Juventus úr leik eftir tap í Portúgal | Stjörnurnar hjá PSG fóru á kostum í stórsigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. október 2022 21:14 Benfica gerði út um vonir Juventus. Gualter Fatia/Getty Images Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld þegar sex leikir í næst seinustu umferð riðlakeppninnar fóru fram á sama tíma. Ítalska stórveldið Juventus er úr leik eftir 4-3 tap gegn Benfica og stjörnurnar hjá Paris Saint-Germain léku á als oddi er liðið vann 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa. Juventus þurfti sárlega á sigri að halda er liðið heimsótti Benfica til Portúgal í kvöld þar sem liðið sat í þriðja sæti H-riðils, fimm stigum á eftir Benfica sem sat í öðru sæti. Ekki byrjaði það vel fyrir ítalska liðið þar sem Antonio Silva kom heimamönnum yfir strax á 17. mínútu, en Moise Kean jafnaði metin fyrir gestina fjórum mínútum síðar. Heimamenn tóku þó forystuna á ný þegar Joao Mario skoraði af vítapunktinum á 28. mínútu áður en Rafa Silva breytti stöðunni í 3-1 stuttu fyrir hálfleik. Grátt breyttist svo í svart þegar Rafa Silva bætti öðru marki sínu og fjórða marki Benfica við snemma í síðari hálfleik og brekkan orðin ansi brött fyrir Juventus. Arkadiusz Milik og Weston McKennie klóruðu þó í bakkann fyrir gestina með sínu markinu hvor á seinasta stundarfjórðungi leiksins, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan því 4-3 sigur Benfica. Benfica situr því í öðru sæti H-riðils með 11 stig þegar einn leikur er eftir, átta stigum fyrir ofan Juventus sem situr í þriðja sæti. Benfica er því á leið í 16-liða úrslit, en Juventus situr eftir með sárt ennið í fyrsta skipti síðan tímabilið 2013-2014. Into the Last 16 we go! 🦅#SLBJUV #UCL pic.twitter.com/sDQTDngOGL— SL Benfica (@slbenfica_en) October 25, 2022 Þá vann stjörnuprýtt lið Paris Saint-Germain afar öruggan 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa á sama tíma í sama riðli. Lionel Messi kom liðinu í 1-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik, Kylian Mbappé bætti öðru marki við rúmum tíu mínúm síðar og Neymar skoraði þriðja mark liðsins tíu mínútum fyrir hálfleik. Gestirnir minnkuðu þó muninn á 38. mínútu, en Lionel Messi bætti öðru marki sínu og fjórða marki PSG við á lokamínútu hálfleiksins og staðan því 4-1 þegar liðin gegnu til búningsherbergja. Gestirnir minnkuðu muninn niður í tvö mörk á ný snemma í síðari hálfleik áður en Kylian Mbappé breytti stöðunni í 5-2 á 64. mínútu og þremur mínútum síðar var staðan orðin 6-2 þegar Sean Goldberg varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Carlos Soler negldi svo seinasta naglann í kistu gestanna þegar hann skoraði sjöunda mark PSG á 84 mínútu og niðurstaðan því 7-2 sigur Parísaliðsins. PSG trónir því á toppi H-riðils með 11 stig þegar ein umferð er eftir, átta stigum meira en Maccabi Haifa sem rekur lestina. PSG er því á leið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, en Maccabi Haifa er enn í harðri baráttu við Juventus um þriðja sætið sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Úrslit kvöldsins E-riðill FC Salzburg 1-2 Chelsea Dinamo Zagreb 0-4 AC Milan F-riðill Celtic 1-1 Shakhtar Donetsk RB Leipzig 3-2 Real Madrid G-riðill Sevilla 3-0 FC Kaupmannahöfn Borussia Dortmund 0-0 Manchester City H-riðill Benfica 4-3 Juventus Paris Saint-Germain 7-2 Maccabi Haifa Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Juventus þurfti sárlega á sigri að halda er liðið heimsótti Benfica til Portúgal í kvöld þar sem liðið sat í þriðja sæti H-riðils, fimm stigum á eftir Benfica sem sat í öðru sæti. Ekki byrjaði það vel fyrir ítalska liðið þar sem Antonio Silva kom heimamönnum yfir strax á 17. mínútu, en Moise Kean jafnaði metin fyrir gestina fjórum mínútum síðar. Heimamenn tóku þó forystuna á ný þegar Joao Mario skoraði af vítapunktinum á 28. mínútu áður en Rafa Silva breytti stöðunni í 3-1 stuttu fyrir hálfleik. Grátt breyttist svo í svart þegar Rafa Silva bætti öðru marki sínu og fjórða marki Benfica við snemma í síðari hálfleik og brekkan orðin ansi brött fyrir Juventus. Arkadiusz Milik og Weston McKennie klóruðu þó í bakkann fyrir gestina með sínu markinu hvor á seinasta stundarfjórðungi leiksins, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan því 4-3 sigur Benfica. Benfica situr því í öðru sæti H-riðils með 11 stig þegar einn leikur er eftir, átta stigum fyrir ofan Juventus sem situr í þriðja sæti. Benfica er því á leið í 16-liða úrslit, en Juventus situr eftir með sárt ennið í fyrsta skipti síðan tímabilið 2013-2014. Into the Last 16 we go! 🦅#SLBJUV #UCL pic.twitter.com/sDQTDngOGL— SL Benfica (@slbenfica_en) October 25, 2022 Þá vann stjörnuprýtt lið Paris Saint-Germain afar öruggan 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa á sama tíma í sama riðli. Lionel Messi kom liðinu í 1-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik, Kylian Mbappé bætti öðru marki við rúmum tíu mínúm síðar og Neymar skoraði þriðja mark liðsins tíu mínútum fyrir hálfleik. Gestirnir minnkuðu þó muninn á 38. mínútu, en Lionel Messi bætti öðru marki sínu og fjórða marki PSG við á lokamínútu hálfleiksins og staðan því 4-1 þegar liðin gegnu til búningsherbergja. Gestirnir minnkuðu muninn niður í tvö mörk á ný snemma í síðari hálfleik áður en Kylian Mbappé breytti stöðunni í 5-2 á 64. mínútu og þremur mínútum síðar var staðan orðin 6-2 þegar Sean Goldberg varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Carlos Soler negldi svo seinasta naglann í kistu gestanna þegar hann skoraði sjöunda mark PSG á 84 mínútu og niðurstaðan því 7-2 sigur Parísaliðsins. PSG trónir því á toppi H-riðils með 11 stig þegar ein umferð er eftir, átta stigum meira en Maccabi Haifa sem rekur lestina. PSG er því á leið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, en Maccabi Haifa er enn í harðri baráttu við Juventus um þriðja sætið sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Úrslit kvöldsins E-riðill FC Salzburg 1-2 Chelsea Dinamo Zagreb 0-4 AC Milan F-riðill Celtic 1-1 Shakhtar Donetsk RB Leipzig 3-2 Real Madrid G-riðill Sevilla 3-0 FC Kaupmannahöfn Borussia Dortmund 0-0 Manchester City H-riðill Benfica 4-3 Juventus Paris Saint-Germain 7-2 Maccabi Haifa
E-riðill FC Salzburg 1-2 Chelsea Dinamo Zagreb 0-4 AC Milan F-riðill Celtic 1-1 Shakhtar Donetsk RB Leipzig 3-2 Real Madrid G-riðill Sevilla 3-0 FC Kaupmannahöfn Borussia Dortmund 0-0 Manchester City H-riðill Benfica 4-3 Juventus Paris Saint-Germain 7-2 Maccabi Haifa
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira