„Ég held að ég taki þessar síðustu þrjár lokamínútur bara á mig“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 21. október 2022 23:20 Róbert Gunnarsson er þjálfari Gróttu. Grótta Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var niðurlútur eftir jafntefli sinna manna gegn Fram í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur 29-29, en Grótta leiddi leikinn með fjögurra marka mun þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. „Svo byrjum við bara að spila okkar leik og frábær karakter í liðinu að lenda undir, þarna einhverjum fjórum mörkum undir held ég eftir einhverjar átta mínútur og komum aftur inn í leikinn og erum bara að gera hlutina vel. Við erum að ná að spila á mörgum mönnum. Allir með framlag. Þú veist ég get ekki beðið um meira framlag frá þessum strákum. Þetta er bara stórkostlegt að vinna með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, um fyrri hálfleik liðs síns en Grótta lenti fjórum mörkum undir eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. „Mér fannst það bara náttúrulega ganga bara mjög vel, fyrir utan síðustu tvær mínúturnar eða hvað það var. Mér fannst við bara vera spila mjög agaðan leik. Við keyrðum þegar við gátum keyrt, minna en vanalega vegna þess að Framararnir hlaupa bara vel heim. Svo spilum við bara fínan sóknarleik, eða þú veist við spilum agað. Ég er ekkert endilega að segja að þetta hafi verið heimsklassa sóknarleikur, langt því frá, en við erum að spila agað og við erum að ná að teygja á þeim og erum að komast í færi í lokin og það er flott,“ sagði Róbert aðspurður um hvernig gekk fyrir sína menn í Gróttu að leiða leikinn. Daníel Örn Griffin, hægri skytta Gróttu, átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk. Þetta er fyrsti leikur sem Daníel spilar stóran hluta af, eftir langvarandi hnémeiðsli. „Daníel var náttúrulega meiddur í fyrra, sleit krossband, og hann er bara að komast í gang. Ég mat það bara þannig og teymið mat það bara þannig að hann væri klár í dag. Mér fannst hann ekki vera klár í hina leikina. Hann spilaði náttúrulega á móti ÍR og þá kom bakslag þar og þetta tekur bara tíma að koma aftur eftir svona meiðsli og Ari búinn að vera flottur líka. Við erum komnir með þá tvo þarna núna er bara geggjað. Gefur okkur rosa mikið og hann stóð sig náttúrulega bara frábærlega í dag hann Griffin, bæði í vörn og sókn,“ segir Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu um leikmann sinn, Daníel Örn Griffin. Theis Koch Sondergard, leikmaður Gróttu, fékk rautt spjald í kvöld fyrir glæfralegt brot á Ólafi Brim Stefánssyni, leikmanni Fram, í síðari hálfleik. „Ég sá það ekki,“ sagði Róbert Gunnarsson, aðspurður út í atvikið. Lokasóknir Gróttu er það sem hafði úrslitaáhrif á leikinn en liðið leiddi með fjórum mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir. „Við gerðum það náttúrulega ekki nógu vel. Við héldum að við værum alveg með þetta þú veist. Við sköpuðum okkur alveg færi svo komu aðrar sóknir sem voru ekki eins góðar. Ég held að ég taki þessar síðustu þrjár lokamínútur bara á mig. Ég hefði bara átt að stjórna þessu betur, taka kannski leikhlé fyrr. Auðvitað er þetta mikilvægt en þeir spiluðu bara fanta leik strákarnir. Ég ætla þannig bara að taka þessar þrjár mínútur á mig og leyfa strákunum að fá heiðurinn af frábærum leik,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu. Grótta Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
„Svo byrjum við bara að spila okkar leik og frábær karakter í liðinu að lenda undir, þarna einhverjum fjórum mörkum undir held ég eftir einhverjar átta mínútur og komum aftur inn í leikinn og erum bara að gera hlutina vel. Við erum að ná að spila á mörgum mönnum. Allir með framlag. Þú veist ég get ekki beðið um meira framlag frá þessum strákum. Þetta er bara stórkostlegt að vinna með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, um fyrri hálfleik liðs síns en Grótta lenti fjórum mörkum undir eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. „Mér fannst það bara náttúrulega ganga bara mjög vel, fyrir utan síðustu tvær mínúturnar eða hvað það var. Mér fannst við bara vera spila mjög agaðan leik. Við keyrðum þegar við gátum keyrt, minna en vanalega vegna þess að Framararnir hlaupa bara vel heim. Svo spilum við bara fínan sóknarleik, eða þú veist við spilum agað. Ég er ekkert endilega að segja að þetta hafi verið heimsklassa sóknarleikur, langt því frá, en við erum að spila agað og við erum að ná að teygja á þeim og erum að komast í færi í lokin og það er flott,“ sagði Róbert aðspurður um hvernig gekk fyrir sína menn í Gróttu að leiða leikinn. Daníel Örn Griffin, hægri skytta Gróttu, átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk. Þetta er fyrsti leikur sem Daníel spilar stóran hluta af, eftir langvarandi hnémeiðsli. „Daníel var náttúrulega meiddur í fyrra, sleit krossband, og hann er bara að komast í gang. Ég mat það bara þannig og teymið mat það bara þannig að hann væri klár í dag. Mér fannst hann ekki vera klár í hina leikina. Hann spilaði náttúrulega á móti ÍR og þá kom bakslag þar og þetta tekur bara tíma að koma aftur eftir svona meiðsli og Ari búinn að vera flottur líka. Við erum komnir með þá tvo þarna núna er bara geggjað. Gefur okkur rosa mikið og hann stóð sig náttúrulega bara frábærlega í dag hann Griffin, bæði í vörn og sókn,“ segir Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu um leikmann sinn, Daníel Örn Griffin. Theis Koch Sondergard, leikmaður Gróttu, fékk rautt spjald í kvöld fyrir glæfralegt brot á Ólafi Brim Stefánssyni, leikmanni Fram, í síðari hálfleik. „Ég sá það ekki,“ sagði Róbert Gunnarsson, aðspurður út í atvikið. Lokasóknir Gróttu er það sem hafði úrslitaáhrif á leikinn en liðið leiddi með fjórum mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir. „Við gerðum það náttúrulega ekki nógu vel. Við héldum að við værum alveg með þetta þú veist. Við sköpuðum okkur alveg færi svo komu aðrar sóknir sem voru ekki eins góðar. Ég held að ég taki þessar síðustu þrjár lokamínútur bara á mig. Ég hefði bara átt að stjórna þessu betur, taka kannski leikhlé fyrr. Auðvitað er þetta mikilvægt en þeir spiluðu bara fanta leik strákarnir. Ég ætla þannig bara að taka þessar þrjár mínútur á mig og leyfa strákunum að fá heiðurinn af frábærum leik,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu.
Grótta Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira