Hundruð þúsundir stúlkna undir 18 ára giftar á ári hverju Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. október 2022 14:00 Unglingsstúlkur í Mistrato í Kólumbíu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Kaveh Kazemi/Getty Images Yfir 400.000 stúlkubörn og unglingar giftast í Kólumbíu á ári hverju. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra er beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi í hjónabandinu. Í Kólumbíu mega börn giftast þegar við 14 ára aldur, með samþykki foreldra sinna. Og miðað við opinberar tölur þá leggur drjúgur hópur foreldra þar í landi blessun sína yfir slíkt, ár hvert. Giftast áður en þær verða kynþroska 20% allra unglingsstúlkna á aldrinum 15 – 19 ára giftust á árinu 2020. Og tvö prósent allra barna yngri en 14 ára gerðu það líka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þetta þýðir að 375.000 unglingsstúlkur á aldrinum 15-19 ára og 32.000 börn yngri en 14 ára giftust það árið. Og hið síðarnefnda er með öllu ólöglegt. Margar þessara stúlkubarna eru ekki einu sinni orðnar kynþroska þegar þeim er stefnt upp að altarinu. Í Kólumbíu búa 48 milljónir manna, þannig að hér er um að ræða tæplega 1% þjóðarinnar á ári hverju. Í skýrslunni kemur fram að ástandið hafi lítið sem ekkert breyst í landinu undanfarinn aldarfjórðung. Fimm önnur lönd eða sjálfstjórnarsvæði í Suður-Ameríku heimila að börn niður í 14 ára aldur megi ganga í hjónaband; Angvilla, Argentína, Kúba, Gvæjana og Sankti Kitts og Nevis. Börn frá 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn Á síðustu 14 árum hafa verið lögð fram sjö lagafrumvörp í kólumbíska þinginu til að afnema þessa lagaheimild, en þau hafa aldrei fengið afgreiðslu. Og þrátt fyrir að talað sé um að hjónavígslan sé framkvæmd með samþykki beggja aðila, er engum blöðum um það að fletta, segir Unicef, að verið sé að beita hundruð þúsunda barna ofbeldi í skjóli laganna. Talið er að 650 milljónir kvenna undir 18 ára séu giftar í heiminum, 60 milljónir þeirra búa í Suður-Ameríku og Karíbahafinu. Á síðasta áratug fæddu unglingsstúlkur í Kólumbíu, 18 ára og yngri, rúmlega eina og hálfa milljón barna, tæpur þriðjungur unglingsmæðranna voru einstæðar. Börn á aldrinum 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn á sama tíma. Menntun er lykillinn Í skýrslu Unicef segir að lykillinn að því að draga úr þessum barnagiftingum sé menntun. Verði tryggt að allar stúlkur ljúki grunnnámi til 15 ára aldurs, megi draga úr þeim um allt að 64 af hundraði. Rannsóknir hafa sýnt að þær stúlkur sem giftist svo kornungar verði fyrir mun meira ofbeldi en aðrar konur. 64% prósent þeirra hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi og 32% fyrir líkamlegu ofbeldi. Kólumbía Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Í Kólumbíu mega börn giftast þegar við 14 ára aldur, með samþykki foreldra sinna. Og miðað við opinberar tölur þá leggur drjúgur hópur foreldra þar í landi blessun sína yfir slíkt, ár hvert. Giftast áður en þær verða kynþroska 20% allra unglingsstúlkna á aldrinum 15 – 19 ára giftust á árinu 2020. Og tvö prósent allra barna yngri en 14 ára gerðu það líka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þetta þýðir að 375.000 unglingsstúlkur á aldrinum 15-19 ára og 32.000 börn yngri en 14 ára giftust það árið. Og hið síðarnefnda er með öllu ólöglegt. Margar þessara stúlkubarna eru ekki einu sinni orðnar kynþroska þegar þeim er stefnt upp að altarinu. Í Kólumbíu búa 48 milljónir manna, þannig að hér er um að ræða tæplega 1% þjóðarinnar á ári hverju. Í skýrslunni kemur fram að ástandið hafi lítið sem ekkert breyst í landinu undanfarinn aldarfjórðung. Fimm önnur lönd eða sjálfstjórnarsvæði í Suður-Ameríku heimila að börn niður í 14 ára aldur megi ganga í hjónaband; Angvilla, Argentína, Kúba, Gvæjana og Sankti Kitts og Nevis. Börn frá 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn Á síðustu 14 árum hafa verið lögð fram sjö lagafrumvörp í kólumbíska þinginu til að afnema þessa lagaheimild, en þau hafa aldrei fengið afgreiðslu. Og þrátt fyrir að talað sé um að hjónavígslan sé framkvæmd með samþykki beggja aðila, er engum blöðum um það að fletta, segir Unicef, að verið sé að beita hundruð þúsunda barna ofbeldi í skjóli laganna. Talið er að 650 milljónir kvenna undir 18 ára séu giftar í heiminum, 60 milljónir þeirra búa í Suður-Ameríku og Karíbahafinu. Á síðasta áratug fæddu unglingsstúlkur í Kólumbíu, 18 ára og yngri, rúmlega eina og hálfa milljón barna, tæpur þriðjungur unglingsmæðranna voru einstæðar. Börn á aldrinum 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn á sama tíma. Menntun er lykillinn Í skýrslu Unicef segir að lykillinn að því að draga úr þessum barnagiftingum sé menntun. Verði tryggt að allar stúlkur ljúki grunnnámi til 15 ára aldurs, megi draga úr þeim um allt að 64 af hundraði. Rannsóknir hafa sýnt að þær stúlkur sem giftist svo kornungar verði fyrir mun meira ofbeldi en aðrar konur. 64% prósent þeirra hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi og 32% fyrir líkamlegu ofbeldi.
Kólumbía Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira