Hrollvekjandi hrekkjavökudagskrá fyrir alla fjölskylduna Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. október 2022 20:00 Umfang hrekkjavökuhátíðarinnar hér á landi eykst með hverju árinu. Getty/evgenyatamanenko Hrekkjavaka verður haldin hátíðleg víða um land þann 31. október. Umfang hátíðarinnar eykst með hverju árinu. Nú styttist í herlegheitin og því vel við hæfi að fara yfir nokkra spennandi viðburði sem verða í boði í tilefni hátíðarinnar. Hrekkjavaka á Árbæjarsafninu Hrekkjavakan verður haldin hátíðleg á Árbæjarsafninu þann 31. október, líkt og síðastliðin fjögur ár. Það er óhætt að segja að þar verði öllu tjaldað til. Safnið verður sveipað dulúðlegum blæ, húsin verða hryllileg og í rökkrinu má sjá bregða fyrir svipum fortíðar. Markmiðið er að gestir kynnist fornum siðum hátíðarinnar og hver veit nema andi fortíðarinnar verði á vegi þeirra. Þau allra hugrökkustu geta bankað upp á draugaleg hús sem hafa logandi lukt og krafið framliðna íbúa þeirra um grikk eða gott. Börn yngri en 12 ára þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. Þá eru viðkvæmar sálir einnig hvattar til þess að hafa með sér fylgdarmann, þeim til halds og trausts. Hátíðin stendur yfir frá 17:30-20:00 og hægt er að kaupa miða hér. Mikill metnaður er lagður í hrekkjavökuhátíðina á Árbæjarsafninu.Árbæjarsafnið Hrekkjavökubíó í Bíó Paradís Alþjóðlega Barnakvikmyndahátíðin í Reykjavík fer fram í Bíó Paradís dagana 29. október - 6. nóvember. Þetta er í níunda sinn sem þessi einstaka hátíð fer fram, en hún er sú eina sinnar tegundar. Þemað í ár er hrekkjavaka og eru börn á öllum aldri hvött til þess að mæta í búning. Opnunarmynd hátíðarinnar er myndin Horfin á Hrekkjavöku og verður hún í lifandi talsetningu. Er það í fyrsta sinn sem lifandi leiklestur verður fluttur yfir mynd í Bíó Paradís. Fjöldi barnamynda verður sýndur á hátíðinni, þar á meðal myndirnar Hocus Pocus og Addams Family sem eiga vel aldeilis vel við á hrekkjavökunni. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér. Alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin í Reykjavík fer fram dagana 29. október- 6. nóvember. Þar verður hrekkjavökuþema og verða nokkrar vel valdar hrekkjavökumyndir sýndar á hátíðinni.Getty/Jose Luis Pelaez Inc Grikk eða gott Síðustu ár hefur það tíðkast að börn geti gengið í íbúðarhús að sníkja nammi og í ár verður engin undantekning á því. Skipulagning á þessum viðburðum fer gjarnan fram á hverfishópum á Facebook. Börn á öllum aldri klæða sig í grímubúninga. Ólíkt því sem tíðkast á öskudeginum þurfa börnin ekki að syngja, heldur segja þau einfaldlega grikk eða gott. Hugsunin er sú að þá hafi húsráðandi val um að gefa börnunum „gott“ eða börnin geri honum „grikk“. Íbúar sem ætla sér að taka á móti börnum og gefa nammi geta þá ýmist merkt húsið sitt sérstaklega að utan eða skráð sig á skráningarblað sem oft er að finna inni á hverfishópunum. Síðustu ár hefur myndast hefð fyrir því að börn gangi í hús og snýki nammi á hrekkjavökunni líkt og gert er í Bandaríkjunum.Getty/SolStock Hrekkjavökuefni á Stöð2+ Það þarf þó ekki að fara út úr húsi til þess að upplifa hrekkjavökuna. Inni á efnisveitu Stöðvar 2+ er að finna sérstakan hrekkjavökuflokk sem gerir það auðvelt að framkalla hrekkjavökustemmingu heima í stofu. Í flokknum er að finna 48 kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem tengjast hrekkjavöku á einn eða annan hátt. Þar á meðal eru nýlegir þættir um morðóðu dúkkuna Chucky. Þess má geta að hinn 17 ára gamli, íslenski leikari Björgvin Arnarson fer með hlutverk í þáttunum. Í flokknum er að finna allt frá Scooby Doo til íslensku hrollvekjunnar Ég man þig. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi til að komast í sannkallað hrekkjavökuskap. Inni á efnisveitu Stöðvar2+ er að finna úrval af hrekkjavökuefni.Stöð 2 Hrekkjavaka Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sala á graskerjum fjórtánfaldast og hrekkjavakan tekið fram úr öskudeginum Sala á graskerjum í aðdraganda hrekkjavöku hefur fjórtánfaldast í Krónunni frá árinu 2017. Þá hefur hrekkjavakan nú tekið fram úr öskudegi í búningaverslunum. 27. október 2021 22:59 Allir sammála: Hrekkjavaka er betri en öskudagur Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í kvöld víða um heim, þar á meðal hér á landi. Fréttamaður okkar leit við í Hamrahlíð þar sem búið var að skreyta hús í anda hátíðarinnar. 31. október 2021 20:57 Skemmtilegar hugmyndir að Hrekkjavökubúningum fyrir pör eða vini Hrekkjavakan ógurlega er um helgina og eru eflaust einhverjir enn að klóra sér í hausnum yfir því hvaða búning skal velja. Er þetta ekki bara vesen? 29. október 2021 07:25 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Hrekkjavaka á Árbæjarsafninu Hrekkjavakan verður haldin hátíðleg á Árbæjarsafninu þann 31. október, líkt og síðastliðin fjögur ár. Það er óhætt að segja að þar verði öllu tjaldað til. Safnið verður sveipað dulúðlegum blæ, húsin verða hryllileg og í rökkrinu má sjá bregða fyrir svipum fortíðar. Markmiðið er að gestir kynnist fornum siðum hátíðarinnar og hver veit nema andi fortíðarinnar verði á vegi þeirra. Þau allra hugrökkustu geta bankað upp á draugaleg hús sem hafa logandi lukt og krafið framliðna íbúa þeirra um grikk eða gott. Börn yngri en 12 ára þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. Þá eru viðkvæmar sálir einnig hvattar til þess að hafa með sér fylgdarmann, þeim til halds og trausts. Hátíðin stendur yfir frá 17:30-20:00 og hægt er að kaupa miða hér. Mikill metnaður er lagður í hrekkjavökuhátíðina á Árbæjarsafninu.Árbæjarsafnið Hrekkjavökubíó í Bíó Paradís Alþjóðlega Barnakvikmyndahátíðin í Reykjavík fer fram í Bíó Paradís dagana 29. október - 6. nóvember. Þetta er í níunda sinn sem þessi einstaka hátíð fer fram, en hún er sú eina sinnar tegundar. Þemað í ár er hrekkjavaka og eru börn á öllum aldri hvött til þess að mæta í búning. Opnunarmynd hátíðarinnar er myndin Horfin á Hrekkjavöku og verður hún í lifandi talsetningu. Er það í fyrsta sinn sem lifandi leiklestur verður fluttur yfir mynd í Bíó Paradís. Fjöldi barnamynda verður sýndur á hátíðinni, þar á meðal myndirnar Hocus Pocus og Addams Family sem eiga vel aldeilis vel við á hrekkjavökunni. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér. Alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin í Reykjavík fer fram dagana 29. október- 6. nóvember. Þar verður hrekkjavökuþema og verða nokkrar vel valdar hrekkjavökumyndir sýndar á hátíðinni.Getty/Jose Luis Pelaez Inc Grikk eða gott Síðustu ár hefur það tíðkast að börn geti gengið í íbúðarhús að sníkja nammi og í ár verður engin undantekning á því. Skipulagning á þessum viðburðum fer gjarnan fram á hverfishópum á Facebook. Börn á öllum aldri klæða sig í grímubúninga. Ólíkt því sem tíðkast á öskudeginum þurfa börnin ekki að syngja, heldur segja þau einfaldlega grikk eða gott. Hugsunin er sú að þá hafi húsráðandi val um að gefa börnunum „gott“ eða börnin geri honum „grikk“. Íbúar sem ætla sér að taka á móti börnum og gefa nammi geta þá ýmist merkt húsið sitt sérstaklega að utan eða skráð sig á skráningarblað sem oft er að finna inni á hverfishópunum. Síðustu ár hefur myndast hefð fyrir því að börn gangi í hús og snýki nammi á hrekkjavökunni líkt og gert er í Bandaríkjunum.Getty/SolStock Hrekkjavökuefni á Stöð2+ Það þarf þó ekki að fara út úr húsi til þess að upplifa hrekkjavökuna. Inni á efnisveitu Stöðvar 2+ er að finna sérstakan hrekkjavökuflokk sem gerir það auðvelt að framkalla hrekkjavökustemmingu heima í stofu. Í flokknum er að finna 48 kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem tengjast hrekkjavöku á einn eða annan hátt. Þar á meðal eru nýlegir þættir um morðóðu dúkkuna Chucky. Þess má geta að hinn 17 ára gamli, íslenski leikari Björgvin Arnarson fer með hlutverk í þáttunum. Í flokknum er að finna allt frá Scooby Doo til íslensku hrollvekjunnar Ég man þig. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi til að komast í sannkallað hrekkjavökuskap. Inni á efnisveitu Stöðvar2+ er að finna úrval af hrekkjavökuefni.Stöð 2
Hrekkjavaka Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sala á graskerjum fjórtánfaldast og hrekkjavakan tekið fram úr öskudeginum Sala á graskerjum í aðdraganda hrekkjavöku hefur fjórtánfaldast í Krónunni frá árinu 2017. Þá hefur hrekkjavakan nú tekið fram úr öskudegi í búningaverslunum. 27. október 2021 22:59 Allir sammála: Hrekkjavaka er betri en öskudagur Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í kvöld víða um heim, þar á meðal hér á landi. Fréttamaður okkar leit við í Hamrahlíð þar sem búið var að skreyta hús í anda hátíðarinnar. 31. október 2021 20:57 Skemmtilegar hugmyndir að Hrekkjavökubúningum fyrir pör eða vini Hrekkjavakan ógurlega er um helgina og eru eflaust einhverjir enn að klóra sér í hausnum yfir því hvaða búning skal velja. Er þetta ekki bara vesen? 29. október 2021 07:25 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Sala á graskerjum fjórtánfaldast og hrekkjavakan tekið fram úr öskudeginum Sala á graskerjum í aðdraganda hrekkjavöku hefur fjórtánfaldast í Krónunni frá árinu 2017. Þá hefur hrekkjavakan nú tekið fram úr öskudegi í búningaverslunum. 27. október 2021 22:59
Allir sammála: Hrekkjavaka er betri en öskudagur Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í kvöld víða um heim, þar á meðal hér á landi. Fréttamaður okkar leit við í Hamrahlíð þar sem búið var að skreyta hús í anda hátíðarinnar. 31. október 2021 20:57
Skemmtilegar hugmyndir að Hrekkjavökubúningum fyrir pör eða vini Hrekkjavakan ógurlega er um helgina og eru eflaust einhverjir enn að klóra sér í hausnum yfir því hvaða búning skal velja. Er þetta ekki bara vesen? 29. október 2021 07:25