Öll mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu ótrúlega dramatík í Madrid og London Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 10:01 Leikmenn Tottenham voru í sárum eftir að dómarinn Danny Makkelie tilkynnti að mark þeirra í uppbótartíma fengi ekki að standa. Getty/Marc Atkins Liverpool á enn möguleika á að enda í efsta sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 útisigur gegn Ajax í gærkvöld en allt er í hnút í riðli Tottenham, D-riðli, eftir dramatíska jafnteflið gegn Sporting. Öll mörk kvöldsins má nú sjá á Vísi. Rosaleg dramatík var í Madrid þar sem Atlético Madrid kastaði frá sér möguleikanum á að komast í 16-liða úrslitin, og Barcelona er einnig úr leik eftir gærdaginn svo að aðeins Real Madrid verður þá enn fulltrúi Spánar í keppninni. Ljóst er hvaða lið komast upp úr A-, B- og C-riðli en í D-riðli geta enn öll fjögur liðin komist í 16-liða úrslitin, í lokaumferðinni í næstu viku. Tottenham er efst með 8 stig en Sporting og Frankfurt eru með 7 stig og Marseille 6. Marseille tekur á móti Tottenham í lokaumferðinni en Sporting og Frankfurt mætast í Portúgal. Í A-riðli gerði Liverpool út um vonir Ajax og tryggði sig áfram með 3-0 sigri í Hollandi. Mohamed Salah, Darwin Núnez og Harvey Elliott skoruðu mörkin. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Ajax 0-3 Liverpool Napoli vann einnig 3-0 gegn Rangers í sama riðli, þar sem Giovanni Simeone skoraði tvö mörk á fyrsta korterinu og Norðmaðurinn Leo Skiri Östigård innsiglaði sigurinn. Þar með endar Napoli fyrir ofan Liverpool nema að Liverpool takist að vinna fjögurra marka sigur gegn Napoli á Anfield í lokaumferðinni. Klippa: Napoli - Rangers Club Brugge og Porto fara áfram úr B-riðli en Atlético Madrid og Leverkusen berjast um 3. sætið og að komast þannig í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Brugge tapaði sínum fyrsta leik í gærkvöld þegar liðið steinlá á heimavelli gegn Porto, 4-0, þar sem Íraninn Mehdi Taremi skoraði tvö mörk. Klippa: Club Brugge - Porto Atlético Madrid og Leverkusen gerðu 2-2 jafntefli en þar ætlaði allt um koll að keyra í leikslok. Dómarinn hafði flautað af en skoðaði svo atvik á myndbandi og dæmdi hendi og víti á Leverkusen. Finninn Lukas Hradecky varði hins vegar vítaspyrnu Yannick Carrasco, Saúl átti svo skalla í þverslána og skot Reinildi náði ekki að marki. Klippa: Atlético Madrid - Leverkusen Í C-riðli tryggði Inter sér 2. sæti með öruggum 4-0 sigri gegn Plzen og Barcelona var því úr leik áður en liðið mætti Bayern á Camp Nou og tapaði 3-0. Henrikh Mkhitaryan, Edin Dzeko (2) og Romelu Lukaku skoruðu mörk Inter en Sadio Mané, Eric Maxim Choupo-Moting og Benjamin Pavard fyrir Bayern. Klippa: Inter - Plzen Klippa: Barcelona - Bayern Í D-riðli gerðu Tottenham og Sporting 1-1 jafntefli í Lundúnum þar sem mark var dæmt af Harry Kane í uppbótartíma vegna rangstöðu, eftir myndbandsskoðun. Antonio Conte, stjóri Tottenham, fékk rautt spjald vegna mótmæla. Marcus Edwards hafði komið Sporting yfir en Rodrigo Bentancur jafnað á 80. mínútu. Klippa: Tottenham - Sporting Frankfurt vann svo 2-1 sigur gegn Marseille í Þýskalandi þar sem öll mörkin komu á fyrsta hálftíma leiksins. Klippa: Frankfurt - Marseille Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
Rosaleg dramatík var í Madrid þar sem Atlético Madrid kastaði frá sér möguleikanum á að komast í 16-liða úrslitin, og Barcelona er einnig úr leik eftir gærdaginn svo að aðeins Real Madrid verður þá enn fulltrúi Spánar í keppninni. Ljóst er hvaða lið komast upp úr A-, B- og C-riðli en í D-riðli geta enn öll fjögur liðin komist í 16-liða úrslitin, í lokaumferðinni í næstu viku. Tottenham er efst með 8 stig en Sporting og Frankfurt eru með 7 stig og Marseille 6. Marseille tekur á móti Tottenham í lokaumferðinni en Sporting og Frankfurt mætast í Portúgal. Í A-riðli gerði Liverpool út um vonir Ajax og tryggði sig áfram með 3-0 sigri í Hollandi. Mohamed Salah, Darwin Núnez og Harvey Elliott skoruðu mörkin. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Ajax 0-3 Liverpool Napoli vann einnig 3-0 gegn Rangers í sama riðli, þar sem Giovanni Simeone skoraði tvö mörk á fyrsta korterinu og Norðmaðurinn Leo Skiri Östigård innsiglaði sigurinn. Þar með endar Napoli fyrir ofan Liverpool nema að Liverpool takist að vinna fjögurra marka sigur gegn Napoli á Anfield í lokaumferðinni. Klippa: Napoli - Rangers Club Brugge og Porto fara áfram úr B-riðli en Atlético Madrid og Leverkusen berjast um 3. sætið og að komast þannig í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Brugge tapaði sínum fyrsta leik í gærkvöld þegar liðið steinlá á heimavelli gegn Porto, 4-0, þar sem Íraninn Mehdi Taremi skoraði tvö mörk. Klippa: Club Brugge - Porto Atlético Madrid og Leverkusen gerðu 2-2 jafntefli en þar ætlaði allt um koll að keyra í leikslok. Dómarinn hafði flautað af en skoðaði svo atvik á myndbandi og dæmdi hendi og víti á Leverkusen. Finninn Lukas Hradecky varði hins vegar vítaspyrnu Yannick Carrasco, Saúl átti svo skalla í þverslána og skot Reinildi náði ekki að marki. Klippa: Atlético Madrid - Leverkusen Í C-riðli tryggði Inter sér 2. sæti með öruggum 4-0 sigri gegn Plzen og Barcelona var því úr leik áður en liðið mætti Bayern á Camp Nou og tapaði 3-0. Henrikh Mkhitaryan, Edin Dzeko (2) og Romelu Lukaku skoruðu mörk Inter en Sadio Mané, Eric Maxim Choupo-Moting og Benjamin Pavard fyrir Bayern. Klippa: Inter - Plzen Klippa: Barcelona - Bayern Í D-riðli gerðu Tottenham og Sporting 1-1 jafntefli í Lundúnum þar sem mark var dæmt af Harry Kane í uppbótartíma vegna rangstöðu, eftir myndbandsskoðun. Antonio Conte, stjóri Tottenham, fékk rautt spjald vegna mótmæla. Marcus Edwards hafði komið Sporting yfir en Rodrigo Bentancur jafnað á 80. mínútu. Klippa: Tottenham - Sporting Frankfurt vann svo 2-1 sigur gegn Marseille í Þýskalandi þar sem öll mörkin komu á fyrsta hálftíma leiksins. Klippa: Frankfurt - Marseille Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira