Audi staðfestir innreið sína í Formúlu 1 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. október 2022 07:00 Bíllinn virðist klár þó enn séu þrjú og hálft ár í að keppt verði á honum í Formúlu 1. Twitter@F1 Þýski bílaframleiðandinn Audi mun eignast hlut í Sauber liðinu sem nú gengur undir nafni Alfa Romeo í keppnum. Sauber liðið mun taka upp Audi nafnið frá og með tímabilinu 2026. Formúla 1 hefur lengi reynt að freista Volkswagen samsteypuna inn í mótaröðina á síðustu áratugum. Audi ætlar sér að verða samkeppnishæft á þremur árum. Porsche ætlaði að kaupa 50% hlut í Red Bull liðinu og taka þar með yfir sigursælt lið. Hins vegar varð nýlega ljóst að þau plön verða að engu. Samningar náðust ekki um hvernig stjórn liðsins skyldi háttað. Red Bull sýndi í verki að liðið hefur fullt traust til sjálfs síns til að halda áfram að byggja á þeim árangri sem það er að ná. Liðið tryggði sér heimsmeistaratitil bílasmiða árið 2022 í Bandaríkjunum síðustu helgi. Einhverjar raddir hafa verið uppi um að Honda sé að íhuga að koma aftur inn sem vélaframeleiðandi, hugsanlega árið 2026. Meðfylgjandi er myndband af YouTube-rás WTF1.Audi mætir til leiks sem vélaframleiðandi 2026 | Gætu tekið við af Sauber Sauber liðið hefur átt misjöfnu gengi að fagna í gegnum sitt æviskeið. Mestum árangri náði liðið þegar annar þýskur bílaframleiðandi, BMW keypti stóran hluta í liðinu á fyrsta áratug aldarinnar. Þar sem pólski ökumaðurinn Robert Kubica var í fararbroddi. Það verður áhugavert að fylgjast með samstarfi Audi og Sauber, enn er óljóst hversu stóran hlut Audi kaupir í Sauber og hvernig málum er háttað þangað til. Samningur Sauber og Alfa Romeo rennur út í lok árs 2023. Þá taka við tvö ár þar sem liðið verður líklega kallað Sauber á ný, meðan það bíður eftir að verða kallað Audi. Upphaflega var samstarfið tilkynnt í Belgíu, helgina sem Spa kappaksturinn fór fram. Nú hefur næsta stóra skref verið tekið og samningar undirritaðir. Akstursíþróttir Tengdar fréttir Audi mætir til leiks sem vélaframleiðandi 2026 | Gætu tekið við af Sauber Í dag var tilkynnt að bílaframleiðandinn Audi muni taka þátt í Formúlu 1 árið 2026. Upphafilega kom fram í fréttinni að Audi myndi keppa í F1 en sem stendur er bílaframleiðandinn aðeins að skrá sig til leiks sem vélaframleiðandi. Það gæti þó breyst með tíð og tíma. 26. ágúst 2022 10:31 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent
Porsche ætlaði að kaupa 50% hlut í Red Bull liðinu og taka þar með yfir sigursælt lið. Hins vegar varð nýlega ljóst að þau plön verða að engu. Samningar náðust ekki um hvernig stjórn liðsins skyldi háttað. Red Bull sýndi í verki að liðið hefur fullt traust til sjálfs síns til að halda áfram að byggja á þeim árangri sem það er að ná. Liðið tryggði sér heimsmeistaratitil bílasmiða árið 2022 í Bandaríkjunum síðustu helgi. Einhverjar raddir hafa verið uppi um að Honda sé að íhuga að koma aftur inn sem vélaframeleiðandi, hugsanlega árið 2026. Meðfylgjandi er myndband af YouTube-rás WTF1.Audi mætir til leiks sem vélaframleiðandi 2026 | Gætu tekið við af Sauber Sauber liðið hefur átt misjöfnu gengi að fagna í gegnum sitt æviskeið. Mestum árangri náði liðið þegar annar þýskur bílaframleiðandi, BMW keypti stóran hluta í liðinu á fyrsta áratug aldarinnar. Þar sem pólski ökumaðurinn Robert Kubica var í fararbroddi. Það verður áhugavert að fylgjast með samstarfi Audi og Sauber, enn er óljóst hversu stóran hlut Audi kaupir í Sauber og hvernig málum er háttað þangað til. Samningur Sauber og Alfa Romeo rennur út í lok árs 2023. Þá taka við tvö ár þar sem liðið verður líklega kallað Sauber á ný, meðan það bíður eftir að verða kallað Audi. Upphaflega var samstarfið tilkynnt í Belgíu, helgina sem Spa kappaksturinn fór fram. Nú hefur næsta stóra skref verið tekið og samningar undirritaðir.
Akstursíþróttir Tengdar fréttir Audi mætir til leiks sem vélaframleiðandi 2026 | Gætu tekið við af Sauber Í dag var tilkynnt að bílaframleiðandinn Audi muni taka þátt í Formúlu 1 árið 2026. Upphafilega kom fram í fréttinni að Audi myndi keppa í F1 en sem stendur er bílaframleiðandinn aðeins að skrá sig til leiks sem vélaframleiðandi. Það gæti þó breyst með tíð og tíma. 26. ágúst 2022 10:31 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent
Audi mætir til leiks sem vélaframleiðandi 2026 | Gætu tekið við af Sauber Í dag var tilkynnt að bílaframleiðandinn Audi muni taka þátt í Formúlu 1 árið 2026. Upphafilega kom fram í fréttinni að Audi myndi keppa í F1 en sem stendur er bílaframleiðandinn aðeins að skrá sig til leiks sem vélaframleiðandi. Það gæti þó breyst með tíð og tíma. 26. ágúst 2022 10:31