Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb Árni Sæberg skrifar 27. október 2022 19:10 Forsetahjónin lögðu kerti við minnisvarða um fórnarlömb árásar sem beint var gegn hinsegin fólki. Facebook/Zuzana Čaputová Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu opinbera heimsókn til Slóvakíu með fundi með forseta Slóvakíu, Zuzönu Čaputová. Þá lögðu þau kerti við minnisvarða um fórnarlömb skotárásar sem framin var í höfuðborg landsins fyrir tveimur viku. Čaputová segir á Facebooksíðu sinni að henni þyki mjög leitt að hafa fengið fregnir um að önnur árás gegn hinsegin fólki hafi verið framin á sama tíma og Guðni og Eliza heiðruðu fórnarlömb fyrri árásarinnar. Hún segir að Ísland sé Slóvökum mikill innblástur hvað varðar jafnrétti og jafnrétti. Hún hafi rætt þau málefni við Guðna sem sannfærði hana um að hjónabönd og sambúð samkynhneigðra ógni hefðbundinni fjölskyldu ekki með nokkrum hætti. Hún segir jafnframt að Slóvakar verði að berjast gegn hatursorðræðu í garð hinsegin fólks til þess að koma í veg fyrir fleiri árásir gegn hinsegin fólki. Heimsækja læknanema á morgun Í tilkynningu á vef skrifstofu forseta Íslands segir að í sendinefnd forseta séu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, auk embættismanna og fulltrúa frá skrifstofu forseta. Þá fylgi forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu sem hyggjast efla samstarf við Slóvaka á sviði jarðhitanýtingar, rannsókna og nýsköpunar. Að loknum fundum í forsetahöllinni hafi verið haldið í ráðstefnusal utanríkisráðuneytis Slóvakíu þar sem forseti Íslands og forseti Slóvakíu settu sérstakt málþing um jarðhita og leiðir til að efla samstarf þjóðanna á sviði umhverfisvænnar orku og nýsköpunar. Þá segir í tilkynning frá skrifstofu forseta að þeir Guðni og Willum Þór muni á morgun fara til bæjarins Martin þar sem tæplega tvö hundruð Íslendingar stunda læknanám. Þeir munu ræða við stjórn háskólans og við nemendurna um námið þar. Slóvakía Forseti Íslands Hinsegin Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu opinbera heimsókn til Slóvakíu með fundi með forseta Slóvakíu, Zuzönu Čaputová. Þá lögðu þau kerti við minnisvarða um fórnarlömb skotárásar sem framin var í höfuðborg landsins fyrir tveimur viku. Čaputová segir á Facebooksíðu sinni að henni þyki mjög leitt að hafa fengið fregnir um að önnur árás gegn hinsegin fólki hafi verið framin á sama tíma og Guðni og Eliza heiðruðu fórnarlömb fyrri árásarinnar. Hún segir að Ísland sé Slóvökum mikill innblástur hvað varðar jafnrétti og jafnrétti. Hún hafi rætt þau málefni við Guðna sem sannfærði hana um að hjónabönd og sambúð samkynhneigðra ógni hefðbundinni fjölskyldu ekki með nokkrum hætti. Hún segir jafnframt að Slóvakar verði að berjast gegn hatursorðræðu í garð hinsegin fólks til þess að koma í veg fyrir fleiri árásir gegn hinsegin fólki. Heimsækja læknanema á morgun Í tilkynningu á vef skrifstofu forseta Íslands segir að í sendinefnd forseta séu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, auk embættismanna og fulltrúa frá skrifstofu forseta. Þá fylgi forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu sem hyggjast efla samstarf við Slóvaka á sviði jarðhitanýtingar, rannsókna og nýsköpunar. Að loknum fundum í forsetahöllinni hafi verið haldið í ráðstefnusal utanríkisráðuneytis Slóvakíu þar sem forseti Íslands og forseti Slóvakíu settu sérstakt málþing um jarðhita og leiðir til að efla samstarf þjóðanna á sviði umhverfisvænnar orku og nýsköpunar. Þá segir í tilkynning frá skrifstofu forseta að þeir Guðni og Willum Þór muni á morgun fara til bæjarins Martin þar sem tæplega tvö hundruð Íslendingar stunda læknanám. Þeir munu ræða við stjórn háskólans og við nemendurna um námið þar.
Slóvakía Forseti Íslands Hinsegin Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira