Viðskipti innlent

Ráðnar til Tvist

Atli Ísleifsson skrifar
Stefanía Ósk Arnardóttir og Emma Theodórsdóttir.
Stefanía Ósk Arnardóttir og Emma Theodórsdóttir. Aðsend

Hönnunar- og auglýsingastofan Tvist hefur ráðið Stefaníu Ósk Arnardóttur í starf viðskiptastjóra og Emmu Theodórsdóttur í starf grafísks hönnuðar.

Í tilkynningu kemur fram að Stefanía Ósk hafi gegnt starfi markaðsstjóra Nespresso á Íslandi frá árinu 2019.

„Stefanía er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands þar sem áhersla var lögð á markaðsmál og alþjóðaviðskipti.

Emma Theodórsdóttir snýr aftur í hóp grafískra hönnuða á stofunni, en hún starfaði hjá TVIST árin 2017-2020. Emma er með BA gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og MA gráðu í upplýsingahönnun frá Design Academy Eindhoven í Hollandi,“ segir í tilkynningunni.

Tvist var stofnuð árið 2016 og er í eigu Kára Sævarssonar, Ragnars Jónssonar og Sigríðar Ásu Júlíusdóttur sem öll starfa hjá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×