Flest hefur gengið á afturfótunum hjá breska Íhaldsflokknum undanfarin misseri. Eftir að Boris Johnson neyddist til að segja af sér í byrjun júlí vegna ítrekaðra lyga að þingi og þjóð tók viðlangdregið val á nýjum leiðtoga.
Liz Truss var að lokum kjörin hinn 5. september með loforð um miklar skattalækkanir og stuðning viðheimilin vegna hækkandi orkuverðs upp á vasann. Þessi loforð reyndust henni fjötur um fót.
Markaðir fóru á annan endann þegar aðgerðir voru kynntar, pundiðféll og lífeyrissjóðir voru við þaðað fara á hausinn þegar Englandsbanki greip í taumana. Truss neyddist til aðdraga meirihluta aðgerðanna til baka og áföstudag rak hún fjármálaráðherrann, einn helsta stuðningsmann sinn.
„Ég viðurkenni að við þessar aðstæður get ég ekki framkvæmt þá stefnu sem ég var kjörinn til að fylgja
af hálfu Íhaldsflokksins. Ég hef því rætt við hans hátign konunginn og tjáð honum að ég segi af mér
sem leiðtogi Íhaldsflokksins," sagði Truss fyrir utan Downingstræti 10 í hádeginu.
Liz Truzz er fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins sem segir af sér frá árinu 2010. David Cameron sagði af sér 2016 eftir að hafa beðið lægri hlut í Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunni. Theresa May náði engri fótfestu íflokknum og sagði af sér eftir umdeildar samkomulags umleitanir við Evrópusambandið um samband Bretlands við sambandið eftir Brexit og Boris Johnson laug sig eins og áður sagði úr embætti í júlí.
Aðeins fjörutíu og fimm dagar eru liðnir frá þvíLiz Truss var kjörin leiðtogi flokksins og forsætisráðherra. Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins kallar eftir tafarlausum kosningum.
„Hvílíkt klúður. Þetta er ekki aðeins sápuópera í efsta lagi Íhaldsflokksins heldur veldur þetta efnahagslegum
skaða og rýrir orðspor okkar. Við erum tilbúin að mynda ríkisstjórn til að ná jafnvægi í efnahagsmálum
og hrinda í framkvæmd raunhæfri stefnu um aukinn hagvöxt, um aukin lífsgæði og um að mæta auknum framfærslukostnaði. Við höfum tvo valkosti: Trausta stjórn Verkamannaflokksins eða öngþveiti Íhaldsflokksins," sagði
Ekki er víst að leiðtoga Verkamannaflokksins verði að ósk sinni um kosningar. Því margklofnir íhaldsmenn ætla að taka aðeins viku til að finna nýjan leiðtoga og valdabaráttan er hafin. Graham Brady formaður 1922 nefndarinnar svo kölluðu, eða leiðtogakjörsnefndarinnar segir aðbæði þingflokkur og almennir flokksmenn komi að leiðtogakjörinu.
„Ég held að við séum einlæglega meðvituð um að það þjónar hagsmunum þjóðarinnar að klára þetta skýrt og hratt," sagði Brady.