Hönnunarstúdíóið R57 leggur áherslu á hönnun með tilgang, sem sameinar fegurð og boðskap. Skúli er grafískur hönnuður og Karlotta sér um að koma röð og reglu á sköpunarkraftinn og hrinda hugmyndunum í framkvæmd.
Fyrsta vörulínan kom út á alþjóðlegumdegi hvíta stafsins, þann 15. Október 2022. Veggplakötin eru rituð í blindraletri og á þeim stendur „ástin er blind“. Markmiðið er að stuðla að vitundarvakningu á málefnum blindra og sjónskertra. Á dögunum voru þau með útgáfupartý sem var haldið í Mengi á Óðinsgötu.
Hér að neðan má sjá myndir frá boðinu:






