Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2022 12:10 Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra er talinn líklegastur til sigurs í leiðtogakjörinu en hann hefur enn ekki gefið kost á sér. AP/Beresford Hodge Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. Breskir fjölmiðlar eru að vonum uppteknir af leiðtogasirkus Íhaldsflokksins. Miklar vangaveltur eru um mögulega endurkomu Borisar Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins vegna ítrekaðra lyga sem leiddu til afsagnar hans í júlí.AP/David Cliff Eftir tólf ár við völd er breski Íhaldsflokkurinn í tætlum og margklofinn. Liz Truss er fjórði leiðtogi flokksins og forsætisráðherra sem segir af sér embætti á sex árum, eða frá árinu 2016 en flokkurinn hefur verið einn við stjórn frá árinu 2010. Skoski þjóðarflokkurinn undir stjórn Nicola Sturgeon er þriðji stærsti flokkurinn á breska þinginu. Hún segir nóg komið af leiðtogaruglinu og klúðri flokksins í efnahagsmálum.AP/Andrew Milligan Íhaldsflokkurinn hefur 357 þingmenn, Verkamannaflokkurinn 197, Skoski þjóðarflokkurinn 44, Frjálslyndir demókratar 14 og aðrir flokkar eru samanlagt með 38 þingmenn. Skoðanakannanir að undanförnu sýna hins vegar algert fylgishrun Íhaldsflokksins sem nú mælist aðeins með 14 prósenta fylgi en Verkamannaflokkurinn með 53 prósent. Það er því ekki undarlegt að Keir Starmer formaður hans krefjist kosninga nú þegar og það gerir Nicola Surgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins einnig. „Það er alger lýðræðisleg nauðsyn að kosningar fari fram nú þegar,“ segir Sturgeon. Það kemur í ljós innan viku hvern Íhaldsflokkurinn kýs til að ganga inn um dyr Downingsstrætis 10 sem fimmti leiðtogi og forsætisráðherra flokksins á sex árum.AP/Alberto Pezzali Eftir að Borist Johnson sagði af sér í júlí vegna ítrekaðra lyga að þingi og þjóð tók Íhaldsflokkurinn sér átta vikur að velja nýjan formann. Nú ætlar flokkurinn aðeins að leggja viku undir leiðtogakjörið, enda glíma Bretar við mikinn efnahagsvanda, verðbólgu, vaxtahækkanir og gríðarlegan halla á fjárlögum. Graham Brady formaður leiðtogakjörsnefndar flokksins segir að úrslit eigi að liggja fyrir eigi síðar en næst komandi föstudag. „Ferlið í leiðtogakjörinu hefst núna. Það hefur verið opnað fyrir framboð fram til klukkan tvö síðdegis á mánudag. Frambjóðendur þurfa að hafa að minnsta kosti hundrað þingmenn á bakvið sig,“ sagði Brady. Boris Johnson sem flæmdi Theresu May úr embætti forsætisráðherra með harðlínustefnu gagnvart Evrópusambandinu, neyddist til að segja af sér vegna ítrekaðra lyga í júlí. Hörðustu stuðningsmenn hans í þingflokknum vilja hann aftur í leiðtogasætið.AP/Kirsty Wigglesworth Stjórnmálaskýrendur telja að Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra eigi mesta möguleika á kjöri. Hann naut mesta fylgis þingmanna síðast en Liz Truss sigraði á lokasprettinum þegar almennir flokksmenn kusu milli hans og hennar. Þá er talið að Penny Mordaunt og jafnvel Boris Johnson bjóði sig fram. Johnson sætir hins vegar rannsókn hjá þingnefnd vegna lyga sinna og ef hann verður fundinn sekur gæti hann misst þingsæti sitt. Ef einhver fær hundrað atkvæði eða fleiri á mánudag nær hann eða hún kjöri, annars þarf að kjósa oftar en ferlinu á að ljúka í síðasta lagi á föstudag. Bretland Skotland Tengdar fréttir Sunak, Johnson og Mordaunt virðast njóta mests stuðnings Rishi Sunak, Boris Johnson og Penny Mordaunt eru þeir kandídatar sem flestir þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst yfir stuðningi við til að verða næsti leiðtogi flokksins og þar með næsti forsætisráðherra. 21. október 2022 07:33 Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20 Wallace ætlar ekki að bjóða sig fram Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, ætlar ekki að bjóða sig fram til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni. 9. júlí 2022 12:15 Leiðtogi Verkamannaflokksins vill Johnson burt strax Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins nú skömmu fyrir hádegi en ætlar að gegna embætti forsætisráðherra fram á haust. Leiðtogi Verkamannaflokksins segir óásættanlegt að Johnson hverfi ekki úr embætti forsætisráðherra nú þegar. Verkamannaflokkurinn muni leggja fram vantrauststillögu losi Íhaldsflokkurinn sig ekki við Johnson. 7. júlí 2022 12:45 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Sjá meira
Breskir fjölmiðlar eru að vonum uppteknir af leiðtogasirkus Íhaldsflokksins. Miklar vangaveltur eru um mögulega endurkomu Borisar Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins vegna ítrekaðra lyga sem leiddu til afsagnar hans í júlí.AP/David Cliff Eftir tólf ár við völd er breski Íhaldsflokkurinn í tætlum og margklofinn. Liz Truss er fjórði leiðtogi flokksins og forsætisráðherra sem segir af sér embætti á sex árum, eða frá árinu 2016 en flokkurinn hefur verið einn við stjórn frá árinu 2010. Skoski þjóðarflokkurinn undir stjórn Nicola Sturgeon er þriðji stærsti flokkurinn á breska þinginu. Hún segir nóg komið af leiðtogaruglinu og klúðri flokksins í efnahagsmálum.AP/Andrew Milligan Íhaldsflokkurinn hefur 357 þingmenn, Verkamannaflokkurinn 197, Skoski þjóðarflokkurinn 44, Frjálslyndir demókratar 14 og aðrir flokkar eru samanlagt með 38 þingmenn. Skoðanakannanir að undanförnu sýna hins vegar algert fylgishrun Íhaldsflokksins sem nú mælist aðeins með 14 prósenta fylgi en Verkamannaflokkurinn með 53 prósent. Það er því ekki undarlegt að Keir Starmer formaður hans krefjist kosninga nú þegar og það gerir Nicola Surgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins einnig. „Það er alger lýðræðisleg nauðsyn að kosningar fari fram nú þegar,“ segir Sturgeon. Það kemur í ljós innan viku hvern Íhaldsflokkurinn kýs til að ganga inn um dyr Downingsstrætis 10 sem fimmti leiðtogi og forsætisráðherra flokksins á sex árum.AP/Alberto Pezzali Eftir að Borist Johnson sagði af sér í júlí vegna ítrekaðra lyga að þingi og þjóð tók Íhaldsflokkurinn sér átta vikur að velja nýjan formann. Nú ætlar flokkurinn aðeins að leggja viku undir leiðtogakjörið, enda glíma Bretar við mikinn efnahagsvanda, verðbólgu, vaxtahækkanir og gríðarlegan halla á fjárlögum. Graham Brady formaður leiðtogakjörsnefndar flokksins segir að úrslit eigi að liggja fyrir eigi síðar en næst komandi föstudag. „Ferlið í leiðtogakjörinu hefst núna. Það hefur verið opnað fyrir framboð fram til klukkan tvö síðdegis á mánudag. Frambjóðendur þurfa að hafa að minnsta kosti hundrað þingmenn á bakvið sig,“ sagði Brady. Boris Johnson sem flæmdi Theresu May úr embætti forsætisráðherra með harðlínustefnu gagnvart Evrópusambandinu, neyddist til að segja af sér vegna ítrekaðra lyga í júlí. Hörðustu stuðningsmenn hans í þingflokknum vilja hann aftur í leiðtogasætið.AP/Kirsty Wigglesworth Stjórnmálaskýrendur telja að Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra eigi mesta möguleika á kjöri. Hann naut mesta fylgis þingmanna síðast en Liz Truss sigraði á lokasprettinum þegar almennir flokksmenn kusu milli hans og hennar. Þá er talið að Penny Mordaunt og jafnvel Boris Johnson bjóði sig fram. Johnson sætir hins vegar rannsókn hjá þingnefnd vegna lyga sinna og ef hann verður fundinn sekur gæti hann misst þingsæti sitt. Ef einhver fær hundrað atkvæði eða fleiri á mánudag nær hann eða hún kjöri, annars þarf að kjósa oftar en ferlinu á að ljúka í síðasta lagi á föstudag.
Bretland Skotland Tengdar fréttir Sunak, Johnson og Mordaunt virðast njóta mests stuðnings Rishi Sunak, Boris Johnson og Penny Mordaunt eru þeir kandídatar sem flestir þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst yfir stuðningi við til að verða næsti leiðtogi flokksins og þar með næsti forsætisráðherra. 21. október 2022 07:33 Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20 Wallace ætlar ekki að bjóða sig fram Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, ætlar ekki að bjóða sig fram til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni. 9. júlí 2022 12:15 Leiðtogi Verkamannaflokksins vill Johnson burt strax Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins nú skömmu fyrir hádegi en ætlar að gegna embætti forsætisráðherra fram á haust. Leiðtogi Verkamannaflokksins segir óásættanlegt að Johnson hverfi ekki úr embætti forsætisráðherra nú þegar. Verkamannaflokkurinn muni leggja fram vantrauststillögu losi Íhaldsflokkurinn sig ekki við Johnson. 7. júlí 2022 12:45 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Sjá meira
Sunak, Johnson og Mordaunt virðast njóta mests stuðnings Rishi Sunak, Boris Johnson og Penny Mordaunt eru þeir kandídatar sem flestir þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst yfir stuðningi við til að verða næsti leiðtogi flokksins og þar með næsti forsætisráðherra. 21. október 2022 07:33
Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20
Wallace ætlar ekki að bjóða sig fram Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, ætlar ekki að bjóða sig fram til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni. 9. júlí 2022 12:15
Leiðtogi Verkamannaflokksins vill Johnson burt strax Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins nú skömmu fyrir hádegi en ætlar að gegna embætti forsætisráðherra fram á haust. Leiðtogi Verkamannaflokksins segir óásættanlegt að Johnson hverfi ekki úr embætti forsætisráðherra nú þegar. Verkamannaflokkurinn muni leggja fram vantrauststillögu losi Íhaldsflokkurinn sig ekki við Johnson. 7. júlí 2022 12:45