Brynjar Ingi á listum sem enginn vill vera á Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 08:00 Brynjar Ingi Bjarnason lék með Íslandi gegn Spáni í mars og var einnig í landsliðshópnum í júní en missti sæti sitt þar í haust eftir að hafa ekkert verið að spila með aðalliði Vålerenga. Getty/Juan Mauel Serrano Arce Eftir afar hraðan uppgang á síðasta ári hefur miðvörðurinn og landsliðsmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason átt afar erfitt uppdráttar á sinni fyrstu leiktíð í Noregi. Brynjar, sem er 22 ára, lék um helgina sinn ellefta leik fyrir Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni, eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá Lecce á Ítalíu en þangað var hann keyptur frá KA í fyrrasumar. Sérfræðingar Discovery í Noregi settu hver um sig saman lista yfir verstu kaupin í norska fótboltanum á þessu ári og voru allir þrír með Brynjar Inga á sínum þriggja manna lista. Brynjar, sem lék sína fyrstu landsleiki í fyrra og er kominn með 14 leiki, datt út úr landsliðshópnum nú í haust. Hann var fastamaður í liði Vålerenga fyrstu tvo mánuði tímabilsins en hafði rétt spilað mínútu fyrir liðið frá því í maí þar til að hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapinu gegn Odd um helgina. „Átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni“ „Hann átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni en hann hefur verið mjög slakur,“ sagði Petter Bö Tosterud. „Það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði áfram í félaginu á næsta ári. Það segir sitt þegar Fredrik Oldrup Jensen er valinn frekar. Það er langur, langur vegur í meiri spiltíma hjá Brynjari,“ sagði Tosterud í síðustu viku. Sá tími reyndist þó kannski ekki svo langur því Brynjar leysti meiddan Jonatan Tollås af hólmi í leiknum á laugardag eins og fyrr segir. „Afar erfið staða fyrir Brynjar“ Asbjörn Myhre og Vegard Hansen voru einnig með Brynjar á sínum vonbrigðalista. „Vålerenga varði nokkurri upphæð í Brynjar sem átti að vera fyrsti maður á blað í vörninni. Það var hann í byrjun en datt fljótt út úr liðinu. Síðan þá hefur maður bara séð hann í varaliðinu. Hann átti að verða óumdeildur leiðtogi í vörninni en það varð hann ekki. Hann hefur valdið miklum vonbrigðum,“ sagði Myhre. „Hann var með þegar Vålerenga var ekki sérlega gott. Það að Oldrup Jensen sé frekar valinn segir það sem segja þarf, því Oldrup er enginn varnarmaður í mínum huga. Þetta er afar erfið staða fyrir Brynjar. Hann virðist ekki njóta neins trausts hjá [Dag-Eilev] Fagermo [þjálfara Vålerenga],“ sagði Hansen. Brynjar, sem er 22 ára, gekk í raðir Vålerenga í byrjun þessa árs og gildir samningur hans við norska félagið til loka árs 2025. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira
Brynjar, sem er 22 ára, lék um helgina sinn ellefta leik fyrir Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni, eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá Lecce á Ítalíu en þangað var hann keyptur frá KA í fyrrasumar. Sérfræðingar Discovery í Noregi settu hver um sig saman lista yfir verstu kaupin í norska fótboltanum á þessu ári og voru allir þrír með Brynjar Inga á sínum þriggja manna lista. Brynjar, sem lék sína fyrstu landsleiki í fyrra og er kominn með 14 leiki, datt út úr landsliðshópnum nú í haust. Hann var fastamaður í liði Vålerenga fyrstu tvo mánuði tímabilsins en hafði rétt spilað mínútu fyrir liðið frá því í maí þar til að hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapinu gegn Odd um helgina. „Átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni“ „Hann átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni en hann hefur verið mjög slakur,“ sagði Petter Bö Tosterud. „Það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði áfram í félaginu á næsta ári. Það segir sitt þegar Fredrik Oldrup Jensen er valinn frekar. Það er langur, langur vegur í meiri spiltíma hjá Brynjari,“ sagði Tosterud í síðustu viku. Sá tími reyndist þó kannski ekki svo langur því Brynjar leysti meiddan Jonatan Tollås af hólmi í leiknum á laugardag eins og fyrr segir. „Afar erfið staða fyrir Brynjar“ Asbjörn Myhre og Vegard Hansen voru einnig með Brynjar á sínum vonbrigðalista. „Vålerenga varði nokkurri upphæð í Brynjar sem átti að vera fyrsti maður á blað í vörninni. Það var hann í byrjun en datt fljótt út úr liðinu. Síðan þá hefur maður bara séð hann í varaliðinu. Hann átti að verða óumdeildur leiðtogi í vörninni en það varð hann ekki. Hann hefur valdið miklum vonbrigðum,“ sagði Myhre. „Hann var með þegar Vålerenga var ekki sérlega gott. Það að Oldrup Jensen sé frekar valinn segir það sem segja þarf, því Oldrup er enginn varnarmaður í mínum huga. Þetta er afar erfið staða fyrir Brynjar. Hann virðist ekki njóta neins trausts hjá [Dag-Eilev] Fagermo [þjálfara Vålerenga],“ sagði Hansen. Brynjar, sem er 22 ára, gekk í raðir Vålerenga í byrjun þessa árs og gildir samningur hans við norska félagið til loka árs 2025.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira