Henry Birgir henti í heita kartöflu um Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 16:01 Tom Brady virðist ekki alveg með fulla einbeitingu á lið Tampa Bay Buccaneers þessa dagana og gengi liðsins er eftir því. Getty/Mike Ehrmann Tom Brady er að flestum talinn vera besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar og þekktur fyrir að fórna flestu fyrir fótboltann. Fréttir helgarinnar voru því svolítið mikið úr karakter fyrir þennan sjöfalda meistara. Hann skrópaði á æfingu rétt fyirr leik til að mæta í brúðkaup hjá eiganda hans gamla liðs, New England Patriots. Liðið hans Tampa Bay Buccaneers tapaði óvænt á móti Pittsburgh Steelers. Ein af sögulínunum sem Lokasóknin tók fyrir í síðasta þætti var Tom Brady. Lokasóknin er vikulega á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 og þar er farið yfir alla leiki deildarinnar helgina á undan. „Fyrri sögulínan okkar snýr að Tom Brady. Hestgamall, 45 ára gamall, enn að spila en það gengur ekki neitt. Bucs liðið er 3-3 og hann nennir ekki að mæta á æfingar. Tók sér tvo frídaga og er rífandi kjaft. Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út. Beggi ég ætla að byrja á þér. Er ballið búið hjá Brady,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. Spólum aðeins til baka „Þú segir að þetta líti illa út en spólum aðeins til baka. 2020 þegar Brady var nýkominn í Tampa Bay Buccaneers þá tapaði hann á móti Saints 38-3 og kastaði boltanum þrisvar frá sér. Hvað gerði hann svo? Hann fór og vann Super Bowl. Hvað er öðruvísi núna? Þetta er ekkert öðruvísi og hann er búinn að spila fínt,“ sagði Bergþór Philip Pálsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Ertu ekki að tala um fyrir tveimur árum? Ég man alveg muninn á mér núna og fyrir tveimur árum,“ skaut Henry Birgir inn í. Klippa: Lokasóknin: Umræða um Tom Brady „Hann er að spila ágætlega, með fimmtu flestu sendingajardana og er búinn að kasta fyrir átta snertimörkum. Hann er með 95 rating samtals sem er bara fínt og hann er ekki mikið búinn að vera með sína bestu leikmenn,“ sagði Bergþór. Slæmt tap um helgina „Þetta var vissulega slæmt tap um helgina. Við getum ekki horft fram hjá því,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Þau eru búin að vera nokkur slæm töpin hjá þeim til þessa,“ spurði Henry Birgir og hélt svo áfram. Lifir í einhverjum draumaheimi „Þú lifir í einhverjum draumaheimi. Ég ætla að henda í eina heita kartöflu hérna. Þetta er búið að vera bras á Brady og það er ýmislegt í gangi í einkalífinu og annað. Ég ætla að kasta þessu fram hérna og þið heyrðuð þetta fyrst hér. Á næstu vikum mun Tom Brady leggja skóna enn og aftur á hilluna til þess að bjarga hjónabandinu og tanka þessu tímabili endanlega,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá alla umfjöllunin um Tom Brady hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Sjá meira
Hann skrópaði á æfingu rétt fyirr leik til að mæta í brúðkaup hjá eiganda hans gamla liðs, New England Patriots. Liðið hans Tampa Bay Buccaneers tapaði óvænt á móti Pittsburgh Steelers. Ein af sögulínunum sem Lokasóknin tók fyrir í síðasta þætti var Tom Brady. Lokasóknin er vikulega á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 og þar er farið yfir alla leiki deildarinnar helgina á undan. „Fyrri sögulínan okkar snýr að Tom Brady. Hestgamall, 45 ára gamall, enn að spila en það gengur ekki neitt. Bucs liðið er 3-3 og hann nennir ekki að mæta á æfingar. Tók sér tvo frídaga og er rífandi kjaft. Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út. Beggi ég ætla að byrja á þér. Er ballið búið hjá Brady,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. Spólum aðeins til baka „Þú segir að þetta líti illa út en spólum aðeins til baka. 2020 þegar Brady var nýkominn í Tampa Bay Buccaneers þá tapaði hann á móti Saints 38-3 og kastaði boltanum þrisvar frá sér. Hvað gerði hann svo? Hann fór og vann Super Bowl. Hvað er öðruvísi núna? Þetta er ekkert öðruvísi og hann er búinn að spila fínt,“ sagði Bergþór Philip Pálsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Ertu ekki að tala um fyrir tveimur árum? Ég man alveg muninn á mér núna og fyrir tveimur árum,“ skaut Henry Birgir inn í. Klippa: Lokasóknin: Umræða um Tom Brady „Hann er að spila ágætlega, með fimmtu flestu sendingajardana og er búinn að kasta fyrir átta snertimörkum. Hann er með 95 rating samtals sem er bara fínt og hann er ekki mikið búinn að vera með sína bestu leikmenn,“ sagði Bergþór. Slæmt tap um helgina „Þetta var vissulega slæmt tap um helgina. Við getum ekki horft fram hjá því,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Þau eru búin að vera nokkur slæm töpin hjá þeim til þessa,“ spurði Henry Birgir og hélt svo áfram. Lifir í einhverjum draumaheimi „Þú lifir í einhverjum draumaheimi. Ég ætla að henda í eina heita kartöflu hérna. Þetta er búið að vera bras á Brady og það er ýmislegt í gangi í einkalífinu og annað. Ég ætla að kasta þessu fram hérna og þið heyrðuð þetta fyrst hér. Á næstu vikum mun Tom Brady leggja skóna enn og aftur á hilluna til þess að bjarga hjónabandinu og tanka þessu tímabili endanlega,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá alla umfjöllunin um Tom Brady hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Sjá meira