Fengu „viðbjóðsleg“ skilaboð eftir átökin og kjaftshöggið Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2022 17:01 Hawa Cissoko fékk að líta rauða spjaldið. Eins og sjá má var Dagný Brynjarsdóttir ein af þeim sem reyndu að stilla til friðar. Getty/Harriet Lander Hawa Cissoko og og Sarah Mayling hafa orðið fyrir „viðbjóðslegu“ netníði eftir átök þeirra í leik West Ham og Aston Villa, að sögn Cörlu Ward, þjálfara Villa. Cissoko, sem er liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, fékk að líta rauða spjaldið eftir að hún kýldi Mayling í kjölfar átaka þeirra á milli. West Ham vann leikinn 2-1 og skoraði Dagný fyrsta mark leiksins. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, fékk einnig rautt spjald vegna hegðunar sinnar á hliðarlínunni. Í yfirlýsingu frá West Ham segir að um leið og félagið harmi hegðun Cissoko, sem hún hafi beðist afsökunar á, þá verði að stöðva þess háttar níð sem hún varð fyrir eftir leikinn. Hluti af viðbjóðnum sem hún fékk sendan mun hafa verið kynþáttaníð. „West Ham United er áfram óhaggað í sinni afstöðu. Við höfum enga þolinmæði fyrir hvers konar mismunun,“ segir meðal annars í yfirlýsingu West Ham. Le très mauvais geste d'Hawa Cisssoko envers la joueuse d'Aston Villa Sarah Mayling @BethFisherSport pic.twitter.com/W0oDPfYO3s— Femmes Foot News (@femmesfootnews) October 15, 2022 BBC hefur eftir Ward, þjálfara Villa: „Sarah og Hawa hafa orðið fyrir viðbjóðslegu netníði en eru báðar góðar manneskjur. Það ætti enginn að þurfa að eiga við svona, sama hvað gerist á vellinum.“ Cissoko kvaðst í yfirlýsingu harma hegðun sína í lok leiksins við Villa og sagði ekkert geta afsakað það sem hún gerði, sérstaklega þar sem að hún væri fyrirmynd fyrir aðra. Þá þakkaði hún þeim sem sent höfðu henni baráttukveðjur, öfugt við þeim sem sent höfðu henni „níðandi og hatursfull skilaboð.““ „Þær [Mayling og Cissoko] áttu í átökum sem urðu í mjög spennuþrungnum og tilfinningaríkum leik,“ sagði Ward og bætti við: „Ég er viss um að þær eru báðar fullar eftirsjár en hvorug þeirra ætti að þurfa að ganga í gegnum það netníð sem þær hafa orðið fyrir.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira
Cissoko, sem er liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, fékk að líta rauða spjaldið eftir að hún kýldi Mayling í kjölfar átaka þeirra á milli. West Ham vann leikinn 2-1 og skoraði Dagný fyrsta mark leiksins. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, fékk einnig rautt spjald vegna hegðunar sinnar á hliðarlínunni. Í yfirlýsingu frá West Ham segir að um leið og félagið harmi hegðun Cissoko, sem hún hafi beðist afsökunar á, þá verði að stöðva þess háttar níð sem hún varð fyrir eftir leikinn. Hluti af viðbjóðnum sem hún fékk sendan mun hafa verið kynþáttaníð. „West Ham United er áfram óhaggað í sinni afstöðu. Við höfum enga þolinmæði fyrir hvers konar mismunun,“ segir meðal annars í yfirlýsingu West Ham. Le très mauvais geste d'Hawa Cisssoko envers la joueuse d'Aston Villa Sarah Mayling @BethFisherSport pic.twitter.com/W0oDPfYO3s— Femmes Foot News (@femmesfootnews) October 15, 2022 BBC hefur eftir Ward, þjálfara Villa: „Sarah og Hawa hafa orðið fyrir viðbjóðslegu netníði en eru báðar góðar manneskjur. Það ætti enginn að þurfa að eiga við svona, sama hvað gerist á vellinum.“ Cissoko kvaðst í yfirlýsingu harma hegðun sína í lok leiksins við Villa og sagði ekkert geta afsakað það sem hún gerði, sérstaklega þar sem að hún væri fyrirmynd fyrir aðra. Þá þakkaði hún þeim sem sent höfðu henni baráttukveðjur, öfugt við þeim sem sent höfðu henni „níðandi og hatursfull skilaboð.““ „Þær [Mayling og Cissoko] áttu í átökum sem urðu í mjög spennuþrungnum og tilfinningaríkum leik,“ sagði Ward og bætti við: „Ég er viss um að þær eru báðar fullar eftirsjár en hvorug þeirra ætti að þurfa að ganga í gegnum það netníð sem þær hafa orðið fyrir.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira