Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2022 07:35 Boris Johnson var forsætisráðherra Bretlands frá árinu 2019 þangað til í sumar. AP Photo/Alberto Pezzali Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Kjörið mun skera úr um hver tekur við að Liz Truss sem forsætisráðherra. Hún tók einmitt við af Johnson í sumar þegar hann ákvað að honum væri ekki stætt að sitja áfram forsætisráðherra eftir þriggja ára valdatíð. Johnson, sem enn er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur undanfarnar vikur verið í fríi í Karabíska hafinu. Hann er sagður hafa nýtt tímann frá því að Truss tilkynnti um afsögn hennar til að kanna landið hvað varðar mögulegt leiðtogaframboð hans. Og nú er hann á heimleið. Breskir fjölmiðlar hafa birt myndir af Johnson í flugvélinni á leið úr fríinu. Stjórnmálaskýrendur ytra telja næsta víst að Johnson hyggist bjóða sig fram í leiðtogakjörinu. Úrslit þess munu liggja fyrir næsta föstudag. First picture of Boris Johnson as he flies back to the UK https://t.co/FVC6eawtdA— Sky News (@SkyNews) October 21, 2022 Frambjóðendur hafa til klukkan eitt á mánudaginn til að bjóða sig fram. Þeir þurfa að tryggja sér stuðning minnst hundrað þingmanna flokksins til að geta sett nafn sitt í pottinn. 357 þingmenn sitja á þingi fyrir flokkinn sem þýðir að hámark þrír frambjóðendur muni geta boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, hefur ákveðið að bjóða sig fram. Þá er einnig talið öruggt að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson muni bjóða sig fram. bretLjóst er að Johnson muni njóta einhvers stuðnings úr röðum þingmanna Íhaldsflokksins. Þó er óvíst hvort að sá stuðningur nægi til að fleyta honum í leiðtogasætið á ný. Hann yfirgaf það í skugga hneykslismála tengdum veisluhöldum í Covid-19 faraldrinum Bretland Tengdar fréttir Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Mordaunt býður sig fram og Wallace „hallast að Johnson“ Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til að verða næsti leiðtogi Íhaldsmanna. Á sama tíma hefur varnarmálaráðherrann Ben Wallace, þungavigtarmaður í flokknum, tilkynnt að hann ætli ekki fram og „hallist að“ því að styðja Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að taka aftur við keflinu. 21. október 2022 14:50 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Kjörið mun skera úr um hver tekur við að Liz Truss sem forsætisráðherra. Hún tók einmitt við af Johnson í sumar þegar hann ákvað að honum væri ekki stætt að sitja áfram forsætisráðherra eftir þriggja ára valdatíð. Johnson, sem enn er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur undanfarnar vikur verið í fríi í Karabíska hafinu. Hann er sagður hafa nýtt tímann frá því að Truss tilkynnti um afsögn hennar til að kanna landið hvað varðar mögulegt leiðtogaframboð hans. Og nú er hann á heimleið. Breskir fjölmiðlar hafa birt myndir af Johnson í flugvélinni á leið úr fríinu. Stjórnmálaskýrendur ytra telja næsta víst að Johnson hyggist bjóða sig fram í leiðtogakjörinu. Úrslit þess munu liggja fyrir næsta föstudag. First picture of Boris Johnson as he flies back to the UK https://t.co/FVC6eawtdA— Sky News (@SkyNews) October 21, 2022 Frambjóðendur hafa til klukkan eitt á mánudaginn til að bjóða sig fram. Þeir þurfa að tryggja sér stuðning minnst hundrað þingmanna flokksins til að geta sett nafn sitt í pottinn. 357 þingmenn sitja á þingi fyrir flokkinn sem þýðir að hámark þrír frambjóðendur muni geta boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, hefur ákveðið að bjóða sig fram. Þá er einnig talið öruggt að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson muni bjóða sig fram. bretLjóst er að Johnson muni njóta einhvers stuðnings úr röðum þingmanna Íhaldsflokksins. Þó er óvíst hvort að sá stuðningur nægi til að fleyta honum í leiðtogasætið á ný. Hann yfirgaf það í skugga hneykslismála tengdum veisluhöldum í Covid-19 faraldrinum
Bretland Tengdar fréttir Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Mordaunt býður sig fram og Wallace „hallast að Johnson“ Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til að verða næsti leiðtogi Íhaldsmanna. Á sama tíma hefur varnarmálaráðherrann Ben Wallace, þungavigtarmaður í flokknum, tilkynnt að hann ætli ekki fram og „hallist að“ því að styðja Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að taka aftur við keflinu. 21. október 2022 14:50 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53
Mordaunt býður sig fram og Wallace „hallast að Johnson“ Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til að verða næsti leiðtogi Íhaldsmanna. Á sama tíma hefur varnarmálaráðherrann Ben Wallace, þungavigtarmaður í flokknum, tilkynnt að hann ætli ekki fram og „hallist að“ því að styðja Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að taka aftur við keflinu. 21. október 2022 14:50
Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10