Við lentum svolítið í villuvandræðum í fyrrihálfleik, og svo tognaði Mario líka á kálfa. Þannig að þetta leit ekkert alltof vel út. Óli fékk þrjár villur á einhverri mínútu, þannig að það reyndi alveg á breiddina hjá okkur í kvöld, en hún stóð sig hrikalega vel.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 67-88 | Deildarmeistararnir fóru illa með Stjörnumenn Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 67-88 í leik þar sem Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði. 27. október 2022 21:56 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
„Við vorum að leggja okkur virkilega vel fram í vörn. Við vorum að reyna að hafa hemil á Turner, vorum að skipta svolítið á mönnum og reyna að stoppa boltaflæðið. En ég held að Stjarnan hafi nú átt algjöran „off“ dag þennan föstudaginn svo að við getum ekki tekið allt kredit fyrir þetta.“ Stjarnan virtist ætla að reyna að sækja körfur í teignum í upphafi leiks, enda með nokkuð meiri vigt í teignum en Njarðvík. Það gekk þó brösulega og ekki batnaði það þegar Julius Jucikas missteig sig eftir rúmlega tveggja mínútna leik, var það einhver vendipunktur í leiknum? „Já þeir missa hann náttúrulega þarna strax í byrjun og við vorum búnir að eyða hellings tíma í það hvernig við ætluðum að eiga við hann. Maður er eiginlega bara pínu svekktur að vera búinn að eyða allskyns vinnu í ekki neitt. Góður leikmaður auðvitað, en ég held að það hafi farið svolítið í höfuðið á Stjörnumönnum þegar þeir mæta hérna og sjá að Haukur og Logi eru ekki með. Maður sér oft svona hluti á vítanýtingu og öðru, sem maður hefur lent í sjálfur. Ég held að þetta sé svona samblanda af fínum varnarleik hjá okkur og að þeir hafi aðeins misst hausinn þegar þeir sáu að það vantaði lykilmenn hjá okkur.“ Oddur Ingi Kristjánsson er kominn aftur af stað eftir tæplega fjögurra ára bann vegna brots á lögum ÍSÍ um lyfjamál. Hann setti 5 þrista í kvöld í 9 tilraunum og virðist engu hafa gleymt. „Oddur er bara búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og „fittar“ bara þvílíkt vel inn. Þegar þú ert ekki búinn að fá að spila leikinn sem þú elskar í mörg ár, þá er þetta bara uppsafnað. Hvílík ástríða og hann er bara að njóta sín og gera það sem hann elskar og hafa gaman. Það skilar sér alltaf þegar þú ert líka með svona hæfileika.“ Það virtist litlu máli skipta hver kom inná fyrir Njarðvík í kvöld, allir að skila sínu og fjarvera Hauks og Loga virtist í raun frekar hafa áhrif á Stjörnuna ef eitthvað. Benedikt var helsáttur með breiddina í sínu liði, en það reyndi töluvert á hana á köflum. „Við lentum svolítið í villuvandræðum í fyrrihálfleik, og svo tognaði Mario líka á kálfa. Þannig að þetta leit ekkert alltof vel út. Óli fékk þrjár villur á einhverri mínútu, þannig að það reyndi alveg á breiddina hjá okkur í kvöld, en hún stóð sig hrikalega vel.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 67-88 | Deildarmeistararnir fóru illa með Stjörnumenn Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 67-88 í leik þar sem Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði. 27. október 2022 21:56 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 67-88 | Deildarmeistararnir fóru illa með Stjörnumenn Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 67-88 í leik þar sem Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði. 27. október 2022 21:56