Íslenska í ensku hagkerfi Einar Freyr Elínarson og Tomasz Chochołowicz skrifa 21. október 2022 13:00 Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á stuttum tíma. Breytingarnar koma í kjölfar þess að okkur hefur tekist að byggja upp öfluga atvinnugrein sem þjónustar fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim. Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Ef ekki væri fyrir allan þann fjölda erlendra íbúa sem hingað hafa flutt víðs vegar að úr heiminum þá hefðum við aldrei komist á þann stað sem við erum á í dag. Þrátt fyrir eldgos, jarðhræringar og heimsfaraldur þá hefur ferðaþjónustan haldið áfram að vaxa og dafna. Líklega er þetta líka í fyrsta skipti frá því að sjávarþorp spruttu upp meðfram sjávarströndinni sem markviss atvinnuuppbygging á sér stað í dreifðum byggðum. Þessari þróun fylgja ýmsar áskoranir. Við þurfum að stórauka framboð af íbúðarhúsnæði og það þarf að auka þjónustuframboð samhliða íbúafjölgun víðs vegar um landið. Eins þurfum við að takast á við umfangsmiklar samfélagsbreytingar. Mýrdalshreppur setti þess vegna nýlega á fót enskumælandi ráð til þess að gefa öllum íbúum raunverulegan kost til þess að hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri. Framtakið er kannski umdeilanlegt í hugum sumra en í okkar huga þurftum við að nálgast málin af raunsæi og sanngirni gagnvart íbúunum okkar. Allt tal um að það sé bara sjálfsagður hlutur að leggja það á sig að læra íslensku þegar maður flytur hingað til lands til að starfa í ferðaþjónustu lýsir miklu skilningsleysi á aðstæðum fólks. Menningar- og viðskiptaráðherra hefur talsvert rætt þær breytingar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á síðustu árum. Ísland býr orðið við ferðaþjónustuhagkerfi og ferðaþjónustan er að langmestu leyti enskumælandi atvinnugrein. Nýleg grein eftir formann Íslenskrar málnefndar vakti verðskuldaða athygli. Þar var lýst þeirri ógn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir vegna þeirra samfélagsbreytinga sem áður var lýst. Greinin er raunsæ nálgun á viðfangsefnið og við fögnum þessari umræðu. Verði engu breytt þá er líklega hárrétt að fáir hvatar verða fyrir flesta innflytjendur sem starfa við ferðaþjónustu til þess að læra íslensku. Eigi íslenskunámi alltaf að fylgja vinnutap eða minni tími frá fjölskyldu og vinum þá verður þróunin líklega mjög hæg eða í öfuga átt. Við skorum á ríkisstjórnina og Alþingi að bregðast við með því að stórauka framlög til fjölmenningarmála sem miða að því að bæta aðgengi að íslenskunámi og innleiða hvata fyrir starfsfólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu þannig að raunveruleg breyting muni eiga sér stað. Spurningin sem við verðum að spyrja okkur er líklega sú: þykir okkur nægilega vænt um tungumálið okkar til þess að við séum tilbúin að fjárfesta í því? Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps Tomasz Chochołowicz formaður Enskumælandi ráðs í Mýrdalshreppi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á stuttum tíma. Breytingarnar koma í kjölfar þess að okkur hefur tekist að byggja upp öfluga atvinnugrein sem þjónustar fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim. Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Ef ekki væri fyrir allan þann fjölda erlendra íbúa sem hingað hafa flutt víðs vegar að úr heiminum þá hefðum við aldrei komist á þann stað sem við erum á í dag. Þrátt fyrir eldgos, jarðhræringar og heimsfaraldur þá hefur ferðaþjónustan haldið áfram að vaxa og dafna. Líklega er þetta líka í fyrsta skipti frá því að sjávarþorp spruttu upp meðfram sjávarströndinni sem markviss atvinnuuppbygging á sér stað í dreifðum byggðum. Þessari þróun fylgja ýmsar áskoranir. Við þurfum að stórauka framboð af íbúðarhúsnæði og það þarf að auka þjónustuframboð samhliða íbúafjölgun víðs vegar um landið. Eins þurfum við að takast á við umfangsmiklar samfélagsbreytingar. Mýrdalshreppur setti þess vegna nýlega á fót enskumælandi ráð til þess að gefa öllum íbúum raunverulegan kost til þess að hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri. Framtakið er kannski umdeilanlegt í hugum sumra en í okkar huga þurftum við að nálgast málin af raunsæi og sanngirni gagnvart íbúunum okkar. Allt tal um að það sé bara sjálfsagður hlutur að leggja það á sig að læra íslensku þegar maður flytur hingað til lands til að starfa í ferðaþjónustu lýsir miklu skilningsleysi á aðstæðum fólks. Menningar- og viðskiptaráðherra hefur talsvert rætt þær breytingar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á síðustu árum. Ísland býr orðið við ferðaþjónustuhagkerfi og ferðaþjónustan er að langmestu leyti enskumælandi atvinnugrein. Nýleg grein eftir formann Íslenskrar málnefndar vakti verðskuldaða athygli. Þar var lýst þeirri ógn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir vegna þeirra samfélagsbreytinga sem áður var lýst. Greinin er raunsæ nálgun á viðfangsefnið og við fögnum þessari umræðu. Verði engu breytt þá er líklega hárrétt að fáir hvatar verða fyrir flesta innflytjendur sem starfa við ferðaþjónustu til þess að læra íslensku. Eigi íslenskunámi alltaf að fylgja vinnutap eða minni tími frá fjölskyldu og vinum þá verður þróunin líklega mjög hæg eða í öfuga átt. Við skorum á ríkisstjórnina og Alþingi að bregðast við með því að stórauka framlög til fjölmenningarmála sem miða að því að bæta aðgengi að íslenskunámi og innleiða hvata fyrir starfsfólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu þannig að raunveruleg breyting muni eiga sér stað. Spurningin sem við verðum að spyrja okkur er líklega sú: þykir okkur nægilega vænt um tungumálið okkar til þess að við séum tilbúin að fjárfesta í því? Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps Tomasz Chochołowicz formaður Enskumælandi ráðs í Mýrdalshreppi
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar