Erlent

Karl selur fjór­tán af hestum drottningarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Elísabet II Bretlandsdrottning var mikil áhugakona um kappreiðar og hestarækt.
Elísabet II Bretlandsdrottning var mikil áhugakona um kappreiðar og hestarækt. EPA

Karl III Bretakonungur hefur ákveðið að selja nokkra þeirra hesta sem hann erfði frá móður sinni, Elísabetu II drottningar, sem lést í byrjun síðasta mánaðar.

Drottningin var mikil áhugakona um kappreiðar og hestarækt. Á heimasíðu uppboðshússins Tattersalls kemur fram að til standi að selja fjórtán af hryssum drottningarinnar í dag.

Fram kemur í frétt BBC að í hópi hesta sem til stendur að selja sé Just Fine, sem Sir Michael Stoute tamdi, en Stoute hefur þjálfað rúmlega hundrað hesta bresku konungsfjölskyldunnar.

Jimmy George, talsmaður Tattersall, segir að salan sé í raun ekkert óvenjuleg enda hafi konungsfjölskyldan selt hesta á hverju ári. Drottningin hafi verið vön að rækta og selja hesta. „Það er ekkert hægt að halda þeim öllum,“ segir George.

George segir því að salan nú marki því á engan hátt endalok tengsla konungsfjölskyldunnar og hestaræktunar.

Elísabet erfði hestaræktunarstöðuna Royal Stud við Sandringham-kastala af föður sínum, Georgi VI konungi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×