Algeng mistök sem fólk gerir þegar það sækir um starf og góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. október 2022 07:00 Reynsluboltarnir Brynjar Már Brynjólfsson hjá Isavia og Jónína Guðmundsdóttir hjá Play, gefa okkur góð ráð í dag fyrir ferilskrár og umsóknir um störf og nefna nokkur dæmi um mistök sem fólk gerir þegar það sækir um starf. Það getur verið hægara sagt en gert að skara fram úr í vænum bunka af umsóknum um frábært starf. Og þá skiptir máli að gera ekki mistök. Sem dæmi um mistök hjá fólki er þegar umsókn er nafnamerkt öðru fyrirtæki og greinileg vísbending um að viðkomandi er að senda sömu ferilskránna til marga aðila. Eða þegar farið er mjög frjálslega með staðreyndir. Stóra uppsögnin, eða The Great Resignation, er tímabilið sem atvinnulífið er að fara í gegnum en aldrei nokkru sinni hafa innlendar og erlendar mælingar sýnt jafn mikla hreyfingu á fólki á milli starfa. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er falast eftir góðum ráðum fyrir fólk sem er í atvinnuleit: Ætlar að skipta um starf eða er á milli starfa. Í dag fáum við tvo reynslubolta til að gefa okkur góð ráð þegar sótt er um starf, en bæði starfa þau á vinnustöðum sem fá margar umsóknir. Þetta eru þau Brynjar Már Brynjólfsson mannauðstjóri Isavia, áður mannauðstjóri Reiknistofu bankanna og Jónína Guðmundsdóttir, mannauðstjóri Play flugfélagsins en áður mannauðstjóri WOW. Brynjar og Jónína voru beðin um að svara eftirfarandi spurningu: „Miðað við þína reynslu, hvaða ráð myndir þú gefa fólki sem er að senda inn umsóknir um starf og vill ná betri árangri í að ferilskráin hitti í mark og sé líklegri til að veita möguleika á atvinnuviðtali brautargengi?“ Brynjari finnst skemmtilegast þegar kynningabréf með ferilskrám eru persónuleg og gefa innsýn inn í hvað það er sem hvetur viðkomandi aðila í starfi og hvernig vinnustað viðkomandi vill starfa á. Brynjar, mannauðstjóri Isavia: „Skemmtilegast að fá kynningarbréf sem eru örlítið persónuleg“ „Það hefur verið mikil samkeppni um gott fólk undanfarna mánuði og í raun allt undanfarið ár. Það er því mikilvægt að fólk sem er í atvinnuleit gefi sér tíma til að undirbúa og útbúa þau gögn sem þurfa að fylgja með umsóknum um störf. Það er algengt að umsækjendur séu að sækja um mörg störf á sama tíma og það kemur fyrir að maður fái gögn sem eru stíluð á annan atvinnurekanda. Það eru alls ekki góð fyrstu kynni af umsækjanda og ég hvet því einstaklinga til að vanda sig sérstaklega þegar gögn eru útbúin og sótt er um störf. Það eru mörg að sækja um hvert starf í dag og við sem erum að fara yfir þessi gögn og meta umsækjendur erum því oft að lesa í gegnum mikinn fjölda af skjölum. Það er því mikilvægt að ferilskrár séu vel upp settar þannig að það taki stjórnendur og mannauðsfólk ekki langan tíma að ná utan um hæfni og reynslu viðkomandi. Það er nauðsynlegt að byrja alltaf á því að tiltaka nýjustu reynsluna eða menntunina í ferilskránni. Það er algjört lykilatriði að hafa ferilskrár stuttar og vera alls ekki að telja þar upp atriði sem skipta litlu máli. Þannig er til dæmis óþarfi að telja upp stúdentspróf eða grunnskólapróf á ferilskrám því ef viðkomandi hefur lokið formlegu háskólanámi. Í þeim tilvikum er oftast gefið að viðkomandi hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi. Að sama skapi er oft hægt að stytta ferilskrár með því að tiltaka aðeins þau fyrri störf þar sem viðkomandi hefur öðlast hæfni og reynslu á því fagsviði sem sóst er eftir að starfa á. Það getur til dæmis verið óþarfi að tiltaka sumarstörf við garðslátt eða afgreiðslustörf í söluturni sem voru jafnvel unnin fyrir einhverjum áratugum síðar. Vissulega er öll reynsla góð en það er ólíklegt að einhver verði ráðin í sérfræðistarf út á starfsreynslu unglingsáranna. Flest fyrirtæki óska eftir því að einstaklingar skili einnig inn kynningarbréfi samhliða umsókn og ferilskrá. Þar gefst umsækjendum kostur á að ítreka það sem kemur fram í ferilskránni með því að tiltaka til dæmis stærstu verkefnin sem viðkomandi hefur komið að eða þá ábyrgð sem viðkomandi hafi. Mér finnst persónulega skemmtilegast að fá kynningarbréf sem eru örlítið persónuleg og gefa mér betri innsýn inn í hvað það er sem hvetur viðkomandi aðila í starfi og hvernig vinnustað viðkomandi vill starfa á.“ Jónína tekur dæmi um þegar Play bárust þrjú þúsund umsóknir um áhafnarstörf næsta vor og brýnir því fyrir fólki að vanda vel til verka og forðast mistök í ferilskrám og kynningabréfum. Jónína, mannauðstjóri PLAY: „Hvað ber að varast við gerð ferilskrár?“ „Það er ákveðið ferli að koma sér á framfæri á vinnumarkaði. Ferilskráin er oft það sem markar fyrstu tengsl milli umsækjanda og ráðningaraðila og þarf að vera þess eðlis að ráðningaraðila langi að vita meira og hitta umsækjandann eftir lestur hennar. Ferilskrá er stutt kynning á umsækjanda þar sem einkum er skýrt frá persónulegum upplýsingum, menntun, starfsreynslu og þekkingu. Mikilvægt er að ferilskrá sé stutt, hnitmiðuð og vel upp sett. Ferilskrá skal setja upp á skilvirkan hátt og þá frekar sem ákveðna upptalningu, frekar en í löngu samfelldu máli. Gott er að miða við að ferilskrá sé ekki lengri en 1-2 blaðsíður. Á tímum þegar mikil samkeppni ríkir um störf er góð ferilskrá gríðarlega mikilvæg. Nú á dögunum auglýsti PLAY eftir áhafnarmeðlimum fyrir næsta vor og bárust okkur yfir þrjúþúsund umsóknir. Það gefur auga leið að umsóknin og ferilskráin er fyrsta sía og ekki nema hluti af umsækjendum sem fær viðtal. Hvað ber að varast við gerð ferilskrár? Vanmat á mikilvægi ferilskrár í ráðningarferlinu er of algengt. Þó ráðningaraðilar séu ekki alltaf sammála um hvaða ferilskrár eru góðar, eru flestir þeirra sammála um hvað gerir ferilskrár slæmar og eru helstu mistök við gerð ferilskráa til dæmis: Of löng ferilskrá Illa skipulögð og illa uppsett ferilskrá Langlokur, lélegt málfar og stafsetningarvillur Léleg mynd Ýkjur eða þegar frjálslega er farið með staðreyndir Óþarfa upplýsingar Of skrautleg ferilskrá Reynslumiklir ráðningaraðilar eru fljótir að greina góða ferilskrá frá lélegri og veita því athygli sem vekur upp grunsemir. Til að mynda ef það eru óútskýrð tímabil í ferilskránni. Eins ef umsækjandi hefur skipt ört um starf eða ef starfstitlar og námsgráður virðast ekki standast skoðun. Það er því mikilvægt að gera grein fyrir því ef til dæmis umsækjandi var ekki á vinnumarkaði um tíma vegna fæðingarorlofs eða dvalar erlendis. Til að auka áhuga ráðningaraðila er mælt með að láta kynningarbréf einnig fylgja með umsókn. Í kynningarbréfi hefur umsækjandi tök á útskýra hvers vegna hann sækist eftir umræddu starfi og hvernig hann telur sig uppfylla þær hæfniskröfur sem settar eru fram.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun Atvinnulífsins í gær. Starfsframi Góðu ráðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02 Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00 40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst? „Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn. 4. október 2022 07:00 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Sem dæmi um mistök hjá fólki er þegar umsókn er nafnamerkt öðru fyrirtæki og greinileg vísbending um að viðkomandi er að senda sömu ferilskránna til marga aðila. Eða þegar farið er mjög frjálslega með staðreyndir. Stóra uppsögnin, eða The Great Resignation, er tímabilið sem atvinnulífið er að fara í gegnum en aldrei nokkru sinni hafa innlendar og erlendar mælingar sýnt jafn mikla hreyfingu á fólki á milli starfa. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er falast eftir góðum ráðum fyrir fólk sem er í atvinnuleit: Ætlar að skipta um starf eða er á milli starfa. Í dag fáum við tvo reynslubolta til að gefa okkur góð ráð þegar sótt er um starf, en bæði starfa þau á vinnustöðum sem fá margar umsóknir. Þetta eru þau Brynjar Már Brynjólfsson mannauðstjóri Isavia, áður mannauðstjóri Reiknistofu bankanna og Jónína Guðmundsdóttir, mannauðstjóri Play flugfélagsins en áður mannauðstjóri WOW. Brynjar og Jónína voru beðin um að svara eftirfarandi spurningu: „Miðað við þína reynslu, hvaða ráð myndir þú gefa fólki sem er að senda inn umsóknir um starf og vill ná betri árangri í að ferilskráin hitti í mark og sé líklegri til að veita möguleika á atvinnuviðtali brautargengi?“ Brynjari finnst skemmtilegast þegar kynningabréf með ferilskrám eru persónuleg og gefa innsýn inn í hvað það er sem hvetur viðkomandi aðila í starfi og hvernig vinnustað viðkomandi vill starfa á. Brynjar, mannauðstjóri Isavia: „Skemmtilegast að fá kynningarbréf sem eru örlítið persónuleg“ „Það hefur verið mikil samkeppni um gott fólk undanfarna mánuði og í raun allt undanfarið ár. Það er því mikilvægt að fólk sem er í atvinnuleit gefi sér tíma til að undirbúa og útbúa þau gögn sem þurfa að fylgja með umsóknum um störf. Það er algengt að umsækjendur séu að sækja um mörg störf á sama tíma og það kemur fyrir að maður fái gögn sem eru stíluð á annan atvinnurekanda. Það eru alls ekki góð fyrstu kynni af umsækjanda og ég hvet því einstaklinga til að vanda sig sérstaklega þegar gögn eru útbúin og sótt er um störf. Það eru mörg að sækja um hvert starf í dag og við sem erum að fara yfir þessi gögn og meta umsækjendur erum því oft að lesa í gegnum mikinn fjölda af skjölum. Það er því mikilvægt að ferilskrár séu vel upp settar þannig að það taki stjórnendur og mannauðsfólk ekki langan tíma að ná utan um hæfni og reynslu viðkomandi. Það er nauðsynlegt að byrja alltaf á því að tiltaka nýjustu reynsluna eða menntunina í ferilskránni. Það er algjört lykilatriði að hafa ferilskrár stuttar og vera alls ekki að telja þar upp atriði sem skipta litlu máli. Þannig er til dæmis óþarfi að telja upp stúdentspróf eða grunnskólapróf á ferilskrám því ef viðkomandi hefur lokið formlegu háskólanámi. Í þeim tilvikum er oftast gefið að viðkomandi hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi. Að sama skapi er oft hægt að stytta ferilskrár með því að tiltaka aðeins þau fyrri störf þar sem viðkomandi hefur öðlast hæfni og reynslu á því fagsviði sem sóst er eftir að starfa á. Það getur til dæmis verið óþarfi að tiltaka sumarstörf við garðslátt eða afgreiðslustörf í söluturni sem voru jafnvel unnin fyrir einhverjum áratugum síðar. Vissulega er öll reynsla góð en það er ólíklegt að einhver verði ráðin í sérfræðistarf út á starfsreynslu unglingsáranna. Flest fyrirtæki óska eftir því að einstaklingar skili einnig inn kynningarbréfi samhliða umsókn og ferilskrá. Þar gefst umsækjendum kostur á að ítreka það sem kemur fram í ferilskránni með því að tiltaka til dæmis stærstu verkefnin sem viðkomandi hefur komið að eða þá ábyrgð sem viðkomandi hafi. Mér finnst persónulega skemmtilegast að fá kynningarbréf sem eru örlítið persónuleg og gefa mér betri innsýn inn í hvað það er sem hvetur viðkomandi aðila í starfi og hvernig vinnustað viðkomandi vill starfa á.“ Jónína tekur dæmi um þegar Play bárust þrjú þúsund umsóknir um áhafnarstörf næsta vor og brýnir því fyrir fólki að vanda vel til verka og forðast mistök í ferilskrám og kynningabréfum. Jónína, mannauðstjóri PLAY: „Hvað ber að varast við gerð ferilskrár?“ „Það er ákveðið ferli að koma sér á framfæri á vinnumarkaði. Ferilskráin er oft það sem markar fyrstu tengsl milli umsækjanda og ráðningaraðila og þarf að vera þess eðlis að ráðningaraðila langi að vita meira og hitta umsækjandann eftir lestur hennar. Ferilskrá er stutt kynning á umsækjanda þar sem einkum er skýrt frá persónulegum upplýsingum, menntun, starfsreynslu og þekkingu. Mikilvægt er að ferilskrá sé stutt, hnitmiðuð og vel upp sett. Ferilskrá skal setja upp á skilvirkan hátt og þá frekar sem ákveðna upptalningu, frekar en í löngu samfelldu máli. Gott er að miða við að ferilskrá sé ekki lengri en 1-2 blaðsíður. Á tímum þegar mikil samkeppni ríkir um störf er góð ferilskrá gríðarlega mikilvæg. Nú á dögunum auglýsti PLAY eftir áhafnarmeðlimum fyrir næsta vor og bárust okkur yfir þrjúþúsund umsóknir. Það gefur auga leið að umsóknin og ferilskráin er fyrsta sía og ekki nema hluti af umsækjendum sem fær viðtal. Hvað ber að varast við gerð ferilskrár? Vanmat á mikilvægi ferilskrár í ráðningarferlinu er of algengt. Þó ráðningaraðilar séu ekki alltaf sammála um hvaða ferilskrár eru góðar, eru flestir þeirra sammála um hvað gerir ferilskrár slæmar og eru helstu mistök við gerð ferilskráa til dæmis: Of löng ferilskrá Illa skipulögð og illa uppsett ferilskrá Langlokur, lélegt málfar og stafsetningarvillur Léleg mynd Ýkjur eða þegar frjálslega er farið með staðreyndir Óþarfa upplýsingar Of skrautleg ferilskrá Reynslumiklir ráðningaraðilar eru fljótir að greina góða ferilskrá frá lélegri og veita því athygli sem vekur upp grunsemir. Til að mynda ef það eru óútskýrð tímabil í ferilskránni. Eins ef umsækjandi hefur skipt ört um starf eða ef starfstitlar og námsgráður virðast ekki standast skoðun. Það er því mikilvægt að gera grein fyrir því ef til dæmis umsækjandi var ekki á vinnumarkaði um tíma vegna fæðingarorlofs eða dvalar erlendis. Til að auka áhuga ráðningaraðila er mælt með að láta kynningarbréf einnig fylgja með umsókn. Í kynningarbréfi hefur umsækjandi tök á útskýra hvers vegna hann sækist eftir umræddu starfi og hvernig hann telur sig uppfylla þær hæfniskröfur sem settar eru fram.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun Atvinnulífsins í gær.
Starfsframi Góðu ráðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02 Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00 40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst? „Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn. 4. október 2022 07:00 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02
Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00
40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst? „Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn. 4. október 2022 07:00
„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01
Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00