Brutu ekki siðareglur með umfjöllun um Óshlíðarmálið Bjarki Sigurðsson skrifar 19. október 2022 11:09 Hvorki blaðamenn Stundarinnar, Aðalsteinn Kjartansson (t.v.) og Helgi Seljan (t.h.), né Ágúst Borgþór Sverrisson (fyrir miðju), blaðamaður DV, brutu siðareglu BÍ. Vísir Blaðamenn DV og Stundarinnar brutu ekki siðareglur Blaðamannafélags Íslands (BÍ) með umfjöllun sinni um Óshlíðarmálið. Kærandi var ökumaður bifreiðarinnar sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 en einn lést í slysinu. Kæruefni á hendur DV voru fjórar greinar skrifaðar af Ágústi Borgþóri Sverrissyni þar sem fjallað var um málið. Taldi bílsstjórinn, Höskuldur Guðmundsson, að umfjöllunin bryti í bága við þriðju og fjórðu grein siðareglna BÍ. Í þriðju grein er fjallað um að blaðamaður vandi upplýsingagjöf sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýni fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Fjórða grein fjallar um nafnbirtingu og í henni segir að blaðamenn skuli hafa ríkt í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefjist nafnbirtingar. Höskuldur nefnir sérstaklega nafnbirtingu í umfjöllun DV sem og að blaðamaður hafi gengið of langt í að draga ályktanir um að kærandi sé undir rannsókn lögreglu vegna andláts Kristins Hauks Jóhannessonar sem lést í slysinu. Ágúst og DV báru fyrir sig að Höskuldur hafi áður komið fram í viðtölum á öðrum miðlum og því sé hægt að réttlæta nafnbirtingu. Þá sé því ekki haldið fram að Höskuldur hafi réttarstöðu sakbornings heldur megi einungis draga þá ályktun af samtölum DV við sérfræðinga. Að mati siðanefndar var í einni grein DV gengið of langt með því að segja að kærandi sé persónulega undir rannsókn lögreglu. Siðanefndin telur þó Ágúst og DV ekki hafa brotið siðareglur. Sakaði þá um að elta sig Svipað er upp á teningnum í máli Höskulds gegn Stundinni. Að hans mati gengu blaðamenn Stundarinnar, Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, of hart fram til að reyna að ná tali af honum. Sakaði hann blaðamennina um að hafa setið fyrir sér, elt sig, tekið ljósmyndir af sér og hugsanlega tekið sig upp á myndband. Aðalsteinn og Helgi hafna því alfarið að hafa elt Höskuld eða setið um hann. Þeir hafi einungis boðið honum að koma eigin sjónarmiðum á framfæri í umfjölluninni í samræmi við fagleg vinnubrögð blaðamanna. Siðanefnd segist ekki geta tekið afstöðu til þess hvort of hart hafi verið gengið fram til að ná tali af Höskuldi þar sem honum og blaðamönnunum ber ekki saman um hversu aðgangsharðir þeir voru. Engin gögn séu til sem styðja fullyrðingar Höskuldar. Höskuldur kvartaði einnig undan því að hann einn hafi verið nafngreindur í umfjöllun miðilsins en ekki aðrir málsaðilar. Í andsvörum Stundarinnar segir að Höskuldur hafi veitt nokkrum fjölmiðlum viðtöl áður en umfjöllun þeirra birtist og hann hafi aldrei þá farið fram á að njóta nafnleyndar. Að mati siðanefndarinnar braut Stundin því heldur ekki siðareglur BÍ. Fjölmiðlar Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Kæruefni á hendur DV voru fjórar greinar skrifaðar af Ágústi Borgþóri Sverrissyni þar sem fjallað var um málið. Taldi bílsstjórinn, Höskuldur Guðmundsson, að umfjöllunin bryti í bága við þriðju og fjórðu grein siðareglna BÍ. Í þriðju grein er fjallað um að blaðamaður vandi upplýsingagjöf sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýni fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Fjórða grein fjallar um nafnbirtingu og í henni segir að blaðamenn skuli hafa ríkt í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefjist nafnbirtingar. Höskuldur nefnir sérstaklega nafnbirtingu í umfjöllun DV sem og að blaðamaður hafi gengið of langt í að draga ályktanir um að kærandi sé undir rannsókn lögreglu vegna andláts Kristins Hauks Jóhannessonar sem lést í slysinu. Ágúst og DV báru fyrir sig að Höskuldur hafi áður komið fram í viðtölum á öðrum miðlum og því sé hægt að réttlæta nafnbirtingu. Þá sé því ekki haldið fram að Höskuldur hafi réttarstöðu sakbornings heldur megi einungis draga þá ályktun af samtölum DV við sérfræðinga. Að mati siðanefndar var í einni grein DV gengið of langt með því að segja að kærandi sé persónulega undir rannsókn lögreglu. Siðanefndin telur þó Ágúst og DV ekki hafa brotið siðareglur. Sakaði þá um að elta sig Svipað er upp á teningnum í máli Höskulds gegn Stundinni. Að hans mati gengu blaðamenn Stundarinnar, Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, of hart fram til að reyna að ná tali af honum. Sakaði hann blaðamennina um að hafa setið fyrir sér, elt sig, tekið ljósmyndir af sér og hugsanlega tekið sig upp á myndband. Aðalsteinn og Helgi hafna því alfarið að hafa elt Höskuld eða setið um hann. Þeir hafi einungis boðið honum að koma eigin sjónarmiðum á framfæri í umfjölluninni í samræmi við fagleg vinnubrögð blaðamanna. Siðanefnd segist ekki geta tekið afstöðu til þess hvort of hart hafi verið gengið fram til að ná tali af Höskuldi þar sem honum og blaðamönnunum ber ekki saman um hversu aðgangsharðir þeir voru. Engin gögn séu til sem styðja fullyrðingar Höskuldar. Höskuldur kvartaði einnig undan því að hann einn hafi verið nafngreindur í umfjöllun miðilsins en ekki aðrir málsaðilar. Í andsvörum Stundarinnar segir að Höskuldur hafi veitt nokkrum fjölmiðlum viðtöl áður en umfjöllun þeirra birtist og hann hafi aldrei þá farið fram á að njóta nafnleyndar. Að mati siðanefndarinnar braut Stundin því heldur ekki siðareglur BÍ.
Fjölmiðlar Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira