Dæmdur fyrir að nauðga konu og skilja hana eftir í djúpri holu Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2022 11:40 Taher Amini var ákærður fyrir nauðgun og tilraun til manndráps, en eftir að hafa ýtt konunni í holuna reyndi hann í að minnsta kosti tvígang að grýta hana áður en hann yfirgaf staðinn. Sænska lögreglan Dómstóll í Svíþjóð hefur dæmt 41 árs karlmann, Taher Amini, í lífstíðarfangelsi og til brottvísunar fyrir að hafa nauðgað konu og ýtt henni ofan 24 metra djúpa í holu á námuvinnslusvæði eftir að hún hafði hafnað bónorði hans. Konan hafði legið fótbrotin í holunni í tvo sólarhringa þegar hún fannst. Atvikið átti sér stað við námuna Långgruvan fyrir utan Norberg í Västmanland í Svíþjóð í apríl fyrr á þessu ári. Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun og tilraun til manndráps. Eftir að hafa ýtt konunni í holuna reyndi hann í að minnsta kosti tvígang að grýta hana áður en hann yfirgaf staðinn. Tveimur sólarhringum síðar barst lögreglu og sjúkraliði tilkynning frá öðrum manni sem hafði verið með börnin sín á gangi í skóglendi fyrir utan Norberg. Hann hafði þá heyrt hjálparköll frá konunni. Björgunarliði tókst að hífa konuna upp og var hún flutt með þyrlu á sjúkrahús. Hún var þá tvífótbrotin og hafði ofkælst. Konan sagði í skýrslutöku að Amini hafi viljað giftast sér til að fá dvalarleyfi í Svíþjóð. Sænskir fjölmiðar segja að Amini eigi þrjú börn úr fyrra sambandi og hafði áður verið giftur. Áður en hann ýtti konunni ofan í holuna segir hún að á hann hafi sagt henni frá því að hann hafi drepið fyrrverandi eiginkonu sína. Fyrrverandi eiginkonu Amini er saknað. Fyrir dómi neitaði maðurinn þó bæði að hafa nauðgað og ýtt konunni í holuna sem og að hafa banað fyrrverandi eiginkonu sinni. Auk þess að vera dæmdur í lífstíðarfangelsi og til brottvísunar úr landi var manninum einnig gert að greiða konunni 545 þúsund sænskra króna í skaðabætur, um sjö milljónir íslenskra króna. Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Nauðgaði og ýtti konu ofan í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði Lögreglan í Svíþjóð hefur til rannsóknar karlmann sem talinn er hafa nauðgað konu og ýtt henni í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði hans. Konan fannst á föstudaginn eftir að hafa legið í gjótunni í tvo daga. 26. apríl 2022 13:34 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Atvikið átti sér stað við námuna Långgruvan fyrir utan Norberg í Västmanland í Svíþjóð í apríl fyrr á þessu ári. Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun og tilraun til manndráps. Eftir að hafa ýtt konunni í holuna reyndi hann í að minnsta kosti tvígang að grýta hana áður en hann yfirgaf staðinn. Tveimur sólarhringum síðar barst lögreglu og sjúkraliði tilkynning frá öðrum manni sem hafði verið með börnin sín á gangi í skóglendi fyrir utan Norberg. Hann hafði þá heyrt hjálparköll frá konunni. Björgunarliði tókst að hífa konuna upp og var hún flutt með þyrlu á sjúkrahús. Hún var þá tvífótbrotin og hafði ofkælst. Konan sagði í skýrslutöku að Amini hafi viljað giftast sér til að fá dvalarleyfi í Svíþjóð. Sænskir fjölmiðar segja að Amini eigi þrjú börn úr fyrra sambandi og hafði áður verið giftur. Áður en hann ýtti konunni ofan í holuna segir hún að á hann hafi sagt henni frá því að hann hafi drepið fyrrverandi eiginkonu sína. Fyrrverandi eiginkonu Amini er saknað. Fyrir dómi neitaði maðurinn þó bæði að hafa nauðgað og ýtt konunni í holuna sem og að hafa banað fyrrverandi eiginkonu sinni. Auk þess að vera dæmdur í lífstíðarfangelsi og til brottvísunar úr landi var manninum einnig gert að greiða konunni 545 þúsund sænskra króna í skaðabætur, um sjö milljónir íslenskra króna.
Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Nauðgaði og ýtti konu ofan í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði Lögreglan í Svíþjóð hefur til rannsóknar karlmann sem talinn er hafa nauðgað konu og ýtt henni í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði hans. Konan fannst á föstudaginn eftir að hafa legið í gjótunni í tvo daga. 26. apríl 2022 13:34 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Nauðgaði og ýtti konu ofan í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði Lögreglan í Svíþjóð hefur til rannsóknar karlmann sem talinn er hafa nauðgað konu og ýtt henni í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði hans. Konan fannst á föstudaginn eftir að hafa legið í gjótunni í tvo daga. 26. apríl 2022 13:34