Umfjöllun: Höttur - Tindastóll 73-69 | Annar deildarsigur Hattar í röð Andri Már Eggertsson skrifar 27. október 2022 21:42 Haukar - Höttur. Subway deild karla. Vetur 2022-2023. Körfubolti. vísir/bára Höttur vann fjögurra stiga sigur á Tindastól 73-69. Þetta var annar sigur Hattar í röð í Subway deildinni. Leikurinn var jafn nánast allan leikinn en Höttur gerði síðustu fjögur stigin og vann leikinn. Tindastóll byrjaði á að klikka á fyrstu sex skotunum. Heimamenn byrjuðu betur en hefðu mátt nýta slaka byrjun Tindastóls betur. Eftir fimm mínútur var staðan 6-1. Eftir að Tindastóll komst inn í leikinn var takturinn í gestunum betri. Axel Kárason endaði fyrsta leikhluta á flautu þristi í horninu og var staðan 15-17 eftir fyrsta fjórðung. Ragnar Ágústsson var fyrir því óláni að meiðast snemma í öðrum leikhluta. Ragnar fór út af á börum og kom ekki meira við sögu. Annar leikhluti var afar jafn og liðin héldust nánast í hendur sem gerði leikinn afar spennandi. Timothy Guers gerði síðustu körfu fyrri hálfleiks þegar hann keyrði á körfuna og setti niður sniðskot. Staðan í hálfleik var 35-34. Bæði lið voru í tómum vandræðum fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik. Höttur hitti úr einum þristi í fjórtán tilraunu á meðan Tindastóll setti tvær þriggja stiga körfur úr nítján tilraunum. Líkt og í fyrri hálfleik var allt í járnum í þriðja leikhluta. Adama Drungilas setti afar stóran flautuþrist þegar þriðji leikhluti kláraðist. Staðan fyrir síðasta fjórðung var 49-52. Bæði lið hækkuðu rána í fjórða leikhluta og spiluðu töluvert betri körfubolta. Þegar fimm mínútur voru eftir gerðu heimamenn sjö stig í röð og var staðan 69-62. Tindastóll beit frá sér og jafnaði leikinn þegar mínúta var eftir. Höttur spilaði töluvert betur í brakinu sem endaði með fjögurra stiga sigri 73-69. Af hverju vann Höttur? Leikurinn var jafn allan leikinn en heimamenn spiluðu betur í brakinu þar sem vörnin small og Tindastóll tók erfið skot sem fóru ekki ofan í. Höttur gerði síðustu fjögur stigin og vann leikinn 73-69. Hverjir stóðu upp úr? Stigaskor Hattar dreifðist og voru fimm leikmenn sem gerðu yfir tíu stig. Varamannabekkur Hattar gerði 34 stig. Gísli Þórarinn Hallsson setti tvo afar stórar þriggja stiga körfur í fjórða leikhluta. Gísli gerði átta stig í leiknum og með hann inn á vann Höttur með tíu stigum. Hvað gekk illa? Antonio Keyshawn Woods átti lélegustu frammistöðu tímabilsins. Antonio Woods tók sautján skot og hitti aðeins úr einu. Antonio var með fimm prósent skotnýtingu og mínus þrjá í framlagi. Antonio tók síðustu tvö skot Tindastóls og er óhætt að skella skuldinni alfarið á hann. Það er mikið um meiðsli í herbúðum Tindastóls. Sigtryggur Arnar Björnsson og Pétur Rúnar Birgisson voru frá vegna meiðsla og ofan á það bættist Ragnar Ágústsson á meiðslalistann í fyrri hálfleik. Hvað gerist næst? Höttur fer á Meistaravelli föstudaginn 4. nóvember og mætir KR klukkan 18:15. Tindastóll mætir Stjörnunni í Mathús Garðabæjar höllinni næsta fimmtudag klukkan 20:00. Subway-deild karla Höttur Tindastóll
Höttur vann fjögurra stiga sigur á Tindastól 73-69. Þetta var annar sigur Hattar í röð í Subway deildinni. Leikurinn var jafn nánast allan leikinn en Höttur gerði síðustu fjögur stigin og vann leikinn. Tindastóll byrjaði á að klikka á fyrstu sex skotunum. Heimamenn byrjuðu betur en hefðu mátt nýta slaka byrjun Tindastóls betur. Eftir fimm mínútur var staðan 6-1. Eftir að Tindastóll komst inn í leikinn var takturinn í gestunum betri. Axel Kárason endaði fyrsta leikhluta á flautu þristi í horninu og var staðan 15-17 eftir fyrsta fjórðung. Ragnar Ágústsson var fyrir því óláni að meiðast snemma í öðrum leikhluta. Ragnar fór út af á börum og kom ekki meira við sögu. Annar leikhluti var afar jafn og liðin héldust nánast í hendur sem gerði leikinn afar spennandi. Timothy Guers gerði síðustu körfu fyrri hálfleiks þegar hann keyrði á körfuna og setti niður sniðskot. Staðan í hálfleik var 35-34. Bæði lið voru í tómum vandræðum fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik. Höttur hitti úr einum þristi í fjórtán tilraunu á meðan Tindastóll setti tvær þriggja stiga körfur úr nítján tilraunum. Líkt og í fyrri hálfleik var allt í járnum í þriðja leikhluta. Adama Drungilas setti afar stóran flautuþrist þegar þriðji leikhluti kláraðist. Staðan fyrir síðasta fjórðung var 49-52. Bæði lið hækkuðu rána í fjórða leikhluta og spiluðu töluvert betri körfubolta. Þegar fimm mínútur voru eftir gerðu heimamenn sjö stig í röð og var staðan 69-62. Tindastóll beit frá sér og jafnaði leikinn þegar mínúta var eftir. Höttur spilaði töluvert betur í brakinu sem endaði með fjögurra stiga sigri 73-69. Af hverju vann Höttur? Leikurinn var jafn allan leikinn en heimamenn spiluðu betur í brakinu þar sem vörnin small og Tindastóll tók erfið skot sem fóru ekki ofan í. Höttur gerði síðustu fjögur stigin og vann leikinn 73-69. Hverjir stóðu upp úr? Stigaskor Hattar dreifðist og voru fimm leikmenn sem gerðu yfir tíu stig. Varamannabekkur Hattar gerði 34 stig. Gísli Þórarinn Hallsson setti tvo afar stórar þriggja stiga körfur í fjórða leikhluta. Gísli gerði átta stig í leiknum og með hann inn á vann Höttur með tíu stigum. Hvað gekk illa? Antonio Keyshawn Woods átti lélegustu frammistöðu tímabilsins. Antonio Woods tók sautján skot og hitti aðeins úr einu. Antonio var með fimm prósent skotnýtingu og mínus þrjá í framlagi. Antonio tók síðustu tvö skot Tindastóls og er óhætt að skella skuldinni alfarið á hann. Það er mikið um meiðsli í herbúðum Tindastóls. Sigtryggur Arnar Björnsson og Pétur Rúnar Birgisson voru frá vegna meiðsla og ofan á það bættist Ragnar Ágústsson á meiðslalistann í fyrri hálfleik. Hvað gerist næst? Höttur fer á Meistaravelli föstudaginn 4. nóvember og mætir KR klukkan 18:15. Tindastóll mætir Stjörnunni í Mathús Garðabæjar höllinni næsta fimmtudag klukkan 20:00.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti