„Vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2022 07:31 Erling Haaland fær að fara í frí til Spánar og Noregs á meðan að liðsfélagar hans fara flestir á HM í Katar í næsta mánuði. Getty/Robbie Jay Barratt Pep Guardiola sagði í gær að Erling Haaland væri enn betri knattspyrnumaður en hann hefði haldið, og jafnframt einbeittur í að bæta sig. Guardiola grínaðist einnig með að Haaland þyrfti að hafa stjórn á mataræðinu í langa fríinu sem hann á fyrir höndum. Haaland hefur skorað 22 mörk í 14 leikjum fyrir Manchester City fyrir endurkomuna á heimavöll Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. City-menn spila sex leiki á næstu átján dögum en svo tekur við eins og hálfs mánaðar hlé fram að jólum, vegna HM í Katar. Þar verður Haaland hvergi sjáanlegur því Noregur komst ekki á HM, og fyrri hluta hlésins fær Norðmaðurinn að vera í fríi: „Hann verður í Marbella [á Spáni] eða í Noregi,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. Margir óttast kannski að Haaland verði enn öflugri eftir HM-hléið, þegar mótherjar hans verða ef til vill margir hverjir þreyttir eftir HM. „Hversu fullkominn hann verður veltur á því hvernig hann hagar sér í Marbella. Hann á hús þar. Hann mun spila golf en vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið! Þetta er í fyrsta sinn á ævi okkar sem að þetta gerist [að HM er að vetri til] svo við vitum ekki hvernig leikmennirnir koma út úr því. Ef þeir verða heimsmeistarar verða þeir mjög jákvæðir. Eða þá að þeir falla snemma út og fá meira frí. Þetta er ótrúlega þétt leikjadagskrá og þið hafið séð hvernig margir leikmenn eru að missa af HM út af þessari klikkuðu dagskrá,“ sagði Guardiola. Pep wants Haaland to lay off the carbs during the World Cup break pic.twitter.com/wks9yin7P5— ESPN FC (@ESPNFC) October 24, 2022 „Vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum“ Guardiola viðurkenndi á blaðamannafundinum í Dortmund í gær að hann hefði ekki alveg gert sér grein fyrir því að Haaland væri svo ofboðslega góður sem raun ber vitni. „Ég vissi að hann myndi ráða vel við það þegar liðið vinnur boltann hratt og að hann er óstöðvandi á 30-40 metrum. En ég vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum. Hann hefur skorað mörg mörk fyrir okkur vegna þess hvað hann hreyfir sig vel. Hann er með svo gott innsæi og það sést sérstaklega í því hvernig hann hreyfir sig. Hann færir sig frá kraðakinu og nálgast boltann. Þetta eru ekki auðveldar hreyfingar fyrir framherja. Hann er svo klár í að gera þessar hreyfingar á réttum augnablikum. Þar fyrir utan eru vinnubrögð hans til fyrirmyndar. Hann er einn af þeim fyrstu til að mæta á æfingasvæðið og einn af þeim síðustu heim. Hann hugsar fullkomlega um líkama sinn. Hann er vel að sér varðandi það hvernig atvinnumaður þarf að lifa og ég held að hann ætli sér bara að verða betri,“ sagði Guardiola. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Haaland hefur skorað 22 mörk í 14 leikjum fyrir Manchester City fyrir endurkomuna á heimavöll Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. City-menn spila sex leiki á næstu átján dögum en svo tekur við eins og hálfs mánaðar hlé fram að jólum, vegna HM í Katar. Þar verður Haaland hvergi sjáanlegur því Noregur komst ekki á HM, og fyrri hluta hlésins fær Norðmaðurinn að vera í fríi: „Hann verður í Marbella [á Spáni] eða í Noregi,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. Margir óttast kannski að Haaland verði enn öflugri eftir HM-hléið, þegar mótherjar hans verða ef til vill margir hverjir þreyttir eftir HM. „Hversu fullkominn hann verður veltur á því hvernig hann hagar sér í Marbella. Hann á hús þar. Hann mun spila golf en vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið! Þetta er í fyrsta sinn á ævi okkar sem að þetta gerist [að HM er að vetri til] svo við vitum ekki hvernig leikmennirnir koma út úr því. Ef þeir verða heimsmeistarar verða þeir mjög jákvæðir. Eða þá að þeir falla snemma út og fá meira frí. Þetta er ótrúlega þétt leikjadagskrá og þið hafið séð hvernig margir leikmenn eru að missa af HM út af þessari klikkuðu dagskrá,“ sagði Guardiola. Pep wants Haaland to lay off the carbs during the World Cup break pic.twitter.com/wks9yin7P5— ESPN FC (@ESPNFC) October 24, 2022 „Vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum“ Guardiola viðurkenndi á blaðamannafundinum í Dortmund í gær að hann hefði ekki alveg gert sér grein fyrir því að Haaland væri svo ofboðslega góður sem raun ber vitni. „Ég vissi að hann myndi ráða vel við það þegar liðið vinnur boltann hratt og að hann er óstöðvandi á 30-40 metrum. En ég vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum. Hann hefur skorað mörg mörk fyrir okkur vegna þess hvað hann hreyfir sig vel. Hann er með svo gott innsæi og það sést sérstaklega í því hvernig hann hreyfir sig. Hann færir sig frá kraðakinu og nálgast boltann. Þetta eru ekki auðveldar hreyfingar fyrir framherja. Hann er svo klár í að gera þessar hreyfingar á réttum augnablikum. Þar fyrir utan eru vinnubrögð hans til fyrirmyndar. Hann er einn af þeim fyrstu til að mæta á æfingasvæðið og einn af þeim síðustu heim. Hann hugsar fullkomlega um líkama sinn. Hann er vel að sér varðandi það hvernig atvinnumaður þarf að lifa og ég held að hann ætli sér bara að verða betri,“ sagði Guardiola.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira