Erlent

Sprengdu upp inn­gang stærsta fangelsis Mjanmar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Um tíu þúsund fangar eru geymdir í Insein-fangelsinu.
Um tíu þúsund fangar eru geymdir í Insein-fangelsinu. Getty

Tvær sprengjur voru sprengdar við inngang Insein-fangelsisins í Yangon í Mjanmar í dag. Þrír starfsmenn fangelsisins létu lífið í sprengingunni og fimm gestir sem voru að heimsækja vini eða ættingja sem sitja inni í fangelsinu. 

Insein-fangelsið er stærsta fangelsi Mjanmar en um tíu þúsund fangar sitja þar inni. Margir þeirra eru pólitískir fangar herstjórnarinnar sem er við völd í landinu.

Sprengjurnar voru sendar til fangelsisins með pósti og sprungu í póstherbergi fangelsisins. Ein önnur sprengja fannst sem hafði ekki sprungið.

Fangelsið er þekkt fyrir að vera einkum ómannúðlegt og eru aðstæður fanga þar ansi slæmar. Það er meira en hundrað ára gamalt en flestir fanganna þurfa að sofa á gólfum fangelsisins.

Ekki er vitað hver eða hverjir bera ábyrgð á árásinni en samkvæmt BBC eru sprengjuárásir að verða síalgengari í Mjanmar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×