Dæmdur fyrir að nauðga konu og skilja hana eftir í djúpri holu Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2022 11:40 Taher Amini var ákærður fyrir nauðgun og tilraun til manndráps, en eftir að hafa ýtt konunni í holuna reyndi hann í að minnsta kosti tvígang að grýta hana áður en hann yfirgaf staðinn. Sænska lögreglan Dómstóll í Svíþjóð hefur dæmt 41 árs karlmann, Taher Amini, í lífstíðarfangelsi og til brottvísunar fyrir að hafa nauðgað konu og ýtt henni ofan 24 metra djúpa í holu á námuvinnslusvæði eftir að hún hafði hafnað bónorði hans. Konan hafði legið fótbrotin í holunni í tvo sólarhringa þegar hún fannst. Atvikið átti sér stað við námuna Långgruvan fyrir utan Norberg í Västmanland í Svíþjóð í apríl fyrr á þessu ári. Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun og tilraun til manndráps. Eftir að hafa ýtt konunni í holuna reyndi hann í að minnsta kosti tvígang að grýta hana áður en hann yfirgaf staðinn. Tveimur sólarhringum síðar barst lögreglu og sjúkraliði tilkynning frá öðrum manni sem hafði verið með börnin sín á gangi í skóglendi fyrir utan Norberg. Hann hafði þá heyrt hjálparköll frá konunni. Björgunarliði tókst að hífa konuna upp og var hún flutt með þyrlu á sjúkrahús. Hún var þá tvífótbrotin og hafði ofkælst. Konan sagði í skýrslutöku að Amini hafi viljað giftast sér til að fá dvalarleyfi í Svíþjóð. Sænskir fjölmiðar segja að Amini eigi þrjú börn úr fyrra sambandi og hafði áður verið giftur. Áður en hann ýtti konunni ofan í holuna segir hún að á hann hafi sagt henni frá því að hann hafi drepið fyrrverandi eiginkonu sína. Fyrrverandi eiginkonu Amini er saknað. Fyrir dómi neitaði maðurinn þó bæði að hafa nauðgað og ýtt konunni í holuna sem og að hafa banað fyrrverandi eiginkonu sinni. Auk þess að vera dæmdur í lífstíðarfangelsi og til brottvísunar úr landi var manninum einnig gert að greiða konunni 545 þúsund sænskra króna í skaðabætur, um sjö milljónir íslenskra króna. Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Nauðgaði og ýtti konu ofan í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði Lögreglan í Svíþjóð hefur til rannsóknar karlmann sem talinn er hafa nauðgað konu og ýtt henni í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði hans. Konan fannst á föstudaginn eftir að hafa legið í gjótunni í tvo daga. 26. apríl 2022 13:34 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Atvikið átti sér stað við námuna Långgruvan fyrir utan Norberg í Västmanland í Svíþjóð í apríl fyrr á þessu ári. Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun og tilraun til manndráps. Eftir að hafa ýtt konunni í holuna reyndi hann í að minnsta kosti tvígang að grýta hana áður en hann yfirgaf staðinn. Tveimur sólarhringum síðar barst lögreglu og sjúkraliði tilkynning frá öðrum manni sem hafði verið með börnin sín á gangi í skóglendi fyrir utan Norberg. Hann hafði þá heyrt hjálparköll frá konunni. Björgunarliði tókst að hífa konuna upp og var hún flutt með þyrlu á sjúkrahús. Hún var þá tvífótbrotin og hafði ofkælst. Konan sagði í skýrslutöku að Amini hafi viljað giftast sér til að fá dvalarleyfi í Svíþjóð. Sænskir fjölmiðar segja að Amini eigi þrjú börn úr fyrra sambandi og hafði áður verið giftur. Áður en hann ýtti konunni ofan í holuna segir hún að á hann hafi sagt henni frá því að hann hafi drepið fyrrverandi eiginkonu sína. Fyrrverandi eiginkonu Amini er saknað. Fyrir dómi neitaði maðurinn þó bæði að hafa nauðgað og ýtt konunni í holuna sem og að hafa banað fyrrverandi eiginkonu sinni. Auk þess að vera dæmdur í lífstíðarfangelsi og til brottvísunar úr landi var manninum einnig gert að greiða konunni 545 þúsund sænskra króna í skaðabætur, um sjö milljónir íslenskra króna.
Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Nauðgaði og ýtti konu ofan í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði Lögreglan í Svíþjóð hefur til rannsóknar karlmann sem talinn er hafa nauðgað konu og ýtt henni í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði hans. Konan fannst á föstudaginn eftir að hafa legið í gjótunni í tvo daga. 26. apríl 2022 13:34 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Nauðgaði og ýtti konu ofan í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði Lögreglan í Svíþjóð hefur til rannsóknar karlmann sem talinn er hafa nauðgað konu og ýtt henni í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði hans. Konan fannst á föstudaginn eftir að hafa legið í gjótunni í tvo daga. 26. apríl 2022 13:34