Juventus úr leik eftir tap í Portúgal | Stjörnurnar hjá PSG fóru á kostum í stórsigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. október 2022 21:14 Benfica gerði út um vonir Juventus. Gualter Fatia/Getty Images Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld þegar sex leikir í næst seinustu umferð riðlakeppninnar fóru fram á sama tíma. Ítalska stórveldið Juventus er úr leik eftir 4-3 tap gegn Benfica og stjörnurnar hjá Paris Saint-Germain léku á als oddi er liðið vann 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa. Juventus þurfti sárlega á sigri að halda er liðið heimsótti Benfica til Portúgal í kvöld þar sem liðið sat í þriðja sæti H-riðils, fimm stigum á eftir Benfica sem sat í öðru sæti. Ekki byrjaði það vel fyrir ítalska liðið þar sem Antonio Silva kom heimamönnum yfir strax á 17. mínútu, en Moise Kean jafnaði metin fyrir gestina fjórum mínútum síðar. Heimamenn tóku þó forystuna á ný þegar Joao Mario skoraði af vítapunktinum á 28. mínútu áður en Rafa Silva breytti stöðunni í 3-1 stuttu fyrir hálfleik. Grátt breyttist svo í svart þegar Rafa Silva bætti öðru marki sínu og fjórða marki Benfica við snemma í síðari hálfleik og brekkan orðin ansi brött fyrir Juventus. Arkadiusz Milik og Weston McKennie klóruðu þó í bakkann fyrir gestina með sínu markinu hvor á seinasta stundarfjórðungi leiksins, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan því 4-3 sigur Benfica. Benfica situr því í öðru sæti H-riðils með 11 stig þegar einn leikur er eftir, átta stigum fyrir ofan Juventus sem situr í þriðja sæti. Benfica er því á leið í 16-liða úrslit, en Juventus situr eftir með sárt ennið í fyrsta skipti síðan tímabilið 2013-2014. Into the Last 16 we go! 🦅#SLBJUV #UCL pic.twitter.com/sDQTDngOGL— SL Benfica (@slbenfica_en) October 25, 2022 Þá vann stjörnuprýtt lið Paris Saint-Germain afar öruggan 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa á sama tíma í sama riðli. Lionel Messi kom liðinu í 1-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik, Kylian Mbappé bætti öðru marki við rúmum tíu mínúm síðar og Neymar skoraði þriðja mark liðsins tíu mínútum fyrir hálfleik. Gestirnir minnkuðu þó muninn á 38. mínútu, en Lionel Messi bætti öðru marki sínu og fjórða marki PSG við á lokamínútu hálfleiksins og staðan því 4-1 þegar liðin gegnu til búningsherbergja. Gestirnir minnkuðu muninn niður í tvö mörk á ný snemma í síðari hálfleik áður en Kylian Mbappé breytti stöðunni í 5-2 á 64. mínútu og þremur mínútum síðar var staðan orðin 6-2 þegar Sean Goldberg varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Carlos Soler negldi svo seinasta naglann í kistu gestanna þegar hann skoraði sjöunda mark PSG á 84 mínútu og niðurstaðan því 7-2 sigur Parísaliðsins. PSG trónir því á toppi H-riðils með 11 stig þegar ein umferð er eftir, átta stigum meira en Maccabi Haifa sem rekur lestina. PSG er því á leið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, en Maccabi Haifa er enn í harðri baráttu við Juventus um þriðja sætið sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Úrslit kvöldsins E-riðill FC Salzburg 1-2 Chelsea Dinamo Zagreb 0-4 AC Milan F-riðill Celtic 1-1 Shakhtar Donetsk RB Leipzig 3-2 Real Madrid G-riðill Sevilla 3-0 FC Kaupmannahöfn Borussia Dortmund 0-0 Manchester City H-riðill Benfica 4-3 Juventus Paris Saint-Germain 7-2 Maccabi Haifa Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Juventus þurfti sárlega á sigri að halda er liðið heimsótti Benfica til Portúgal í kvöld þar sem liðið sat í þriðja sæti H-riðils, fimm stigum á eftir Benfica sem sat í öðru sæti. Ekki byrjaði það vel fyrir ítalska liðið þar sem Antonio Silva kom heimamönnum yfir strax á 17. mínútu, en Moise Kean jafnaði metin fyrir gestina fjórum mínútum síðar. Heimamenn tóku þó forystuna á ný þegar Joao Mario skoraði af vítapunktinum á 28. mínútu áður en Rafa Silva breytti stöðunni í 3-1 stuttu fyrir hálfleik. Grátt breyttist svo í svart þegar Rafa Silva bætti öðru marki sínu og fjórða marki Benfica við snemma í síðari hálfleik og brekkan orðin ansi brött fyrir Juventus. Arkadiusz Milik og Weston McKennie klóruðu þó í bakkann fyrir gestina með sínu markinu hvor á seinasta stundarfjórðungi leiksins, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan því 4-3 sigur Benfica. Benfica situr því í öðru sæti H-riðils með 11 stig þegar einn leikur er eftir, átta stigum fyrir ofan Juventus sem situr í þriðja sæti. Benfica er því á leið í 16-liða úrslit, en Juventus situr eftir með sárt ennið í fyrsta skipti síðan tímabilið 2013-2014. Into the Last 16 we go! 🦅#SLBJUV #UCL pic.twitter.com/sDQTDngOGL— SL Benfica (@slbenfica_en) October 25, 2022 Þá vann stjörnuprýtt lið Paris Saint-Germain afar öruggan 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa á sama tíma í sama riðli. Lionel Messi kom liðinu í 1-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik, Kylian Mbappé bætti öðru marki við rúmum tíu mínúm síðar og Neymar skoraði þriðja mark liðsins tíu mínútum fyrir hálfleik. Gestirnir minnkuðu þó muninn á 38. mínútu, en Lionel Messi bætti öðru marki sínu og fjórða marki PSG við á lokamínútu hálfleiksins og staðan því 4-1 þegar liðin gegnu til búningsherbergja. Gestirnir minnkuðu muninn niður í tvö mörk á ný snemma í síðari hálfleik áður en Kylian Mbappé breytti stöðunni í 5-2 á 64. mínútu og þremur mínútum síðar var staðan orðin 6-2 þegar Sean Goldberg varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Carlos Soler negldi svo seinasta naglann í kistu gestanna þegar hann skoraði sjöunda mark PSG á 84 mínútu og niðurstaðan því 7-2 sigur Parísaliðsins. PSG trónir því á toppi H-riðils með 11 stig þegar ein umferð er eftir, átta stigum meira en Maccabi Haifa sem rekur lestina. PSG er því á leið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, en Maccabi Haifa er enn í harðri baráttu við Juventus um þriðja sætið sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Úrslit kvöldsins E-riðill FC Salzburg 1-2 Chelsea Dinamo Zagreb 0-4 AC Milan F-riðill Celtic 1-1 Shakhtar Donetsk RB Leipzig 3-2 Real Madrid G-riðill Sevilla 3-0 FC Kaupmannahöfn Borussia Dortmund 0-0 Manchester City H-riðill Benfica 4-3 Juventus Paris Saint-Germain 7-2 Maccabi Haifa
E-riðill FC Salzburg 1-2 Chelsea Dinamo Zagreb 0-4 AC Milan F-riðill Celtic 1-1 Shakhtar Donetsk RB Leipzig 3-2 Real Madrid G-riðill Sevilla 3-0 FC Kaupmannahöfn Borussia Dortmund 0-0 Manchester City H-riðill Benfica 4-3 Juventus Paris Saint-Germain 7-2 Maccabi Haifa
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira