Höfundur færslunnar á Twitter sagðist klæddur sprengjuvesti og hafa í hyggju að sprengja sig í loft upp á vellinum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var ákveðið að hleypa ekki farþegum úr þeim vélum sem voru á flugbrautinni á meðan leyst var úr málinu og þurftu þeir að bíða í um tíu mínútur.
Hótunin var talin tilhæfulaus og málið hafði ekki frekari áhrif á farþega. Þetta er í þriðja sinn á hálfu ári sem sprengjuhótun hefur áhrif á flugumferð um Keflavík.