Sara tók stig gegn gömlu samherjunum | Guðrún og stöllur steinláu gegn Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 18:53 Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir Juventus í sumar frá Lyon. Getty/Jonathan Moscrop Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Juventus gerðu 1-1 jafntefli er liðið tók á móti Evróðumeisturum Lyon, gamla liði Söru, í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Sara var í Evrópumeistaraliði Lyon á síðustu leiktíð en skipti svo yfir til Juventus. Gestirnir í Lyon náðu forystunni í leiknum með marki frá Lindsey Horan um miðjan fyrri hálfleikinn, en Melvine Malard varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net snemma í síðari hálfleik og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Sara og stöllur lyftu sér því í það minnsta á topp C-riðils með fjögur stig, einu stigi meira en Arsenal sem situr í öðru sæti og á leik til góða. Leikur Juventus og Lyon var í beinni útsendingu hjá DAZN og er hægt að horfa á hana hér að neðan. Þá stóð Guðrún Arnardóttir vaktina í hjarta varnarinnar hjá Rosengård er liðið tók á móti stórliði Barcelona í D-riðli. Gestirnir frá Barcelona leiddu í hálfleik, 1-2, en bættu svo tveimur mörkum við í síðari hálfleik og niðurstaðan því 1-4 sigur gestanna. Barcelona trónir á toppi D-riðils með sex stig eftir tvo leiki, en Guðrún og liðsfélagar hennar í Rosengård eru enn í leit að sínum fyrstu stigum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti
Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Juventus gerðu 1-1 jafntefli er liðið tók á móti Evróðumeisturum Lyon, gamla liði Söru, í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Sara var í Evrópumeistaraliði Lyon á síðustu leiktíð en skipti svo yfir til Juventus. Gestirnir í Lyon náðu forystunni í leiknum með marki frá Lindsey Horan um miðjan fyrri hálfleikinn, en Melvine Malard varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net snemma í síðari hálfleik og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Sara og stöllur lyftu sér því í það minnsta á topp C-riðils með fjögur stig, einu stigi meira en Arsenal sem situr í öðru sæti og á leik til góða. Leikur Juventus og Lyon var í beinni útsendingu hjá DAZN og er hægt að horfa á hana hér að neðan. Þá stóð Guðrún Arnardóttir vaktina í hjarta varnarinnar hjá Rosengård er liðið tók á móti stórliði Barcelona í D-riðli. Gestirnir frá Barcelona leiddu í hálfleik, 1-2, en bættu svo tveimur mörkum við í síðari hálfleik og niðurstaðan því 1-4 sigur gestanna. Barcelona trónir á toppi D-riðils með sex stig eftir tvo leiki, en Guðrún og liðsfélagar hennar í Rosengård eru enn í leit að sínum fyrstu stigum.