„Reiðir“ fyrrverandi liðsfélagar bíða Söru í dag Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 08:31 Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari með Lyon í vor. Hún spilaði þó mun minna en ella með liðinu á síðustu leiktíð vegna barneigna. Getty/Jonathan Moscrop Fyrir fimm mánuðum varð Sara Björk Gunnarsdóttir Evrópumeistari í fótbolta í annað sinn. Í dag mætir hún liðsfélögunum sem hún fagnaði titlinum með, þegar Juventus og Lyon mætast í afar mikilvægum leik í Meistaradeild Evrópu. Sara og stöllur hennar í Juventus fögnuðu 2-0 útisigri gegn Zürich í síðustu viku, í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildinni. Á sama tíma töpuðu Evrópumeistararnir í Lyon ansi óvænt, og stórt, gegn Arsenal á heiamvelli, 5-1. Linda Sembrant, sænskur liðsfélagi Söru hjá Juventus, segir að þess vegna muni leikmenn Lyon enn frekar vilja svara fyrir sig í Tórínó í dag. „Þær eru reiðar núna. Þær eru ekki vanar því að tapa eins og þær gerðu gegn Arsenal. En við þurfum að hugsa um okkur og okkar leik. Við höfum undirbúið okkur afar vel og ætlum að gera allt til að ná fram góðum úrslitum,“ sagði Sembrant á blaðamannafundi í gær. Juventus komst nálægt því að slá út Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, þegar liðið vann 2-1 heimasigur en varð svo að sætta sig við 3-1 tap í Frakklandi. „Þetta er nýr leikur og nýtt tímabil. Við höfum áður mætt Lyon en við höfum vaxið mikið. Við erum allt annað lið en þegar ég mætti hingað fyrst, við höfum bætt okkur, og við getum ekki beðið eftir því að mæta Lyon,“ sagði Sembrant og kvaðst vonast eftir alvöru meistaradeildarstemningu á Allianz-leikvanginum, þar sem leikurinn fer fram. Leikur Juventus og Lyon hefst klukkan 16:45 og verður hægt að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira
Sara og stöllur hennar í Juventus fögnuðu 2-0 útisigri gegn Zürich í síðustu viku, í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildinni. Á sama tíma töpuðu Evrópumeistararnir í Lyon ansi óvænt, og stórt, gegn Arsenal á heiamvelli, 5-1. Linda Sembrant, sænskur liðsfélagi Söru hjá Juventus, segir að þess vegna muni leikmenn Lyon enn frekar vilja svara fyrir sig í Tórínó í dag. „Þær eru reiðar núna. Þær eru ekki vanar því að tapa eins og þær gerðu gegn Arsenal. En við þurfum að hugsa um okkur og okkar leik. Við höfum undirbúið okkur afar vel og ætlum að gera allt til að ná fram góðum úrslitum,“ sagði Sembrant á blaðamannafundi í gær. Juventus komst nálægt því að slá út Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, þegar liðið vann 2-1 heimasigur en varð svo að sætta sig við 3-1 tap í Frakklandi. „Þetta er nýr leikur og nýtt tímabil. Við höfum áður mætt Lyon en við höfum vaxið mikið. Við erum allt annað lið en þegar ég mætti hingað fyrst, við höfum bætt okkur, og við getum ekki beðið eftir því að mæta Lyon,“ sagði Sembrant og kvaðst vonast eftir alvöru meistaradeildarstemningu á Allianz-leikvanginum, þar sem leikurinn fer fram. Leikur Juventus og Lyon hefst klukkan 16:45 og verður hægt að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira