Listræn upplifun fyrir blinda, full sjáandi og öll þar á milli Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. október 2022 14:31 Ásdís Þula og Björk Hrafnsdóttir eru sýningarstjórar Skynleika. Aðsend Á degi hvíta stafsins síðastliðinn laugardag opnaði myndlistarsýningin Skynleikar á Hafnartorgi. Sýningin er unnin í samstarfi við Blindrafélagið með það að markmiði að virkja öll skynfæri líkamans og að leyfa blindum, full sjáandi og öllum þar á milli að upplifa myndlist á jöfnum grundvelli. Sautján listamenn Er hér um að ræða samsýningu sautján listamanna en þeir eru Birgir Andrésson, Björk Viggósdóttir, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Hugleikur Dagsson, Hulda Hákon, Kristín Morthens, Fischersund: Ingibjörg, Lilja & Sigurrós Birgisdætur, Lilý Erla Adamsdóttir, Lína Rut Wilberg, Sunneva Ása Weisshappel, Tolli & Nonni, Þórdís Erla Zoëga, Þorvaldur Jónsson og Jón Óskar. Það var margt um manninn á opnun sýningarinnar.Aðsend „Á sýningunni Skynleikar mætast ólíkir listamenn með það sameiginlega markmið að brjóta niður stigveldi skynfæranna. Listræn upplifun sem er ætluð þvert á samfélag óháð sjón. Listamenn sýningarinnar sýna bæði ný og eldri verk. Einstök verk verða einnig til sölu og mun hluti ágóðans renna til Blindrafélagsins,“ segir í fréttatilkynningu frá sýningarstjórum Skynleika, þeim Ásdísi Þulu og Björk Hrafnsdóttur. Blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá verkefninu. Sýningin Skynleikar stendur til 13. nóvember næstkomandi.Aðsend Hvenær kviknaði hugmyndin að þessari sýningu? Ásdís: Hugmyndin kviknaði þegar ég var að setja upp málverkasýningu í galleríi mínu Þulu fyrir um tveimur árum síðan og hugsaði: „Mikið hlýtur að vera óspennandi að vera blindur og mæta á myndlistarsýningu þar sem þú getur ekki upplifað listaverkin vegna skerðingar á sjón. Hvers vegna ætti fólk einu sinni að mæta? Það hlýtur að vera hægt að upplifa íslenska samtímalist í gegnum önnur skynfæri en sjónina.“ Fljótlega hafði ég svo samband við Blindrafélagið. Ég hugsaði strax að það væri ógjörningur fyrir mig að vinna þessa sýningu án þess að vera í góðu sambandi við Blindrafélagið, enda er ég með fulla sjón og get ómögulega sett mig í þau spor sem blindir og sjónskertir eru í og þær hindranir sem þau þurfa að takast á við í daglegu lífi, hvað þá þegar kemur að myndlistarsýningum. Blindrafélagið styrkti sýninguna í gegnum sjóð sinn Stuðningur til sjálfstæðis og gerði þannig þessa hugsjón að veruleika. Til stóð að opna Skynleika á Degi Hvíta stafsins 2021, en vegna enn annarrar Covid bylgjunnar var leikum frestað. Árið 2022 fékk ég svo til liðs við mig sýningarstjórann Björk Hrafnsdóttur sem nýlega útskrifaðist frá LHÍ í sýningagerð. View this post on Instagram A post shared by Á s d í s Þ u l a (@asdisthula) Björk: Það var mikil áskorun að setja upp svona stóra samsýningu með sautján listamönnum og að reyna að setja sig í spor blindra eða sjónskertra sem gestir á sýningunni. Ég tengdi myndlist alltaf mest við sjónræna upplifun. En það hefur verið áhugavert að reyna að brjóta niður stigveldi skynjunar svo að sjónskert og blint fólk nái að upplifa listaverkin á fullnægjandi hátt og auka aðgengi að list. Á þessari sýningu er jafn mikilvægt að finna lyktina, heyra og snerta verkin eins og að sjá þá. Aðsend Hvernig hefur ferlið gengið? Ásdís: Þetta hefur auðvitað verið algjör rússíbani en alveg ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Það hefur verið ómetanlegt að hafa fengið Björk inn í verkefnið og við vinnum vel saman. Við settum auðvitað saman spennandi hóp listamann til þess að sýna verk sín og höfum lagt mikla vinnu í alla umgjörð sýningarinnar. En þó svo að allir þessir glæsilegu listamenn væru komnir þá var jafn mikilvægt að finna hið fullkomna rými og við vorum svo heppnar að Reginn bauð okkur þetta fallega rými hér á Hafnartorginu. Einnig höfðum við samband við Ognatura til þess að brugga með okkur sérstakan bjór og virkja bragðskynið á Skynleikunum. Sautján listamenn eru með verk á sýningunni.Aðsend Björk: Ótrúlega lærdómsríkt ferli. Það hefur verið mjög gefandi að kynnast öllum þessum ólíku listamönnum. Listamennirnir á sýningunni koma flestir úr mjög ólíkum áttum en áttu það sameiginlegt að hafa áhuga á opna fyrir önnur skynfæri en sjónina. Svo erum við með listamenn eins og Hólmfríði Guðmundsdóttur á sýningunni sem fjallar beint um skynjun sjónskertrar manneskju þar sem hún sjálf glímir við sjónskerðingu og litblindu. Skynjun litblindra hafði til dæmis áhrif á litavalið í sýningarskránni en þar notuðum við bláan og gulan lit sem flestir sjá á svipaðan hátt þrátt fyrir litblindu. Ásdís Þula og Björk. Lykt, heyrn og skynjun spila veigamikið hlutverk á sýningunni Skynjanir.Aðsend Sýningin er opin frá miðvikudegi til sunnudags 15. október - 13. nóvember og er staðsett á Hafnartorgi með aðkomu bæði frá Kolagötu og Geirsgötu. Myndlist Menning Mannréttindi Tengdar fréttir „Mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem ég starfa með“ Sýningin Samsýning '22 - Vol. 2 opnaði síðastliðinn laugardag í Gallery Þulu þar sem ólíkir listamenn vinna saman að því að mynda skemmtilega og óvænta heild. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, eiganda og sýningarstjóra Þulu, og fékk að heyra nánar frá listræna lífinu. 29. júní 2022 13:30 Björk og Árni á meðal þeirra áhrifamestu undir þrítugu Björk Hrafnsdóttir og Árni Hrafn Kristmundsson hljóta TOP 20 UNDER 30 – Nordic Music Biz viðurkenningu í ár. Þetta kemur fram í nýrri fréttatilkynningu frá ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. 14. september 2022 13:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Sautján listamenn Er hér um að ræða samsýningu sautján listamanna en þeir eru Birgir Andrésson, Björk Viggósdóttir, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Hugleikur Dagsson, Hulda Hákon, Kristín Morthens, Fischersund: Ingibjörg, Lilja & Sigurrós Birgisdætur, Lilý Erla Adamsdóttir, Lína Rut Wilberg, Sunneva Ása Weisshappel, Tolli & Nonni, Þórdís Erla Zoëga, Þorvaldur Jónsson og Jón Óskar. Það var margt um manninn á opnun sýningarinnar.Aðsend „Á sýningunni Skynleikar mætast ólíkir listamenn með það sameiginlega markmið að brjóta niður stigveldi skynfæranna. Listræn upplifun sem er ætluð þvert á samfélag óháð sjón. Listamenn sýningarinnar sýna bæði ný og eldri verk. Einstök verk verða einnig til sölu og mun hluti ágóðans renna til Blindrafélagsins,“ segir í fréttatilkynningu frá sýningarstjórum Skynleika, þeim Ásdísi Þulu og Björk Hrafnsdóttur. Blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá verkefninu. Sýningin Skynleikar stendur til 13. nóvember næstkomandi.Aðsend Hvenær kviknaði hugmyndin að þessari sýningu? Ásdís: Hugmyndin kviknaði þegar ég var að setja upp málverkasýningu í galleríi mínu Þulu fyrir um tveimur árum síðan og hugsaði: „Mikið hlýtur að vera óspennandi að vera blindur og mæta á myndlistarsýningu þar sem þú getur ekki upplifað listaverkin vegna skerðingar á sjón. Hvers vegna ætti fólk einu sinni að mæta? Það hlýtur að vera hægt að upplifa íslenska samtímalist í gegnum önnur skynfæri en sjónina.“ Fljótlega hafði ég svo samband við Blindrafélagið. Ég hugsaði strax að það væri ógjörningur fyrir mig að vinna þessa sýningu án þess að vera í góðu sambandi við Blindrafélagið, enda er ég með fulla sjón og get ómögulega sett mig í þau spor sem blindir og sjónskertir eru í og þær hindranir sem þau þurfa að takast á við í daglegu lífi, hvað þá þegar kemur að myndlistarsýningum. Blindrafélagið styrkti sýninguna í gegnum sjóð sinn Stuðningur til sjálfstæðis og gerði þannig þessa hugsjón að veruleika. Til stóð að opna Skynleika á Degi Hvíta stafsins 2021, en vegna enn annarrar Covid bylgjunnar var leikum frestað. Árið 2022 fékk ég svo til liðs við mig sýningarstjórann Björk Hrafnsdóttur sem nýlega útskrifaðist frá LHÍ í sýningagerð. View this post on Instagram A post shared by Á s d í s Þ u l a (@asdisthula) Björk: Það var mikil áskorun að setja upp svona stóra samsýningu með sautján listamönnum og að reyna að setja sig í spor blindra eða sjónskertra sem gestir á sýningunni. Ég tengdi myndlist alltaf mest við sjónræna upplifun. En það hefur verið áhugavert að reyna að brjóta niður stigveldi skynjunar svo að sjónskert og blint fólk nái að upplifa listaverkin á fullnægjandi hátt og auka aðgengi að list. Á þessari sýningu er jafn mikilvægt að finna lyktina, heyra og snerta verkin eins og að sjá þá. Aðsend Hvernig hefur ferlið gengið? Ásdís: Þetta hefur auðvitað verið algjör rússíbani en alveg ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Það hefur verið ómetanlegt að hafa fengið Björk inn í verkefnið og við vinnum vel saman. Við settum auðvitað saman spennandi hóp listamann til þess að sýna verk sín og höfum lagt mikla vinnu í alla umgjörð sýningarinnar. En þó svo að allir þessir glæsilegu listamenn væru komnir þá var jafn mikilvægt að finna hið fullkomna rými og við vorum svo heppnar að Reginn bauð okkur þetta fallega rými hér á Hafnartorginu. Einnig höfðum við samband við Ognatura til þess að brugga með okkur sérstakan bjór og virkja bragðskynið á Skynleikunum. Sautján listamenn eru með verk á sýningunni.Aðsend Björk: Ótrúlega lærdómsríkt ferli. Það hefur verið mjög gefandi að kynnast öllum þessum ólíku listamönnum. Listamennirnir á sýningunni koma flestir úr mjög ólíkum áttum en áttu það sameiginlegt að hafa áhuga á opna fyrir önnur skynfæri en sjónina. Svo erum við með listamenn eins og Hólmfríði Guðmundsdóttur á sýningunni sem fjallar beint um skynjun sjónskertrar manneskju þar sem hún sjálf glímir við sjónskerðingu og litblindu. Skynjun litblindra hafði til dæmis áhrif á litavalið í sýningarskránni en þar notuðum við bláan og gulan lit sem flestir sjá á svipaðan hátt þrátt fyrir litblindu. Ásdís Þula og Björk. Lykt, heyrn og skynjun spila veigamikið hlutverk á sýningunni Skynjanir.Aðsend Sýningin er opin frá miðvikudegi til sunnudags 15. október - 13. nóvember og er staðsett á Hafnartorgi með aðkomu bæði frá Kolagötu og Geirsgötu.
Myndlist Menning Mannréttindi Tengdar fréttir „Mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem ég starfa með“ Sýningin Samsýning '22 - Vol. 2 opnaði síðastliðinn laugardag í Gallery Þulu þar sem ólíkir listamenn vinna saman að því að mynda skemmtilega og óvænta heild. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, eiganda og sýningarstjóra Þulu, og fékk að heyra nánar frá listræna lífinu. 29. júní 2022 13:30 Björk og Árni á meðal þeirra áhrifamestu undir þrítugu Björk Hrafnsdóttir og Árni Hrafn Kristmundsson hljóta TOP 20 UNDER 30 – Nordic Music Biz viðurkenningu í ár. Þetta kemur fram í nýrri fréttatilkynningu frá ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. 14. september 2022 13:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
„Mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem ég starfa með“ Sýningin Samsýning '22 - Vol. 2 opnaði síðastliðinn laugardag í Gallery Þulu þar sem ólíkir listamenn vinna saman að því að mynda skemmtilega og óvænta heild. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, eiganda og sýningarstjóra Þulu, og fékk að heyra nánar frá listræna lífinu. 29. júní 2022 13:30
Björk og Árni á meðal þeirra áhrifamestu undir þrítugu Björk Hrafnsdóttir og Árni Hrafn Kristmundsson hljóta TOP 20 UNDER 30 – Nordic Music Biz viðurkenningu í ár. Þetta kemur fram í nýrri fréttatilkynningu frá ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. 14. september 2022 13:30