Conte segir myndbandsdómgæslu vera að skemma leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 23:30 Antonio Conte lét dómarann sem rak hann af velli og VAR heyra það á blaðamannafundi eftir leik. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, var rekinn af velli eftir að það sem hefði reynst sigurmark Tottenham gegn Sporting í Meistaradeild Evrópu var dæmt af. Conte sparaði ekki stóru orðin að leik loknum. Tottenham er í harðri baráttu um að komast upp úr D-riðli en sigur í kvöld hefði komið liðinu í einkar góða stöðu. Eftir að lenda undir náðu heimamenn að jafna metin og Harry Kane hélt hann hefði skorað sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Markið var skoðað í bak og fyrir af myndbandsdómurum leiksins og á endanum var ákveðið að Kane væri rangstæður. Conte brást hinn versti við og var í kjölfarið sendur upp í stúku. 3 - Spurs boss Antonio Conte has just three wins from his last 12 home matches in the UEFA Champions League (D7 L2), a run that encompasses spells with Chelsea and Inter. Turgid. pic.twitter.com/c5RvQB2ftG— OptaJoe (@OptaJoe) October 26, 2022 Conte svaraði aðeins einni spurningu á blaðamannafundi sínum eftir leik en talaði þó í rúmlega tvær mínútur. „Út af öllu fólkinu sem kom inn á völlinn ákvað dómarinn að senda mig af velli. Ég held að þarna sé augnablik þar sem þú gætir verið aðeins klókari og áttað þig á að þú hafir tekið af löglegt mark af því markið var löglegt af því boltinn er fyrir framan Kane.“ Conte got a red card after Harry Kane's winner was disallowed pic.twitter.com/9KZvTFYCos— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2022 „Þið vitið að ég tjái mig ekki um ákvarðanir dómara en myndbandsdómgæslan (e. VAR) á þessari leiktíð – og ég veit ekki af hverju – milli ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildarinnar þá erum við ekki svo heppnir,“ sagði Conte áður en hann fór að tjá sig um vítaspyrnur og hversu margar þeirra væru teknar aftur ef markvörðurinn hreyfði sig. „Ég tel að myndbandsdómgæslan sé að valda miklum skaða og ég væri til í að sjá dæmt mark af öðru stóru liði í mikilvægum leik á heimavelli. Ég vil sjá hvort myndbandsdómgæslan sé jafn hugrökk og taki sömu ákvörðun,“ sagði Conte og taldi greinilega að mark líkt og það sem Tottenham skoraði í kvöld yrði ekki dæmt af stórliðum Evrópu. „Þið verðið að afsaka, ég er í uppnámi. Stundum getur maður sætt sig við aðstæður sem er ekki gott því ég sé ekki sanngirni í aðstæðum sem þessum.“ Antonio Conte believes VAR is doing a lot of damage following Harry Kane s controversial disallowed goal against Sporting.#THFC | #UCL pic.twitter.com/sxWXCBT1Sz— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 26, 2022 „Eftir frammistöðu okkar í síðari hálfleik taldi ég að við hefðum átt að vinna leikinn. En nú, eftir þessa ákvörðun þá þurfum við að bíða þangað til eftir lokaleik riðlakeppninnar. Þessi ákvörðun orsakaði mikinn skaða, ég vona að félagið skilji það og tali svo við þau sem þarf að tala við. Annars er það bara þjálfarinn að tjá sig. Ég held að félagið verði að vera sterkt af því að þessi ákvörðun leiðir af sér mikinn skaða. Við vitum ekki hvað gerist í næstu viku,“ sagði Conte að lokum. Staðan í D-riðli er þannig að Tottenham er á toppnum með 8 stig. Sporting og Eintracht Frankfurt eru með 7 stig í öðru og þriðja sæti á meðan Marseill er á botninum með 6 stig. Tottenham heimsækir Marseille í lokaumferðinni á meðan Sporting tekur á móti Frankfurt. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira
Tottenham er í harðri baráttu um að komast upp úr D-riðli en sigur í kvöld hefði komið liðinu í einkar góða stöðu. Eftir að lenda undir náðu heimamenn að jafna metin og Harry Kane hélt hann hefði skorað sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Markið var skoðað í bak og fyrir af myndbandsdómurum leiksins og á endanum var ákveðið að Kane væri rangstæður. Conte brást hinn versti við og var í kjölfarið sendur upp í stúku. 3 - Spurs boss Antonio Conte has just three wins from his last 12 home matches in the UEFA Champions League (D7 L2), a run that encompasses spells with Chelsea and Inter. Turgid. pic.twitter.com/c5RvQB2ftG— OptaJoe (@OptaJoe) October 26, 2022 Conte svaraði aðeins einni spurningu á blaðamannafundi sínum eftir leik en talaði þó í rúmlega tvær mínútur. „Út af öllu fólkinu sem kom inn á völlinn ákvað dómarinn að senda mig af velli. Ég held að þarna sé augnablik þar sem þú gætir verið aðeins klókari og áttað þig á að þú hafir tekið af löglegt mark af því markið var löglegt af því boltinn er fyrir framan Kane.“ Conte got a red card after Harry Kane's winner was disallowed pic.twitter.com/9KZvTFYCos— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2022 „Þið vitið að ég tjái mig ekki um ákvarðanir dómara en myndbandsdómgæslan (e. VAR) á þessari leiktíð – og ég veit ekki af hverju – milli ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildarinnar þá erum við ekki svo heppnir,“ sagði Conte áður en hann fór að tjá sig um vítaspyrnur og hversu margar þeirra væru teknar aftur ef markvörðurinn hreyfði sig. „Ég tel að myndbandsdómgæslan sé að valda miklum skaða og ég væri til í að sjá dæmt mark af öðru stóru liði í mikilvægum leik á heimavelli. Ég vil sjá hvort myndbandsdómgæslan sé jafn hugrökk og taki sömu ákvörðun,“ sagði Conte og taldi greinilega að mark líkt og það sem Tottenham skoraði í kvöld yrði ekki dæmt af stórliðum Evrópu. „Þið verðið að afsaka, ég er í uppnámi. Stundum getur maður sætt sig við aðstæður sem er ekki gott því ég sé ekki sanngirni í aðstæðum sem þessum.“ Antonio Conte believes VAR is doing a lot of damage following Harry Kane s controversial disallowed goal against Sporting.#THFC | #UCL pic.twitter.com/sxWXCBT1Sz— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 26, 2022 „Eftir frammistöðu okkar í síðari hálfleik taldi ég að við hefðum átt að vinna leikinn. En nú, eftir þessa ákvörðun þá þurfum við að bíða þangað til eftir lokaleik riðlakeppninnar. Þessi ákvörðun orsakaði mikinn skaða, ég vona að félagið skilji það og tali svo við þau sem þarf að tala við. Annars er það bara þjálfarinn að tjá sig. Ég held að félagið verði að vera sterkt af því að þessi ákvörðun leiðir af sér mikinn skaða. Við vitum ekki hvað gerist í næstu viku,“ sagði Conte að lokum. Staðan í D-riðli er þannig að Tottenham er á toppnum með 8 stig. Sporting og Eintracht Frankfurt eru með 7 stig í öðru og þriðja sæti á meðan Marseill er á botninum með 6 stig. Tottenham heimsækir Marseille í lokaumferðinni á meðan Sporting tekur á móti Frankfurt. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira