Hundruð þúsundir stúlkna undir 18 ára giftar á ári hverju Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. október 2022 14:00 Unglingsstúlkur í Mistrato í Kólumbíu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Kaveh Kazemi/Getty Images Yfir 400.000 stúlkubörn og unglingar giftast í Kólumbíu á ári hverju. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra er beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi í hjónabandinu. Í Kólumbíu mega börn giftast þegar við 14 ára aldur, með samþykki foreldra sinna. Og miðað við opinberar tölur þá leggur drjúgur hópur foreldra þar í landi blessun sína yfir slíkt, ár hvert. Giftast áður en þær verða kynþroska 20% allra unglingsstúlkna á aldrinum 15 – 19 ára giftust á árinu 2020. Og tvö prósent allra barna yngri en 14 ára gerðu það líka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þetta þýðir að 375.000 unglingsstúlkur á aldrinum 15-19 ára og 32.000 börn yngri en 14 ára giftust það árið. Og hið síðarnefnda er með öllu ólöglegt. Margar þessara stúlkubarna eru ekki einu sinni orðnar kynþroska þegar þeim er stefnt upp að altarinu. Í Kólumbíu búa 48 milljónir manna, þannig að hér er um að ræða tæplega 1% þjóðarinnar á ári hverju. Í skýrslunni kemur fram að ástandið hafi lítið sem ekkert breyst í landinu undanfarinn aldarfjórðung. Fimm önnur lönd eða sjálfstjórnarsvæði í Suður-Ameríku heimila að börn niður í 14 ára aldur megi ganga í hjónaband; Angvilla, Argentína, Kúba, Gvæjana og Sankti Kitts og Nevis. Börn frá 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn Á síðustu 14 árum hafa verið lögð fram sjö lagafrumvörp í kólumbíska þinginu til að afnema þessa lagaheimild, en þau hafa aldrei fengið afgreiðslu. Og þrátt fyrir að talað sé um að hjónavígslan sé framkvæmd með samþykki beggja aðila, er engum blöðum um það að fletta, segir Unicef, að verið sé að beita hundruð þúsunda barna ofbeldi í skjóli laganna. Talið er að 650 milljónir kvenna undir 18 ára séu giftar í heiminum, 60 milljónir þeirra búa í Suður-Ameríku og Karíbahafinu. Á síðasta áratug fæddu unglingsstúlkur í Kólumbíu, 18 ára og yngri, rúmlega eina og hálfa milljón barna, tæpur þriðjungur unglingsmæðranna voru einstæðar. Börn á aldrinum 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn á sama tíma. Menntun er lykillinn Í skýrslu Unicef segir að lykillinn að því að draga úr þessum barnagiftingum sé menntun. Verði tryggt að allar stúlkur ljúki grunnnámi til 15 ára aldurs, megi draga úr þeim um allt að 64 af hundraði. Rannsóknir hafa sýnt að þær stúlkur sem giftist svo kornungar verði fyrir mun meira ofbeldi en aðrar konur. 64% prósent þeirra hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi og 32% fyrir líkamlegu ofbeldi. Kólumbía Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í Kólumbíu mega börn giftast þegar við 14 ára aldur, með samþykki foreldra sinna. Og miðað við opinberar tölur þá leggur drjúgur hópur foreldra þar í landi blessun sína yfir slíkt, ár hvert. Giftast áður en þær verða kynþroska 20% allra unglingsstúlkna á aldrinum 15 – 19 ára giftust á árinu 2020. Og tvö prósent allra barna yngri en 14 ára gerðu það líka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þetta þýðir að 375.000 unglingsstúlkur á aldrinum 15-19 ára og 32.000 börn yngri en 14 ára giftust það árið. Og hið síðarnefnda er með öllu ólöglegt. Margar þessara stúlkubarna eru ekki einu sinni orðnar kynþroska þegar þeim er stefnt upp að altarinu. Í Kólumbíu búa 48 milljónir manna, þannig að hér er um að ræða tæplega 1% þjóðarinnar á ári hverju. Í skýrslunni kemur fram að ástandið hafi lítið sem ekkert breyst í landinu undanfarinn aldarfjórðung. Fimm önnur lönd eða sjálfstjórnarsvæði í Suður-Ameríku heimila að börn niður í 14 ára aldur megi ganga í hjónaband; Angvilla, Argentína, Kúba, Gvæjana og Sankti Kitts og Nevis. Börn frá 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn Á síðustu 14 árum hafa verið lögð fram sjö lagafrumvörp í kólumbíska þinginu til að afnema þessa lagaheimild, en þau hafa aldrei fengið afgreiðslu. Og þrátt fyrir að talað sé um að hjónavígslan sé framkvæmd með samþykki beggja aðila, er engum blöðum um það að fletta, segir Unicef, að verið sé að beita hundruð þúsunda barna ofbeldi í skjóli laganna. Talið er að 650 milljónir kvenna undir 18 ára séu giftar í heiminum, 60 milljónir þeirra búa í Suður-Ameríku og Karíbahafinu. Á síðasta áratug fæddu unglingsstúlkur í Kólumbíu, 18 ára og yngri, rúmlega eina og hálfa milljón barna, tæpur þriðjungur unglingsmæðranna voru einstæðar. Börn á aldrinum 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn á sama tíma. Menntun er lykillinn Í skýrslu Unicef segir að lykillinn að því að draga úr þessum barnagiftingum sé menntun. Verði tryggt að allar stúlkur ljúki grunnnámi til 15 ára aldurs, megi draga úr þeim um allt að 64 af hundraði. Rannsóknir hafa sýnt að þær stúlkur sem giftist svo kornungar verði fyrir mun meira ofbeldi en aðrar konur. 64% prósent þeirra hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi og 32% fyrir líkamlegu ofbeldi.
Kólumbía Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira