Í frétt danska ríkisútvarpsins kemur fram að á hátíðinni verði menning, hönnun og list gert hátt undir höfði og var Ólafur fenginn til að setja upp verk utandyra í al-Zubarah eyðimörkinni í norðurhluta landsins.
Verkið ber nafnið Skuggar sem ferðast á hafi dagsins, eða Shadows travelling on the sea of the day, og er smíðað úr málmi, trefjagleri og speglagleri.

Listahátíðin Qatar Creates Week er liður í sjarmasókn Katara í aðdraganda heimsmeistara heimsmeistaramótsins í fótbolta karla sem hefst þann 20. nóvember næstkomandi og stendur til 18. desember.
Skipuleggjendur mótsins og stjórnvöld í landinu hafa sætt gríðarlegri gagnrýni vegna mannréttindabrota sem framin hafa verið við smíði fjölda leikvanga árin fyrir mótið.

Lesa má um verkið á heimasíðu Ólafs Elíassonar.
