Íslenskan stundum hamlandi: „Leiðtogi er einstaklingur en ekki starfsheiti“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. október 2022 07:00 Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus segir leiðtoga gott dæmi um orð sem fólk upplifir á mismunandi hátt. Á ensku er orðið Lead þekkt í starfsheitum fyrir þann sem leiðir og mentorar. Á Íslandi upplifa margir orðið leiðtogi á annan hátt. Vísir/Vilhelm „Leiðtogi er einstaklingur en ekki starfsheiti. Við erum í raun öll leiðtogar; getum verið leiðtogar í eigin starfi, leiðtogar í okkar lífi og svo framvegis,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus. Ingunn hefur starfað mikið með vinnustöðum við það að breyta eða endurskoða starfsheiti og skipurit. Í dag segir hún okkur frá áhugaverðu dæmi um þekkingarfyrirtæki með nokkur hundruð starfsmönnum, sem réðist í róttækar breytingar hjá sér og bjó þá til nýtt hlutverk innan teyma: Fyrirliða sem ekki fær greitt fyrir það sérstaklega að leiða hópinn, en sinnir þó því hlutverki að vera fyrirliði sem drífur og leiðir hópinn áfram; Rétt eins og fyrirliði í góðu íþróttaliði. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun höldum við áfram að rýna í starfsheiti og þróun þeirra. Fyrsta umfjöllunin af þremur um þetta efni var birt í gær og má sjá hér. Leiðtoginn Ingunn er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu frá Háskóla Íslands í atvinnufélagsfræði. Hún segir mikilvægt að þegar fyrirtæki taka upp ný starfsheiti, sé það aðeins gert að vel ígrunduðu máli. „Við eigum ekki að breyta breytinganna vegna. Eða fylgja eftir einhverjum tískusveiflum heldur ígrunda málin vel og helst þannig að ný starfsheiti fylgi eftir stefnumiðum vinnustaðarins sem heild.“ Ingunn segir „leiðtogi“ vera dæmi um orð sem fólk skilur á mismunandi hátt. „Sjálf hef ég aldrei ráðlagt fyrirtækjum að taka upp leiðtogann sem starfsheiti. Því orðið leiðtogi er ekki starfsheiti. Hjá Attentus segir Ingunn að unnið sé eftir ákveðinni hugmyndafræði við endurskoðun starfsheita og mótun skipulags. Þessi hugmyndafræði byggir í stuttu máli á því að fyrst fer fram starfagreining og þarfagreining á tilteknu starfi. Þannig að tilgangur með hverri ráðningu sé skýr. Þessu fylgir síðan starfslýsing og þar kemur starfsheitið fram. Starfsheitið þurfi síðan að eiga sitt pláss í skipuritinu. Það gefst best að tala á mannamáli og hafa hlutina sem skýrasta öllum. Með leiðtoganum sem starfsheiti erum við hins vegar að taka orð sem kemur úr enskunni; orðið Lead. Í enskum starfsheitum er merking orðsins að leiða og mentora. Sem er ekkert endilega sá skilningur sem allt fólk hefur á íslenska orðinu leiðtogi.“ Þá bendir Ingunn á annað praktíst atriði sem gildir um íslenskan vinnumarkað. „Jafnlaunavottun hefur verið staðfest og því eru gerðar mælingar til samanburðar á störfum. Hagstofan tekur síðan reglulega út launasamanburð og störf og þar er leiðtoginn ekki inni. Enda kannski erfitt að gera launalegan samanburð á leiðtogum.“ Á myndum má sjá Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða íslenska landsliðsins en Ingunn segir dæmi frá fjölmennum vinnustað sem lagði niður öll stöðugildi millistjórnenda en mótaði teymi sem völdu sér fyrirliða. Fyrirliðinn gegnir því hlutverki að leiða hópinn og hvetja til dáða, en fær ekki greitt fyrir það hlutverk og því er aðeins um innanhúsheiti að ræða. En þó hlutverk sem allir ná að skilja hvert er, þar sem fólk þekkir fyrirliða úr íþróttum. Fyrirliðinn Fyrir þremur árum síðan vann Ingunn að verkefni með fjölmennum vinnustað sem tók ákvörðun um að fella niður öll stöðugildi millistjórnenda. Verkefnið fékk góðan undirbúning og mjög góða eftirfylgni. Sem Ingunn segir lykilatriði svo vel takist til. Við enduðum með að búa til fyrirliða í hverju teymi. Þessi fyrirliði er kosinn af hópnum og hlutverkið öllum skýrt, enda orð sem fólk þekkir úr íþróttum þótt það hafi ekkert endilega stundað íþróttir sjálft. Að vera fyrirliði kemur launasamningum ekkert við því viðkomandi heldur sínum starfstitli óbreyttum miðað við þá sérfræði eða menntun sem viðkomandi er með. Þar af leiðandi þurfti ekkert að huga að jafnlaunastaðlinum.“ En ef teymið kýs fyrirliðann, eru þetta þá kosningar fyrir ákveðið tímabil? „Nei því hvert teymi gerir með sér samskiptasáttmála og ákveður þar ákveðnar leikreglur. Samskipti eru almennt byggð á þessari jákvæðu sálfræði þar sem allir geta tjáð sig. Það þýðir að reglulega er verið að athuga hvernig fólkinu líður í teyminu, þar á meðal hvernig fyrirliðanum sjálfum er að líða, hvort það sé kominn tími til að skipta um fyrirliða og svo framvegis.“ Ingunn segir fimm til fimmtán manns vera í hverju teymi og til viðbótar við fyrirliðann, er verkefnastjóri valinn af hópnum eftir því hvað hentar í hvert verkefni. „Eftirfylgnin var síðan sú að í ákveðinn tíma eftir þessa breytingu var þjálfun. Þá sat í rauninni þögull ráðgjafi frá okkur á teymisfundum, fylgdist með umræðunum og leiðbeindi ef þess þurfti. Til dæmis með því að segja við fyrirliðann; „Fyrirgefðu, nú ertu aðeins farinn að tala eins og verkefnastjóri…“.“ En hvað þá með stjórann eða stjórnandann, er fyrirliðinn ekki stjórnandi hópsins? „Yfir teymunum eða teymi er síðan stjórnandi sem hefur allt annað hlutverk en fyrirliðinn. En í þessu tilfelli var hins vegar ákveðið að fyrirliðinn myndi sjá um að taka starfsþróunarsamtöl þrisvar til fjórum sinnum á ári en ekki stjórnandinn,“ svarar Ingunn og segir þetta fyrirkomulag hafa gefist mjög vel. „Því það er svo mikilvægt að gera stöðutékk á fólki reglulega.“ Ingunn segist aðeins hafa reynslu af því að fyrirtæki sem starfa á alþjóðavettvangi styðjist við starfsheiti á ensku. Í sumum tilvikum sé það þó rétt að íslensk þýðing starfsheita nái ekki að endurspegla nægilega vel í hverju starf viðkomandi felst. Íslenskan sé því stundum hamlandi.Vísir/Vilhelm Íslenskan getur verið hamlandi Sjálf segist Ingunn eingöngu hafa reynslu af því að fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum vettvangi, séu með starfsheiti á ensku. Hins vegar hefur brugðið á þeirri umræðu meðal fólks, að sum starfsheiti séu hreinlega betri á ensku en á íslensku. Í umfjöllun Atvinnulífsins hafa nú þegar verið nefnd nokkur starfsheiti: Head of Global Learning Operations, Global Engagement & Culture Manager, Growth Manager, Multimedia Sales Engineer og fleiri. „Já íslenskan getur verið hamlandi. Oft vantar okkur hreinlega fleiri orð. Fyrir vikið eru til starfsheiti þar sem íslenskan nær ekki að lýsa starfinu eins vel og enska starfsheitið,“ segir Ingunn og tekur dæmi: Orðið „Learning“ er gott dæmi um slíkt orð og lýsandi í enskum starfsheitum, án þess að þau störf komi starfi fræðslustjóra hér nokkuð við. Það sama má segja um starfsheitið Global Engagement & Culture Manager sem byggir á að efla helgun, drifkraft, ástríðu og byggja upp menningu, en er erfitt að þýða yfir í íslenskt starfsheiti.“ Þurfum við þá mögulega að hugsa oftar út fyrir boxið: Ekki um þýðingar heldur hvert hlutverk viðkomandi er og búa þá jafnvel til ný heiti sem við skiljum öll eins sbr. fyrirliði? „Þetta gæti verið áhugavert verkefni fyrir aðila eins og félag Mannauðsfólks á Íslandi eða Samtök atvinnulífsins. Að skoða hvort mögulegt sé að gefa út einhverjar leiðbeinandi upplýsingar. Í dag vitum við öll hvað forstjóri gerir, framkvæmdastjóri og svo framvegis. En það eru að koma inn orð eins og leiðtogi sem fólk er ekki að upplifa og skilja á sama hátt.“ Ingunn leggur þó áherslu á að auðvitað þurfi fyrirtæki að geta ráðið því áfram sjálft, hvaða orð eða titla þau nota. „Þó þannig að það sé ekki mannauðsstjóri og markaðsstjóri að ákveða ný starfsheiti til að poppa um starfið eða ásýndina. Það er alltaf varhugaverð leið.“ Margir hafa spurt sig hvers vegna það er ekki nóg að nota áfram starfsheiti sem við þekkjum nú þegar. Eins og forstöðumaður, sérfræðingur og svo framvegis. Erum við kannski að flækja málin um of? „Umræðan um forstöðumaður er svo sem umræða út af fyrir sig því þar eru sumir vinnustaðir að breyta forstöðumaður í forstöðukona og svo framvegis,“ segir Ingunn en bætir við: „Auðvitað viljum við fylgjast vel með því sem er að gerast erlendis. Ekki síst í því ljósi að vinnumarkaðurinn mun taka stakkaskiptum næstu tíu til tuttugu árin. Við eigum samt ekki að vera feimin við það að bakka, laga eða leiðrétta. Enda gerum við öll mistök og þá er betra að læra af þeim, breyta um takt og finna betri lausn.“ Starfsframi Mannauðsmál Stjórnun Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 „Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“ „Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara. 17. október 2022 07:00 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Ingunn hefur starfað mikið með vinnustöðum við það að breyta eða endurskoða starfsheiti og skipurit. Í dag segir hún okkur frá áhugaverðu dæmi um þekkingarfyrirtæki með nokkur hundruð starfsmönnum, sem réðist í róttækar breytingar hjá sér og bjó þá til nýtt hlutverk innan teyma: Fyrirliða sem ekki fær greitt fyrir það sérstaklega að leiða hópinn, en sinnir þó því hlutverki að vera fyrirliði sem drífur og leiðir hópinn áfram; Rétt eins og fyrirliði í góðu íþróttaliði. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun höldum við áfram að rýna í starfsheiti og þróun þeirra. Fyrsta umfjöllunin af þremur um þetta efni var birt í gær og má sjá hér. Leiðtoginn Ingunn er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu frá Háskóla Íslands í atvinnufélagsfræði. Hún segir mikilvægt að þegar fyrirtæki taka upp ný starfsheiti, sé það aðeins gert að vel ígrunduðu máli. „Við eigum ekki að breyta breytinganna vegna. Eða fylgja eftir einhverjum tískusveiflum heldur ígrunda málin vel og helst þannig að ný starfsheiti fylgi eftir stefnumiðum vinnustaðarins sem heild.“ Ingunn segir „leiðtogi“ vera dæmi um orð sem fólk skilur á mismunandi hátt. „Sjálf hef ég aldrei ráðlagt fyrirtækjum að taka upp leiðtogann sem starfsheiti. Því orðið leiðtogi er ekki starfsheiti. Hjá Attentus segir Ingunn að unnið sé eftir ákveðinni hugmyndafræði við endurskoðun starfsheita og mótun skipulags. Þessi hugmyndafræði byggir í stuttu máli á því að fyrst fer fram starfagreining og þarfagreining á tilteknu starfi. Þannig að tilgangur með hverri ráðningu sé skýr. Þessu fylgir síðan starfslýsing og þar kemur starfsheitið fram. Starfsheitið þurfi síðan að eiga sitt pláss í skipuritinu. Það gefst best að tala á mannamáli og hafa hlutina sem skýrasta öllum. Með leiðtoganum sem starfsheiti erum við hins vegar að taka orð sem kemur úr enskunni; orðið Lead. Í enskum starfsheitum er merking orðsins að leiða og mentora. Sem er ekkert endilega sá skilningur sem allt fólk hefur á íslenska orðinu leiðtogi.“ Þá bendir Ingunn á annað praktíst atriði sem gildir um íslenskan vinnumarkað. „Jafnlaunavottun hefur verið staðfest og því eru gerðar mælingar til samanburðar á störfum. Hagstofan tekur síðan reglulega út launasamanburð og störf og þar er leiðtoginn ekki inni. Enda kannski erfitt að gera launalegan samanburð á leiðtogum.“ Á myndum má sjá Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða íslenska landsliðsins en Ingunn segir dæmi frá fjölmennum vinnustað sem lagði niður öll stöðugildi millistjórnenda en mótaði teymi sem völdu sér fyrirliða. Fyrirliðinn gegnir því hlutverki að leiða hópinn og hvetja til dáða, en fær ekki greitt fyrir það hlutverk og því er aðeins um innanhúsheiti að ræða. En þó hlutverk sem allir ná að skilja hvert er, þar sem fólk þekkir fyrirliða úr íþróttum. Fyrirliðinn Fyrir þremur árum síðan vann Ingunn að verkefni með fjölmennum vinnustað sem tók ákvörðun um að fella niður öll stöðugildi millistjórnenda. Verkefnið fékk góðan undirbúning og mjög góða eftirfylgni. Sem Ingunn segir lykilatriði svo vel takist til. Við enduðum með að búa til fyrirliða í hverju teymi. Þessi fyrirliði er kosinn af hópnum og hlutverkið öllum skýrt, enda orð sem fólk þekkir úr íþróttum þótt það hafi ekkert endilega stundað íþróttir sjálft. Að vera fyrirliði kemur launasamningum ekkert við því viðkomandi heldur sínum starfstitli óbreyttum miðað við þá sérfræði eða menntun sem viðkomandi er með. Þar af leiðandi þurfti ekkert að huga að jafnlaunastaðlinum.“ En ef teymið kýs fyrirliðann, eru þetta þá kosningar fyrir ákveðið tímabil? „Nei því hvert teymi gerir með sér samskiptasáttmála og ákveður þar ákveðnar leikreglur. Samskipti eru almennt byggð á þessari jákvæðu sálfræði þar sem allir geta tjáð sig. Það þýðir að reglulega er verið að athuga hvernig fólkinu líður í teyminu, þar á meðal hvernig fyrirliðanum sjálfum er að líða, hvort það sé kominn tími til að skipta um fyrirliða og svo framvegis.“ Ingunn segir fimm til fimmtán manns vera í hverju teymi og til viðbótar við fyrirliðann, er verkefnastjóri valinn af hópnum eftir því hvað hentar í hvert verkefni. „Eftirfylgnin var síðan sú að í ákveðinn tíma eftir þessa breytingu var þjálfun. Þá sat í rauninni þögull ráðgjafi frá okkur á teymisfundum, fylgdist með umræðunum og leiðbeindi ef þess þurfti. Til dæmis með því að segja við fyrirliðann; „Fyrirgefðu, nú ertu aðeins farinn að tala eins og verkefnastjóri…“.“ En hvað þá með stjórann eða stjórnandann, er fyrirliðinn ekki stjórnandi hópsins? „Yfir teymunum eða teymi er síðan stjórnandi sem hefur allt annað hlutverk en fyrirliðinn. En í þessu tilfelli var hins vegar ákveðið að fyrirliðinn myndi sjá um að taka starfsþróunarsamtöl þrisvar til fjórum sinnum á ári en ekki stjórnandinn,“ svarar Ingunn og segir þetta fyrirkomulag hafa gefist mjög vel. „Því það er svo mikilvægt að gera stöðutékk á fólki reglulega.“ Ingunn segist aðeins hafa reynslu af því að fyrirtæki sem starfa á alþjóðavettvangi styðjist við starfsheiti á ensku. Í sumum tilvikum sé það þó rétt að íslensk þýðing starfsheita nái ekki að endurspegla nægilega vel í hverju starf viðkomandi felst. Íslenskan sé því stundum hamlandi.Vísir/Vilhelm Íslenskan getur verið hamlandi Sjálf segist Ingunn eingöngu hafa reynslu af því að fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum vettvangi, séu með starfsheiti á ensku. Hins vegar hefur brugðið á þeirri umræðu meðal fólks, að sum starfsheiti séu hreinlega betri á ensku en á íslensku. Í umfjöllun Atvinnulífsins hafa nú þegar verið nefnd nokkur starfsheiti: Head of Global Learning Operations, Global Engagement & Culture Manager, Growth Manager, Multimedia Sales Engineer og fleiri. „Já íslenskan getur verið hamlandi. Oft vantar okkur hreinlega fleiri orð. Fyrir vikið eru til starfsheiti þar sem íslenskan nær ekki að lýsa starfinu eins vel og enska starfsheitið,“ segir Ingunn og tekur dæmi: Orðið „Learning“ er gott dæmi um slíkt orð og lýsandi í enskum starfsheitum, án þess að þau störf komi starfi fræðslustjóra hér nokkuð við. Það sama má segja um starfsheitið Global Engagement & Culture Manager sem byggir á að efla helgun, drifkraft, ástríðu og byggja upp menningu, en er erfitt að þýða yfir í íslenskt starfsheiti.“ Þurfum við þá mögulega að hugsa oftar út fyrir boxið: Ekki um þýðingar heldur hvert hlutverk viðkomandi er og búa þá jafnvel til ný heiti sem við skiljum öll eins sbr. fyrirliði? „Þetta gæti verið áhugavert verkefni fyrir aðila eins og félag Mannauðsfólks á Íslandi eða Samtök atvinnulífsins. Að skoða hvort mögulegt sé að gefa út einhverjar leiðbeinandi upplýsingar. Í dag vitum við öll hvað forstjóri gerir, framkvæmdastjóri og svo framvegis. En það eru að koma inn orð eins og leiðtogi sem fólk er ekki að upplifa og skilja á sama hátt.“ Ingunn leggur þó áherslu á að auðvitað þurfi fyrirtæki að geta ráðið því áfram sjálft, hvaða orð eða titla þau nota. „Þó þannig að það sé ekki mannauðsstjóri og markaðsstjóri að ákveða ný starfsheiti til að poppa um starfið eða ásýndina. Það er alltaf varhugaverð leið.“ Margir hafa spurt sig hvers vegna það er ekki nóg að nota áfram starfsheiti sem við þekkjum nú þegar. Eins og forstöðumaður, sérfræðingur og svo framvegis. Erum við kannski að flækja málin um of? „Umræðan um forstöðumaður er svo sem umræða út af fyrir sig því þar eru sumir vinnustaðir að breyta forstöðumaður í forstöðukona og svo framvegis,“ segir Ingunn en bætir við: „Auðvitað viljum við fylgjast vel með því sem er að gerast erlendis. Ekki síst í því ljósi að vinnumarkaðurinn mun taka stakkaskiptum næstu tíu til tuttugu árin. Við eigum samt ekki að vera feimin við það að bakka, laga eða leiðrétta. Enda gerum við öll mistök og þá er betra að læra af þeim, breyta um takt og finna betri lausn.“
Starfsframi Mannauðsmál Stjórnun Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 „Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“ „Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara. 17. október 2022 07:00 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01
Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01
Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00
„Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“ „Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara. 17. október 2022 07:00
„Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00