Napoli óstöðvandi | Ótrúleg dramatík í Madríd og Lundúnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 22:00 Mönnum var heitt í hamsi. Berengui/Getty Images Napoli heldur áfram sigurgöngu sinni í Meistaradeild Evrópu á meðan dramatíkin var gríðarleg í leikjum Atlético Madríd og Tottenam Hotspur. Napoli lagði Rangers örugglega 3-0 þökk sé tvennu Giovanni Simeone og Leo Skiri Østigård undir lok leiks. Sigurinn þýðir að Napoli er með 15 stig á toppi A-riðils en þarf enn að ná í stig gegn Liverpool í lokaumferðinni til að tryggja toppsæti riðilsins. Í B-riðli mættust Atl. Madríd og Bayer Leverkusen í höfuðborg Spánar. Eftir 4-0 sigur Porto á Club Brugge fyrr í dag þá þurftu bæði lið á sigri að halda til að komast áfram í 16-liða úrslit. Leikurinn var hin mesta skemmtun þó svo að mesta dramatíkin hafi verið eftir að leikurinn var flautaður af. Moussa Diaby kom Leverkusen yfir en Yannick Carrasco jafnaði metin fyrir heimamenn. Callum Hudson-Odoi kom gestunum hins vegar yfir á nýjan leik skömmu síðar og staðan 1-2 í hálfleik. Rodrigo de Paul jafnaði metin fyrir heimamenn í upphafi síðari hálfleiks og þannig var hún allt þangað til undir lok leiks. Atlético sendi alla fram undir lok leiks í von um að vinna leikinn og eiga möguleika á að komast áfram. Hope for Atlético! They need another goal to keep their round of 16 hopes alive...#UCL pic.twitter.com/JMdFZUOIrZ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Dómari leiksins flautaði af en í ljós kom að boltinn hafði farið í hendina á leikmanni Leverkusen eftir fyrirgjöf og vítaspyrna dæmd þó svo að leikurinn hafði verið flautaður af. Carrasco fór á punktinn en Lukáš Hrádecký varði meistaralega. Boltinn barst til Saúl Ñíguez sem skallaði í átt að marki en boltinn fór í slána og þaðan kom skot að marki sem fór í Carrasco og yfir markið. Í kjölfarið var flautað til leiksloka og lokatölur 2-2 á Metropolitano-vellinum í Madríd. Þar með er ljóst að Brugge og Porto eru komin áfram í 16-liða úrslit á meðan Atl. Madríd og Leverkusen berjast um sæti í Evrópudeildinni. Í hinum æsispennandi D-riðli hélt dramatíkin áfram. Eintracht Frankfurt vann óvæntan 2-1 sigur á Marseille þökk sé mörkum Daichi Kamada og Randal Kolo Muani. Matteo Guendouzi með mark gestanna. Í Lundúnum mættust svo Tottenham Hotspur og Sporting frá Portúgal. Marcus Edwards, fyrrum leikmaður Tottenham, kom gestunum yfir í fyrri hálfleik og var það eina mark leiksins þangað til Rodrigo Bentancur jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Bentancur heads in equaliser! Tottenham need a winner to progress...#UCL pic.twitter.com/teB2rzJqIN— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Harry Kane og allt ætlaði um koll að keyra. Eftir langa skoðun komust dómarar leiksins að því að Kane væri rangstæður í aðdraganda marksins og það dæmt af. Í kjölfarið var Antonio Conte, þjálfari Tottenham, rekinn af velli fyrir að missa hausinn og urða yfir dómarateymi leiksins. Þegar ein umferð er eftir þá geta enn öll lið D-riðils komist áfram í 16-liða úrslit. Tottenham er á toppnum með átta stig, Sporting og Frankfurt eru með sjö stig og Marseille er á botninum með sex stig. RESULTS Football remains undefeated. Inter, Liverpool and Porto qualify #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Inter áfram í sextán liða úrslit | Porto pakkaði Brugge saman Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň. 26. október 2022 18:45 Barcelona fagnaði Evrópudeildarsætinu með tapi á heimavelli Áður en flautað var til leiks á Nývangi í kvöld var ljóst að Börsungar gætu ekki komist í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Liðið hélt upp á áfangann með 0-3 tapi gegn Bayern München í kvöld. 26. október 2022 21:00 Liverpool tryggði sætið í sextán liða úrslitum með stæl Lærisveinar Jürgen Klopp unnu öruggan 3-0 útisigur á Ajax í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta og tryggðu sér þar með farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar. 26. október 2022 20:45 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Napoli lagði Rangers örugglega 3-0 þökk sé tvennu Giovanni Simeone og Leo Skiri Østigård undir lok leiks. Sigurinn þýðir að Napoli er með 15 stig á toppi A-riðils en þarf enn að ná í stig gegn Liverpool í lokaumferðinni til að tryggja toppsæti riðilsins. Í B-riðli mættust Atl. Madríd og Bayer Leverkusen í höfuðborg Spánar. Eftir 4-0 sigur Porto á Club Brugge fyrr í dag þá þurftu bæði lið á sigri að halda til að komast áfram í 16-liða úrslit. Leikurinn var hin mesta skemmtun þó svo að mesta dramatíkin hafi verið eftir að leikurinn var flautaður af. Moussa Diaby kom Leverkusen yfir en Yannick Carrasco jafnaði metin fyrir heimamenn. Callum Hudson-Odoi kom gestunum hins vegar yfir á nýjan leik skömmu síðar og staðan 1-2 í hálfleik. Rodrigo de Paul jafnaði metin fyrir heimamenn í upphafi síðari hálfleiks og þannig var hún allt þangað til undir lok leiks. Atlético sendi alla fram undir lok leiks í von um að vinna leikinn og eiga möguleika á að komast áfram. Hope for Atlético! They need another goal to keep their round of 16 hopes alive...#UCL pic.twitter.com/JMdFZUOIrZ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Dómari leiksins flautaði af en í ljós kom að boltinn hafði farið í hendina á leikmanni Leverkusen eftir fyrirgjöf og vítaspyrna dæmd þó svo að leikurinn hafði verið flautaður af. Carrasco fór á punktinn en Lukáš Hrádecký varði meistaralega. Boltinn barst til Saúl Ñíguez sem skallaði í átt að marki en boltinn fór í slána og þaðan kom skot að marki sem fór í Carrasco og yfir markið. Í kjölfarið var flautað til leiksloka og lokatölur 2-2 á Metropolitano-vellinum í Madríd. Þar með er ljóst að Brugge og Porto eru komin áfram í 16-liða úrslit á meðan Atl. Madríd og Leverkusen berjast um sæti í Evrópudeildinni. Í hinum æsispennandi D-riðli hélt dramatíkin áfram. Eintracht Frankfurt vann óvæntan 2-1 sigur á Marseille þökk sé mörkum Daichi Kamada og Randal Kolo Muani. Matteo Guendouzi með mark gestanna. Í Lundúnum mættust svo Tottenham Hotspur og Sporting frá Portúgal. Marcus Edwards, fyrrum leikmaður Tottenham, kom gestunum yfir í fyrri hálfleik og var það eina mark leiksins þangað til Rodrigo Bentancur jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Bentancur heads in equaliser! Tottenham need a winner to progress...#UCL pic.twitter.com/teB2rzJqIN— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Harry Kane og allt ætlaði um koll að keyra. Eftir langa skoðun komust dómarar leiksins að því að Kane væri rangstæður í aðdraganda marksins og það dæmt af. Í kjölfarið var Antonio Conte, þjálfari Tottenham, rekinn af velli fyrir að missa hausinn og urða yfir dómarateymi leiksins. Þegar ein umferð er eftir þá geta enn öll lið D-riðils komist áfram í 16-liða úrslit. Tottenham er á toppnum með átta stig, Sporting og Frankfurt eru með sjö stig og Marseille er á botninum með sex stig. RESULTS Football remains undefeated. Inter, Liverpool and Porto qualify #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Inter áfram í sextán liða úrslit | Porto pakkaði Brugge saman Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň. 26. október 2022 18:45 Barcelona fagnaði Evrópudeildarsætinu með tapi á heimavelli Áður en flautað var til leiks á Nývangi í kvöld var ljóst að Börsungar gætu ekki komist í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Liðið hélt upp á áfangann með 0-3 tapi gegn Bayern München í kvöld. 26. október 2022 21:00 Liverpool tryggði sætið í sextán liða úrslitum með stæl Lærisveinar Jürgen Klopp unnu öruggan 3-0 útisigur á Ajax í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta og tryggðu sér þar með farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar. 26. október 2022 20:45 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Inter áfram í sextán liða úrslit | Porto pakkaði Brugge saman Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň. 26. október 2022 18:45
Barcelona fagnaði Evrópudeildarsætinu með tapi á heimavelli Áður en flautað var til leiks á Nývangi í kvöld var ljóst að Börsungar gætu ekki komist í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Liðið hélt upp á áfangann með 0-3 tapi gegn Bayern München í kvöld. 26. október 2022 21:00
Liverpool tryggði sætið í sextán liða úrslitum með stæl Lærisveinar Jürgen Klopp unnu öruggan 3-0 útisigur á Ajax í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta og tryggðu sér þar með farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar. 26. október 2022 20:45