Sunak segist skipaður til að leiðrétta mistök Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2022 11:54 Karl III konungur fól Rishi Sunak að leiða nýja ríkisstjórn í morgun. Hann er fyrsti forsætisráðherrann sem konungur veitir slíkt umboð. AP/Aaron Chown Liz Truss sem var óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá því mælingar hófust hefur látið af völdum og Rishi Sunak er tekinn við. Hann segist hafa hlotið embættið leiðtoga og forsætisráðherra til að leiðrétta mistök en á grundvelli þess málaefnagrundvölls sem Boris Johnson fékk umboð til að koma í framkvæmd í síðustu kosningum. Liz Truss flutti stutta ræðu fyrir utan Downingstræti 10 áður en hún hélt á fund Karls III konungs til að greina honum formlega frá því að hún hefði ekki lengur þingmeirihluta á bakvið sig og segja af sér. Stuttu síðar gekk Rishi Sunak á fund konungs sem bauð honum að mynda ríkisstjórn. Sunak er fyrsti asíski maðurinn til að gegna embætti forsætisráðherra. Hann er 42 ára og sá yngsti til að taka við embættinu frá því Pitt yngri varð forsætisráðherra á 18. öld. Sunak er einng fyrsti forsætisráðherrann sem ekki er kristinnar trúar en hann er hindúi af indverskum ættum. Liz Truss yfirgefur forsætisráðherrabústaðinn með fjölskyldu sinni rúin öllu trausti. Enginn hefur gengt embættinu skemur en hún eða aðeins í sjö vikur.AP/Frank Augstein Liz Tuss gat ekki viðurkennt þau mistök sem urðu henni að falli í kveðjuræðu sinni en enginn hefur setið skemur í stól forsætisráðherra Bretlands en hún eða 7 vikur. „Eftir embættistíð mína er ég sannfærðari en áður að við verðum að vera djörf þegar við mætum þeim krefjandi verkefnum sem blasa við,“ sagði Truss. En það var djörfung hennar í efnahagsmálum með tillögum um ófjármagnaðar skattalækkanir upp á 62 milljónir punda á sama tíma og ríkissjóður Bretlands er stórskuldugur sem varð henni að falli. Rishi Sunak er þriðji forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sjö vikum.AP/Kin Cheung „Við getum einfaldlega ekki leyft okkur að vera lágvaxtarland á sama tíma og ríkið tekur æ stærri hluta af þjóðartekjum okkar," sagði Truss föst á sínu áður en hún hélt af stað á fund konungs til að segja af sér rúin öllu trausti. Aðgerðir hennar settu markaði á annan endann, vextir hækkuðu, pundið féll og húnsæðiskostnaður óx. Rishi Sunak tekinn við sem forsætisráðherra. Bretar hafa nú haft fimm forsætisráðherra á sex árum en kjörtímabilið rennur formlega út eftir tvö ár.AP/Kin Cheung Rishi Sunak sem sagði af sér embætti fjármálaráðherra í aðdraganda afsagnar Borisar Johnsons í sumar gekkst hins vegar við mistökum ríkisstjórna Íhaldsflokksins að undanförnu. Bretar stæðu frammi fyrir mikilli efnahagskreppu vegna eftirmála Covid og stríðsins í Úkraínu. „En ákveðin mistök voru gerð. Ekki af illum vilja, en mistök engu að síður. Ég hef að hluta til verið valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra til að leiðrétta þau mistök,“ sagði Sunak. En í nýlegri úttekt Financial Times kemur fram að efnahagskreppuna megi að stórum hluta rekja til Brexit. Íhaldsmenn og flestir stjórnmálamenn aðrir í Bretlandi mega hins vegar ekki heyra á þá hlið mála minnst og einblína á faraldurinn og Úkraínustríðið. Bretland Brexit Karl III Bretakonungur Efnahagsmál Tengdar fréttir Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01 Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Liz Truss flutti stutta ræðu fyrir utan Downingstræti 10 áður en hún hélt á fund Karls III konungs til að greina honum formlega frá því að hún hefði ekki lengur þingmeirihluta á bakvið sig og segja af sér. Stuttu síðar gekk Rishi Sunak á fund konungs sem bauð honum að mynda ríkisstjórn. Sunak er fyrsti asíski maðurinn til að gegna embætti forsætisráðherra. Hann er 42 ára og sá yngsti til að taka við embættinu frá því Pitt yngri varð forsætisráðherra á 18. öld. Sunak er einng fyrsti forsætisráðherrann sem ekki er kristinnar trúar en hann er hindúi af indverskum ættum. Liz Truss yfirgefur forsætisráðherrabústaðinn með fjölskyldu sinni rúin öllu trausti. Enginn hefur gengt embættinu skemur en hún eða aðeins í sjö vikur.AP/Frank Augstein Liz Tuss gat ekki viðurkennt þau mistök sem urðu henni að falli í kveðjuræðu sinni en enginn hefur setið skemur í stól forsætisráðherra Bretlands en hún eða 7 vikur. „Eftir embættistíð mína er ég sannfærðari en áður að við verðum að vera djörf þegar við mætum þeim krefjandi verkefnum sem blasa við,“ sagði Truss. En það var djörfung hennar í efnahagsmálum með tillögum um ófjármagnaðar skattalækkanir upp á 62 milljónir punda á sama tíma og ríkissjóður Bretlands er stórskuldugur sem varð henni að falli. Rishi Sunak er þriðji forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sjö vikum.AP/Kin Cheung „Við getum einfaldlega ekki leyft okkur að vera lágvaxtarland á sama tíma og ríkið tekur æ stærri hluta af þjóðartekjum okkar," sagði Truss föst á sínu áður en hún hélt af stað á fund konungs til að segja af sér rúin öllu trausti. Aðgerðir hennar settu markaði á annan endann, vextir hækkuðu, pundið féll og húnsæðiskostnaður óx. Rishi Sunak tekinn við sem forsætisráðherra. Bretar hafa nú haft fimm forsætisráðherra á sex árum en kjörtímabilið rennur formlega út eftir tvö ár.AP/Kin Cheung Rishi Sunak sem sagði af sér embætti fjármálaráðherra í aðdraganda afsagnar Borisar Johnsons í sumar gekkst hins vegar við mistökum ríkisstjórna Íhaldsflokksins að undanförnu. Bretar stæðu frammi fyrir mikilli efnahagskreppu vegna eftirmála Covid og stríðsins í Úkraínu. „En ákveðin mistök voru gerð. Ekki af illum vilja, en mistök engu að síður. Ég hef að hluta til verið valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra til að leiðrétta þau mistök,“ sagði Sunak. En í nýlegri úttekt Financial Times kemur fram að efnahagskreppuna megi að stórum hluta rekja til Brexit. Íhaldsmenn og flestir stjórnmálamenn aðrir í Bretlandi mega hins vegar ekki heyra á þá hlið mála minnst og einblína á faraldurinn og Úkraínustríðið.
Bretland Brexit Karl III Bretakonungur Efnahagsmál Tengdar fréttir Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01 Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01
Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03
Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent