„Ég myndi aldrei láta það uppi“ Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. október 2022 22:41 Vigdís segir að með ljóðum varðveitum við íslenska tungu sem er dýrmætari en allt annað Vísir/Vilhelm Ljóð sem fylgt hafa Vigdísi Finnbogadóttur í gegnum lífið voru gefin út á bók í dag. Hún ber titilinn Ljóðin hennar Vigdísar en fyrrverandi forsetinn valdi öll ljóðin sem birtast í henni. Sjálf segist hún aldrei ætla að láta það uppi hvort hún eigi ljóð eftir sjálfa sig, falin í einhverri skúffunni. Útgáfu bókarinnar var fagnað við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu í dag. Þar hélt Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræðu til heiðurs Vigdísar og minntist þar meðal annars á skáp í Thomsenstofu á Bessastöðum en þangað hafði Vigdís safnað urmul ljóðabóka í forsetatíð sinni. Hún hefur alltaf verið ljóðelsk að eigin sögn. „Já, ég man ekki eftir mér öðruvísi. En ég er náttúrulega alin upp þannig að mitt fólk var mjög ljóðelskt og það var mikið farið með ljóð í minni bernsku og æsku. Ljóðin hafa bundið svo vel íslenska tungu. Og með ljóðum varðveitum við þessa tungu sem er okkur dýrmætari en allt annað. Á meðan við tölum íslenska tungu þá erum við öðruvísi en annað fólk í heiminum,“ segir Vigdís. Við útgáfuhófið voru veitt ný hvatningarverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur sem Brynja Hjálmsdóttir skáld og rithöfundur tók við. Brynja Hjálmarsdóttir, rithöfundur og skáld, tók við hvatningarverðlaunum Vigdísar Finnbogadóttur við útgáfuhófið.Vísir/Vilhelm „Á meðan að ljóðlistin og útgáfa ljóða eru vinsælar jólagjafir og fermingagjafir - nú er ég með áróður; vinsælar fermingagjafir - þá lifir ljóðlist á Íslandi.“ En hvað er það í ljóðum sem nær Vigdísi? Hvernig voru ljóðin valin í nýju bókina? „Að það sé í þeim ákveðin lífsspeki, hrynjandi auðvitað og að leika sér að tungumálinu. En líka speki. Vegna þess að tungumálið geymir alla visku mannsins.“ Þú hefur ekkert sjálf leikið þér við að semja eða hvað? „Ég myndi aldrei láta það uppi,“ segir Vigdís glettin. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var viðstaddur útgáfuhófið í dag.Vísir/Vilhelm Íslensk fræði Bókmenntir Ljóðlist Forseti Íslands Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Útgáfu bókarinnar var fagnað við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu í dag. Þar hélt Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræðu til heiðurs Vigdísar og minntist þar meðal annars á skáp í Thomsenstofu á Bessastöðum en þangað hafði Vigdís safnað urmul ljóðabóka í forsetatíð sinni. Hún hefur alltaf verið ljóðelsk að eigin sögn. „Já, ég man ekki eftir mér öðruvísi. En ég er náttúrulega alin upp þannig að mitt fólk var mjög ljóðelskt og það var mikið farið með ljóð í minni bernsku og æsku. Ljóðin hafa bundið svo vel íslenska tungu. Og með ljóðum varðveitum við þessa tungu sem er okkur dýrmætari en allt annað. Á meðan við tölum íslenska tungu þá erum við öðruvísi en annað fólk í heiminum,“ segir Vigdís. Við útgáfuhófið voru veitt ný hvatningarverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur sem Brynja Hjálmsdóttir skáld og rithöfundur tók við. Brynja Hjálmarsdóttir, rithöfundur og skáld, tók við hvatningarverðlaunum Vigdísar Finnbogadóttur við útgáfuhófið.Vísir/Vilhelm „Á meðan að ljóðlistin og útgáfa ljóða eru vinsælar jólagjafir og fermingagjafir - nú er ég með áróður; vinsælar fermingagjafir - þá lifir ljóðlist á Íslandi.“ En hvað er það í ljóðum sem nær Vigdísi? Hvernig voru ljóðin valin í nýju bókina? „Að það sé í þeim ákveðin lífsspeki, hrynjandi auðvitað og að leika sér að tungumálinu. En líka speki. Vegna þess að tungumálið geymir alla visku mannsins.“ Þú hefur ekkert sjálf leikið þér við að semja eða hvað? „Ég myndi aldrei láta það uppi,“ segir Vigdís glettin. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var viðstaddur útgáfuhófið í dag.Vísir/Vilhelm
Íslensk fræði Bókmenntir Ljóðlist Forseti Íslands Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira