Iniesta: Oft var besti tími dagsins þegar ég gleypti pillu og lagðist í rúmið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2022 10:30 Andres Iniesta kvaddi spænska landsliðið á HM 2018 eftir að hafa spilað 131 landsleik. EPA-EFE/ARMANDO BABANI Spænska knattspyrnugoðsögnin Andrés Iniesta sagði frá glímu sinni við þunglyndi í hlaðvarpsþættinum „The Wild Project“ og það var frekar sláandi að hlusta á eina af stærstu stjörnum sinnar kynslóðar tala um andlega glímu sína utan vallar. Iniesta er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona og með spænska landsliðinu en þessi 38 ára gamli miðjumaður er enn að spila fótbolta í Japan með liði Vissel Kobe. Iniesta var í 22 ár hjá Barcelona og vann 35 titla með félaginu en fór til Japans árið 2018 og hefur nú spilað yfir hundrað leiki fyrir Vissel Kobe. Andrés Iniesta: "When I was struggling with depression, my most enjoyable part of the day was when I took my pill and went to sleep at night. You lose joy from life, from everything. I hugged my wife, but it felt like hugging a pillow. You feel nothing." pic.twitter.com/jT1kdQo4Nq— Football Tweet (@Football__Tweet) October 22, 2022 Í viðtalinu talaði Iniesta um þunglyndi sitt og það oft hafi besti tími dagsins verið þegar hann gleypti pillu og lagðist í rúmið. „Ég fer enn í sálfræðimeðferð til að friða hugann. Ég nýt þess að hlusta á fagfólk tala um andlega heilsu og þunglyndi. Þú segir við sjálfan þig: Þetta er ekki þú, þetta er líkaminn þinn en þú átt ekkert líf, upplifir enga gleði og hefur enga orku,“ sagði Andrés Iniesta. „Þegar ég var að glíma við þunglyndi þá var oft ánægjulegasti tími dagsins þegar ég gleypti pilluna mína og lagðist í rúmið. Þú tapar lífsgleðinni og allri ánægju í þínu lífi. Ég faðmaði konuna mína en mér fannst ég vera að faðma kodda. Þú finnur ekkert,“ sagði Iniesta. Iniesta viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa Barcelona og aðlagast nýjum aðstæðum í Japan. Iniesta, sobre su depresión "No podía estar ni media hora sobre el césped y Guardiola me ayudó"https://t.co/kEcZP0vhH0— Deportes Cuatro (@DeportesCuatro) October 20, 2022 „Þetta er ekki spurning um efnislega hluti. Ég hefði getað átt alla bíla í heimi og allt sem mig langaði í en það væri samt erfitt að eiga við hlutina í daglega lífinu,“ sagði Iniesta. Samningur hans við Vissel Kobe rennur út sumarið 2024. Þá verður hann orðinn fertugur og sér fyrir sér heimkomu til Katalóníu. „Ég vil snúa aftur til Barcelona sem annaðhvort þjálfari eða íþróttastjóri,“ sagði Iniesta. Andrés Iniesta spilaði alls 674 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum frá 2002 til 2018. Hann varð níu sinnum spænskur meistari með félaginu, sex sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina fjórum sinnum. Hann vann líka þrjá stóra titla með spænska landsliðinu, tvo Evrópumeistaratitla og svo heimsmeistaratitilinn 2010 þar sem Iniesta skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum. Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Iniesta er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona og með spænska landsliðinu en þessi 38 ára gamli miðjumaður er enn að spila fótbolta í Japan með liði Vissel Kobe. Iniesta var í 22 ár hjá Barcelona og vann 35 titla með félaginu en fór til Japans árið 2018 og hefur nú spilað yfir hundrað leiki fyrir Vissel Kobe. Andrés Iniesta: "When I was struggling with depression, my most enjoyable part of the day was when I took my pill and went to sleep at night. You lose joy from life, from everything. I hugged my wife, but it felt like hugging a pillow. You feel nothing." pic.twitter.com/jT1kdQo4Nq— Football Tweet (@Football__Tweet) October 22, 2022 Í viðtalinu talaði Iniesta um þunglyndi sitt og það oft hafi besti tími dagsins verið þegar hann gleypti pillu og lagðist í rúmið. „Ég fer enn í sálfræðimeðferð til að friða hugann. Ég nýt þess að hlusta á fagfólk tala um andlega heilsu og þunglyndi. Þú segir við sjálfan þig: Þetta er ekki þú, þetta er líkaminn þinn en þú átt ekkert líf, upplifir enga gleði og hefur enga orku,“ sagði Andrés Iniesta. „Þegar ég var að glíma við þunglyndi þá var oft ánægjulegasti tími dagsins þegar ég gleypti pilluna mína og lagðist í rúmið. Þú tapar lífsgleðinni og allri ánægju í þínu lífi. Ég faðmaði konuna mína en mér fannst ég vera að faðma kodda. Þú finnur ekkert,“ sagði Iniesta. Iniesta viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa Barcelona og aðlagast nýjum aðstæðum í Japan. Iniesta, sobre su depresión "No podía estar ni media hora sobre el césped y Guardiola me ayudó"https://t.co/kEcZP0vhH0— Deportes Cuatro (@DeportesCuatro) October 20, 2022 „Þetta er ekki spurning um efnislega hluti. Ég hefði getað átt alla bíla í heimi og allt sem mig langaði í en það væri samt erfitt að eiga við hlutina í daglega lífinu,“ sagði Iniesta. Samningur hans við Vissel Kobe rennur út sumarið 2024. Þá verður hann orðinn fertugur og sér fyrir sér heimkomu til Katalóníu. „Ég vil snúa aftur til Barcelona sem annaðhvort þjálfari eða íþróttastjóri,“ sagði Iniesta. Andrés Iniesta spilaði alls 674 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum frá 2002 til 2018. Hann varð níu sinnum spænskur meistari með félaginu, sex sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina fjórum sinnum. Hann vann líka þrjá stóra titla með spænska landsliðinu, tvo Evrópumeistaratitla og svo heimsmeistaratitilinn 2010 þar sem Iniesta skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum.
Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira