Forsætisráðuneytið hafnar því að frumvarp dragi úr erlendri fjárfestingu
Forsætisráðuneytið hafnar því að áform um lagasetningu sem innleiði rýni á erlendum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis hafi skaðleg áhrif á erlenda fjárfestingu hérlendis. Ekki séu til erlendar rannsóknir sem sýni fram á það.
Tengdar fréttir
Mesta erlenda fjárfestingin á einum fjórðungi frá árinu 2016
Bein fjárfesting af hálfu erlendra fjárfesta á Íslandi nam 46 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi sem er mesta erlenda fjárfestingin á einum fjórðungi frá árinu 2016. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands.